Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 33
Rósa
Einarsdóttir
frá Stokkahlöðum
SUMAR-
FRÍ
Smásaga
A
JA.rni Árnason skrif-
stofumaður hjá hlutafélaginu „Fiskur
og síld“, sat síðari hluta dags í skrif-
stofunni við starf sitt. Loftið í skrif-
stofunni var þungt og mollulegt. Árni
var sokkinn niður í verk sitt og tók
ekki eftir því, að hurðin opnaðist, og
inn kom framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins. Hann var nýkominn heim úr
ferðalagi, og lá óvenju vel á honum.
„Gott kvöld, Árni minn. Þér sitjið
hér einn að vanda við yðar starf. En
hvernig er það nú annars, hve lengi
hafið þér nú verið hjá fyrirtækinu?"
„Það skortir fjóra daga upp á sex
ár.“
„Já, einmitt eins og mig minnti. Þér
komuð í þessum mánuði fyrir sex ár-
um og hafið aldrei fengið svo mikið
sem eins dags frí. Það er til skammar
nú á þessum tímum, þegar allir vilja
hafa frí og styttri vinnutíma. Ég er nú
ekki mikið fyrir að uppfylla allar slík-
ar kröfur, þær geta gengið of langt,
sjáið þér, en eiga þó'ef til vill stund-
um rétt á sér. En það sem ég vildi
segja er þetta: Ég býð yður tíu daga frí
og vil helzt, að þér takið það strax. Og
svo ekki meira um það.“ Og áður en
Árni gat áttað sig, var framkvæmda-
stjórinn rokinn á dyr.
Árni hafði aldrei hugsað sér að fá
frí frá starfi sínu, hafði látið sér nægja
smáskemmtiferðir á sunnudögum. 011
þessi ár hafði hann gengið sömu göt-
una kvelds og morgna og um miðjan
dag á milli skrifstofunnar og heimilis
síns. Stundum hafði sú tilfinning gert
vart við sig hjá honum, að hann væri á
góðum vegi með að verða jafn sálar-
laus og reikningsvélin, sem hann not-
aði til að létta sér starf sitt.
Einhver andleg molla hafði lagst
yfir hans innra mann. Líf hans var að
verða líkt stöðupolli, sem hvorki hefir
aðrennsli né frárennsli. Tilboð fram-
kvæmdastjórans hafði því komið eins
og hressandi fjallablær, sem vekur
öldur á stöðuvatni. Árni var allt í einu
farinn að hugsa, og áður en varði
hafði hann ráðið með sér að skreppa
til Reykjavíkur.
Bílarnir voru þá nýfarnir að ganga
um landið, og hann hugsaði sér að
fara suður með bíl, en með skipi
norður aftur. Árni átti heima í einu
þorpinu við Húnaflóa. Skólabróður
átti hann á ísafirði, sem hann hugsaði
sér að hitta í þessari ferð, ef skip ætti
þar viðkomu. Árni hafði aldrei komið
til Reykjavíkur, síðan hann var þar í
verzlunarskólanum fyrir sex árum.
Hann hafði fengið þessa atvinnu
sama vorið sem hann útskrifaðist úr
verzlunarskólanum, og mátti það
teljast lán fyrir hann, því hann var
skuldugur eftir skólaveruna. En þó að
ytri hagur hans væri ekki góður, þegar
hann kom í þorpið, þá var þó sálar-
ástand hans engu betra.
Síðari veturinn, sem hann var í
verzlunarskólanum, hafði hann
kynnst stúlku, sem hann varð svo
hrifinn af, að hann gat tæplega
stundað námið vegna umhugsunar
um hana. Þau borðuðu á sama stað.
Hún hét Herdís og var í Kennara-
skólanum. Hann taldi sér trú um, að
henni litist eins vel á sig og honum
leizt á hana, og svo lauk þessu með
því, að hann skrifaði henni biðilsbréf
á þremur örkum. En hvað skeður?
Stúlkunni hafði alls ekki dottið þetta í
hug og var ófáanleg til að taka honum
þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir. Bað
hún hann annars að misvirða þetta
ekki við sig, og bað hann í guðsbæn-
um að hætta þessum bréfaskriftum.
Svo kom prófið um vorið. Árna
gekk illa að hafa hugann við bækurn-
ar, en prófinu náði hann samt, þótt
það hefði orðið betra, ef engin Herdís
hefði verið til.
-tannig stóð hagur Árna,
þegar hann gerðist verzlunarmaður
hjá hlutafélaginu „Fiskur og síld.“
Hann var heppinn að ná sér í gott
herbergi þarna í þorpinu hjá rosknum
ekkjumanni, sem bjó með dóttur sinni
og átti húsið. Og einhvern veginn at-
vikaðist það svo, að áður en árið var
liðið, var Árni kvæntur Ásdísi, ungri
og laglegri stúlku, og orðinn svo gott
sem húseigandi, og þetta hafði gerzt
án allra bréfaskrifta.
Lánið sýndist nú leika við Árna. En
hver getur sagt um, hvar hamingjan
býr og hvar ekki. Fyrsta sprettinn
reyndi Árni að telja sér trú um, að
hann væri hamingjusamur. Samt
hvarf Herdís aldrei úr huga hans, en
hann hugsaði þó minna um hana en
áður . Stundum var hann þó farinn að
bera þær saman, Herdísi og Ásdísi,
áður en hann vissi af, og sá saman-
burður varð aldrei Ásdísi í vil. Árni
var einn þeirra manna, sem í lengstu
lög skjóta því á frest að ganga á hólm
við sannleikann, þegar afleiðingin
verður sú að valda ójafnvægi hugans.
En hann gat samt ekki varizt þeirri
áleitnu hugsun, sem oftar og oftar
skaut upp hjá honum, að hann hefði
gert óskapleg mistök, þegar hann
gekk að eiga Asdísi.
Ekki var nú samt hægt að segja, að
Ásdís væri slæm kona. Hún var
hversdagsgæf og hélt heimilinu í
reglu. En hún var ákaflega skraut-
gjörn, og öll hennar hugsun virtist
snúast um tízku og fegurðarmeðul.
Árni var bókhneigður og las mikið í
fristundum sínum, en hann gat ekki
talað um neitt úr bókum við Ásdísi.
Hún las ekki annað en auglýsingar i
blöðunum. í stuttu máli, þau áttu
enga samleið. Börn höfðu þau ekki
eignast.
Heima er bezt 337