Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 32
Krakkar í barnaskóla í Hlíðar-
húsi 1966-67ásamt kennara sín-
um Arna Sveinssyni.
Jólatrésskemmtun í Hlíðarhúsi
um jólaleytið 1982, rúmri hálfri
öld eftir að húsið var vigt.
leikrit var ekki fyrir hendi. Þá var
brugðið á það ráð að þýða leikrit.
Fyrra leikritið var þýtt úr „Hjemmet"
og hét það „Gull“. Seinna leikritið var
svo „Hjónaband“ eftir Björnson. Lík-
aði fólki vel við þessi leikrit, eins og
nær allt, sem sett var á svið í Hlíðar-
húsi.
Það sem mestu réði um mikla og
góða starfsemi „Geisla" var félags-
legur þroski íbúa Óslandshlíðar. Segja
má, að það var eins og allir væru
bræður og systur í þessu litla byggð-
arlagi. Samhjálp var mikil, einkum ef
veikindi eða óhöpp bar að höndum.
Þó efni væru kannski ekki mikil voru
alltaf einhver ráð með að hjálpa ná-
unganum. Fólkinu var ljúft að hittast,
og á tunglskinsbjörtum vetrarkvöld-
um var oft kominn stór hópur karla,
kvenna og barna saman á skautum
eða skíðum í miðri sveitinni, án
nokkurrar boðunar, og á eftir var
gjarnan farið inn í Hlíðarhúsið, og
farið þar í leiki. Ef heyskapur gekk illa
hjá einhverjum vegna veikinda, þá
brást ekki að einhverja helgina komu
Geislafélagar með orf og hrífur, og þá
var fljót að koma falleg slægja. Þannig
mætti lengi tala um samheldni og
bræðralag Hlíðarbúa.
Enginn efi er á því, að Hlíðarhúsið
átti mikinn þátt í öllu félagsstarfi í
Óslandshlíð. Auk þess að vera sam-
komustaður „Geisla“ þá voru þarna
haldnar ýmsar samkomur, og oft kom
sóknarpresturinn og hélt þar vel sóttar
guðsþjónustur. Og þarna starfaði far-
skóli um fjörutíu ára skeið, og þarf
ekki að fjölyrða frekar hver áhrif það
hefur haft á allt menningarlíf í Ós-
landshlíð.
En upp úr 1940 gerast hinar miklu
þjóðfélagsbreytingar, er fólksflótti
hefst fyrir alvöru úr sveitunum vegna
breyttra atvinnuhátta, og straumurinn
liggur á mölina. Óslandshlíðin fer
ekki varhluta af þessu. Unga fólkinu
fer fækkandi, sérstaklega eftir að far-
skólinn er lagður niður, og börnum og
unglingum er komið fyrir í heima-
vistarskólum, og ungmennin þannig
útilokuð frá að taka þátt í félagslífi
sveitar sinnar, en lenda í rótleysi
skemmtanalífs, hávaða og eirðar-
leysis.
íbúum Óslandshlíðar fækkar,
margir félagar hafa flutt í burtu, og
jafnframt verður félagsstarf U.M.F.
Geisla erfiðara. Það gefur auga leið,
þegar hin stóru og glæsilegu félags-
heimili rísa í sveitum og kaupstöðum,
að lítil félög með sína gömlu
skemmtistaði eiga í erfiðleikum með
fjáröflun, þar sem þau hafa ekki hús-
rými fyrir yfirþyrmandi hávaða og
læti hljómsveita, sem nú tíðkast á
skemmtistöðum.
Félagsmönnum „Geisla“ fækkar og
margir þeirra eru teknir fast að eldast.
En þótt hárin hafi gránað þá brennur
enn undir þeim eldur æskunnar,
þeirrar æsku, er fyrir 85 árum stofnaði
þennan félagsskap, sem var og er
lyftistöng allra menningar í þessu litla
samfélagi. Ennþá stendur Hlíðarhús-
ið, vel við haldið, á Marbælismelum,
um það sjá þessir fáu félagar, og
einnig styrkir félagið unglingana til
íþróttaiðkana.
U.M.F. Geisli var menningarviti
Óslandshlíðar, og er það enn. Margir
eiga ljúfar minningar frá félagsstarf-
inu í Óslandshlíð, og hugsa hlýtt til
liðinna stunda. Vonandi verður ein-
hver til þess að skrifa ítarlegt
afmælisrit þegar félagið verður 100
ára. En nú er óskin sú, að U.M.F.
Geisli megi eflast og blómgast á
komandi árum, og verða aftur öflugur
geisli menningar og félagslífs í Ós-
landshlíð.
I maí 1983.
336 Heima er bezt