Heima er bezt - 01.10.1983, Page 23

Heima er bezt - 01.10.1983, Page 23
,,Hvaða skáld snemma á þessari öld svaraði spurningu virts tímarits með Ijóði — og hvað hét !jóðið?“____ fyrir ósigur, fannst mér betra að hafa tekið þátt í keppni þessari en ekki. Það var þó alltaf viss viðurkenning fólgin í því. Beðinn var ég að setja saman vísu um keppnina, og flutti ég eftirfarandi stöku í hléinu: Ég er kominn upp á svið, eitthvað máski smeykur, þó skal reyna að þumbast við; —þetta er bara leikur. Fjórir sigrar á heimaslóð Næst tók ég þátt í spurningakeppni á heimaslóðum, þ.e. í Rangárþingi. Héraðssambandið Skarphéðinn, sem er samband ungmennafélaga á Suð- urlandi, efndi til spurningakeppni. Var ég þar fjórum sinnum, tvö ár í röð. Vann í fyrri skiptin en tapaði í seinni skiptin. Þarna var fullt hús, en keppnin fór fram á Hellu og Hvols- veíli. Skemmtiatriði voru milli þátta. Sá sem las upp spurningarnar var Eggert Haukdal á Bergþórshvoli. Formaður Skarphéðins á þessum ár- um, Jóhannes Sigmundsson í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi, samdi spurningarnar. Lét hann af því í viðtali við mig í kaffiboði að keppni lokinni, að vandaverk mikið væri að semja allar þessar spurningar. Skal því ekki neitað. Það er meiri vandi en margur hyggur að setja saman spurn- ingar, sem reyni á sem flesta þætti þekkingar. Aðalhættan er að spurn- ingarnar verði um of einhæfar og dragi dám af þekkingarsviði þess, er þær semur. Þetta tókst Jóhannesi mæta vel. Hann er kennari á Flúðum í Hrunamannahreppi. Lauk stúdents- prófi frá Laugarvatni. Búskap hefur hann stundað jafnframt á Syðra- Langholti. Veistu svarið? Eftir að ég fluttist úr Þykkvabæ í borgina við Sundin tók ég fljótlega þátt íspurningakeppni íútvarpinu hjá Jónasi Jónassyni. Þar hitti ég á ný minn ágæta Olaf Hansson. Þar var hann dómari, ómissandi um langa hríð íþessum þáttum. Tímavörður var Sigrún Sigurðardóttir, kona Jónasar. I fyrsta þættinum mætti ég sr. Gunnari Benediktssyni rithöfundi, sem þá átti heima í Hveragerði. Mjög var hann brattur enn, þá kominn um áttrætt. Og þannig var hann allt til þess að dauðinn sótti hann, 88 ára gamlan. Viðureign okkar lauk þannig, að ég fór með sigur af hólmi. Spurn- ingamar voru stighæfðar, vægi þeirra var misjafnt, eða frá einum til fimm. Vann ég þama á stigum. Að keppni lokinni vorum við jafnir, en aukaspurningin, sem vó fimm stig, færði mér sigurinn. Spurt var um það, hvaða skáld hefði snemma á þessari öld svarað ákveðinni spurningu virts tímarits með ljóði og hvað ljóðið hefði heitið. Þetta sá ég fljótlega í huga mér. Hafði legið í Eimreiðinni frá því að hún fór að koma út. Það var skáldið á Sandi, Guðmundur Friðjónsson, sem svaraði þessu með ljóði er ber yfir- skriftina: „Hvað vantar íslensku þjóð- ina mest?“ Ljóð þetta er ort undir fornum hætti, eins og Guðmundi var raunar mjög tamt. Næst mætti ég i þætti Jónasar virt- um skólamanni af Austfjörðum, Kristjáni Ingólfssyni, kennara á Hall- ormsstað. Hann var áður um langt árabil skólastjóri á Eskifirði. Loks varð Kristján fræðslustjóri á Austur- landi, en lifði stutt í því embætti. Hann andaðist ungur og var að hon- um mikill mannsskaði. Keppnin okk- ar á milli endaði á þann veg, að ég vann. í hléi bað Jónas mig að setja saman vísu um viðureign okkar. En tíminn var stuttur, og ber visan því að vonum vitni, en hún er á þessa leið: Notast má við nauman tíma niðri í útvarpi. Mun hér verða mögnuð glíma móti Kristjáni. Ekki vissi ég, að Kristján væri neitt hagmæltur, en Jónas bað hann yrkja vísu um viðureignina við mig. Við vorum áður vel kunnugir af kennara- mótum og fundum. Vísa Kristjáns var þannig: Hvort égyrki eða hvað er það lítil saga, móts við það að eiga að eyða speki í Braga. Eftir þetta var ég ekki í minnsta vafa um það, að Kristján væri maður hagmæltur og það í betra lagi. En nú skyldi ég mæta í þriðja sinn. Ég vissi nokkurn veginn, hvað klukk- an sló, eftir að ég hafði fengið að vita, hver keppti þá á móti mér. Það var enginn annar en Ólafur Þ. Kristjáns- son. skólastjóri í Hafnarfirði, sjófróð- ur náungi og skarpgreindur. Valið var um einhvern mann, skáld eða annan merkan mann fortíðar, og skyldi svara út úr því efni. Ég valdi á móti Ólafi Bjarna á Laugarvatni Bjarnason, sem þá var nýlátinn. Ekki var þetta beint klóklegt val, því að vita mátti ég, að Ólafur þekkti mikið til Bjarna, þar eð hann bjó um árabil í Hafnarfirði og rak búskap í Straumi fyrir sunnan Hafn- arfjörð. Leikar fóru líka þannig í þessari spurningahríð úr æviatriðum Bjarna, að við skildum jafnir. Vissum allt sem um hann var spurt. En ekki vorum við lengi jafnir, því að nú valdi Ólafur erfiðan mann á mig, sjálfan Þórð kakala, sem hann sagði að verið hefði frændi sinn. Ég vissi sáralítið um þennan fræga Sturl- unga, son Sighvats á Grund, en hann því meira, jafnvel allt sem um hann var spurt. Olafur bar því sigur úr být- um og það glæsilega. Þar með var ég úr leik að þessu sinni. Ég hafði haft gaman af þessu og skammaðist mín hreint ekki að tapa fyrir öðrum eins kappa og Ólafi Þ. Kristjánssyni. Hann féll síðar fyrir syni sínum, Kristjáni Bersa. Varð ég Heimaerbezt 327

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.