Heima er bezt - 01.10.1983, Side 35
njóti þeirra réttinda, og sjálfar eru þær
flestar sljóvar fyrir því að nota sér
þau. Þannig eru þær orðnar af margra
alda kúgun. Það þarf að vekja þær og
brýna. Til þess eru landsfundirnir
haldnir."
r
A
JA-rni hafði ætíð haft
ímugust á kvenréttindum og þeim
konum, sem voru að vafsast í þeim
málum. Svo að Herdís var þá ein af
þeim. Það hafði hann sízt grunað.
Ásdís mátti þó eiga það, að slíkt lét
hún afskiptalaust.
Herdís sá að ekki var hægt að halda
uppi samræðum við Árna á þessum
vettvangi, og skipti því um umræðu-
efni. Skipið sigldi örstutt frá bjarginu.
Þau horfðu bæði þangað. Herdís seg-
ir:
„En hve bjargið er tignarlegt, og
hve Þorsteinn Gíslason lýsir því vel í
kvæðinu, sem hann orti um Horn-
bjarg: —Turnafögur Hornbjarg heit-
ir höll við mararál. — Manstu ekki
eftir því kvæði, Árni?“
„O nei, ég hefi þá gleymt því, hafi
ég þá nokkurntíma lesið það. Annars
hélt ég, að Þorsteinn hefði aldrei ort
annað en minni.“
í þessum svifum kom stór og
fönguleg kona upp á þilfarið og gekk
rakleitt til þeirra.
„Svo þú ert þá hérna, Herdís, auð-
vitað að horfa á bjargið ... Já, það er
stórkostlegt og fagurt.“
Aðkomukonan skyggndi hönd fyrir
augu og virti bjargið fyrir sér. Þær
fóru síðan að tala saman og gengu
lengra fram á skipið. Árni horfði á
eftir þeim. Auðvitað var þetta ein
kvenréttindakerlingin, stór og nornar-
leg.
Nú fjarlægðist skipið óðum Horn-
bjarg. Árni fann að hann var alveg
kominn út úr jafnvægi. Bara að hann
hefði legið kyrr niðri. Nú var víst ekki
um svefn að ræða framar. Samt gekk
hann niður, fór úr jakkanum og lagð-
ist fyrir. Hann lá lengi vakandi. Her-
dís var að þvælast fyrir augum hans
og Hornbjarg. Loks rann honum í
brjóst.
Xlegar leið á daginn, var
skipið komið á höfnina, þar sem Árni
átti heima. Þar átti skipið að hafa ör-
stutta viðdvöl. Árni flýtti sér að taka
saman dót sitt. Bátur kom frá landi.
Hann þekkti mennina og bað þá um j
far, og var það auðfengið. Einn far-
þegi annar fór þar í land. Ósjálfrátt
svipaðist Árni um á þilfarinu, áður en
hann fór niður í bátinn. Herdís var
ekki sjáanleg. Hann kom sér fyrir í
bátnum, og þegar hann renndi frá
skipshliðinni, varð honum litið upp á
skipið. Þar stóð þá Herdís við borð-
stokkinn og veifaði örlítið til hans
hendinni brosandi. Hann lyfti hattin-
um.
Eftir fáar mínútur var báturinn
kominn að bryggjunni. Þar beið Ásdís
hans. Hún bauð hann velkominn, var
glaðleg og vel búin og vel máluð með
rauðar varir. Árni hafði boðið mann-
inum, sem kom í land með honum,
heim með sér. Þau gengu öll heim að
húsinu. í stofunni var dúkað kaffi-
borð. Raunar var nú gott að vera
kominn heim. Þau settust að kaffinu
og drukku í næði. Ferðalagið var um-
ræðuefnið, og Árni spurði frétta að
heiman. Að lokinni kaffidrykkjunni
fór maðurinn. Þá var eins og Ásdís
vaknaði af draumi. Hún spyr heldur
hvatskeytslega:
„Heyrðu, Árni, hvar hefirðu hatt-
inn? Hefir þú troðið honum í töskuna
þína eða hvað, það er ekki góð með-
ferð á hatti.“
Árni næstum hrópaði upp: „Hatt-
urinn, hatturinn! Hatturinn er um
borð!“
Frú Ásdís bliknaði, svo að það sást í
gegnum andlitssmyrslin.
„Hvað segirðu, maður, gleymdir þú
hattinum um borð! Og ég sem var
búin að hlakka svo mikið til að fá
hann og vígja hann á héraðshátíðinni
á sunnudaginn. Vertu nú einu sinni
fljótur að ná þér í bát og sækja hatt-
inn!“
„Því miður er það of seint. Skipið er
að létta akkerum, og ekki get ég elt
það út í flóa.“
„Nei, þér er náttúrlega alveg sama,
þó að ég komist ekki á héraðshátíðina
fyrir hattleysi. Þú ert búinn að
skemmta þér í tíu daga. Á meðan hefi
ég setið hér heima, og þetta var það
eina, sem ég bjóst við að skemmta mér
í sumar. Nú get ég bara hreint ekki
farið.“
„Nei, hvað er nú þetta, vertu nú
skynsöm kona. Mér sýndist þú vera
með fallegan hatt áðan, þegar ég kom.
Hann fór þér vel, og svo er nú engin
hætta á, að hatturinn tapist. Ég síma
til kunningja míns á næstu höfn og bið
hann að fara um borð og ná hatt-
skömminni og senda mér hann með
fyrstu ferð.“
„En hann verður nú samt ekki
kominn fyrir sunnudag. Líklega hef-
irðu samt smyrslin og sokkana í tösk-
unni þinni?“
„Ónei, hún Veiga lét það allt saman
fylgjast að, það er allt í hattöskjunni."
Asdís lét fallast niður á stól. „Og ég
sem er alveg á þrotum með smyrslin.“
„Já, þetta er illa farið,“ segir Árni
auðmjúkur, „en vissulega tapast þetta
ekki. Það kemur á sínum tíma.“ Frú
Ásdís gekk þegjandi út.
r
A
J. Vrni stóð við gluggann
og horfði út á höfnina. Skipið stefndi
út flóann með Herdisi og hattinn
innanborðs. Einhver ósýnilegur þráð-
ur lá milli hans og skipsins, eitthvað
sem tilheyrði fortíðinni. Draumur um
sæluríki á jörðu, liðinn draumur, sem
aldrei hafði verið annað en draumur.
Og nú stóð hann hér, fjötraður á
þessum bletti. bundinn við petta þorp.
Stóð hér föstum fótum, en samt reik-
ull í ráði og margskiptur.
Hvað var það þá, sem batt hann við
þennan stað, hafði gefið honum fót-
festu og orkað þannig á hann, að mat
hans á lífinu hafði hækkað þessi ár,
sem hann hafði dvalið hér?
Hann greip hatt sinn í anddyrinu og
gekk út. Leið hans lá gegnum þorpið.
Fyrir vit hans lagði ilm af nýslegnu
grasi. Hann hélt lengra áfram. Húsin
hurfu. Leið hans lá um mela og holt
með mýrasundum á milli. Lóa hljóp
yfir melana og kvakaði, en spói vall út
í mýrinni. Þannig gekk hann lengi,
unz hann var orðinn þreyttur. Þá
fleygði hann sér niður á milli tveggja
þúfna og ætlaði að láta þreytuna líða
úr sér.
Hve langi hann svaf, verður ekki
sagt. En hann vaknaði við það, að
eitthvað kalt snart enni hans.
Daggardropi úr strái. Jörðin var köld
og rök. Hann leit á úrið. Það var mið-
ur morgunn. Um dagmál átti hann að
mæta á skrifstofunni.
Já, starfið beið hans. Svo var fyrir
að þakka. Starfið var sá hlekkur, sem
tengdi hann við lífið og gaf því gildi.
Sama hvaða starf það var, aðeins að
hann rækti það vel og samvizkusam-
lega. Nú var hans starf að fást við töl-
ur, og tölurnar kölluðu á hann.
Hann sneri við og hélt heim á leið
móti hækkandi morgunsól. □
Heima er bezt 339