Heima er bezt - 01.10.1983, Page 24
,,Hvað vitið þið um Þórð kakala og
Bjarna á Laugarvatni?“
þá nokkuð undrandi. Ekki vegna þess,
að hann félli í sjálfu sér, heldur vegna
þess, að mér fannst hann flaska á svo
léttri spurningu, er vék að skyldleika
kóngafólks á Norðurlöndum.
Jónas bað mig sem fyrr að koma
með vísu í tilefni úrslitanna, sem ég
mun nú raunar hafa ort í hléinu, en
hún er þannig:
Háð var keppni heiftarlig,
héðan er ég farinn.
Síðast hlaut að sigra mig
sjálfur stórtemplarinn.
Ólafur var stórtemplar, þegar þetta
var. Ég bar mig sem sagt nokkuð
mannalega, eftir allt saman. Ég hafði
gaman af þessu.
Vitið
þér
enn?
Ég hef einu sinni keppt í sjónvarpinu.
Það var í apríl 1972. Þá var þar
spurningaþáttur er bar heitið: Vitið
þér enn? Stjórnandi þessa þáttar var
Barði Friðriksson hæstaréttarlög-
maður. Dómari í þáttunum var hið
góðkunna vísnaskáld og snillingur
Guðmundur Sigurðsson, sem fyrr er
getið. Tímavörður var Halla Guð-
mundsdóttir leikkona frá Ásum í
Gnúpverjahreppi. Keppandinn á
móti mér var bóndi austan af Héraði,
Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði.
Höfðum við aldrei sést fyrr en við
kaffiborð í sjónvarpinu, ásamt þeim
sem fyrr eru tilgreindir og tengdust
þættinum, og Pétri Guðfinnssyni
framkvæmdastjóra sjónvarpsins.
Að kaffidryickju lokinni var ekki
annað að gera en að skella sér í þátt-
inn. Þegar hér var komið sögu, hafði
Eiríkur unnið nokkra, þar á meðal sr.
Ágúst Sigurðsson, er þá var prestur
austur á Héraði og sat í Vallanesi.
Áður hafði prestur staðið sig afburða
vel og unnið nokkra gilda garpa.
Hann hafði verið beðinn að benda á
einhvern til að keppa við sig og kom
þá auga á Eirík á Dagverðargerði. Það
varð honum dýrkeypt. Ekki átti það
að vera ofverkið hans að ráða við mig,
fyrst hann hafði beygt í duftið þjóð-
kunnan fræðimann.
Barði bar spurningarnar fram
sjálfur. Las hann þær upp af seðlum,
sem virtust lítið stærri um sig en
venjuleg spil. Hann beindi spurningu
hverri til annars hvors okkar. Ef
annar gat ekki svarað, var hinum
leyfilegt að svara. Slíkt kom nokkrum
sinnum fyrir. Sem dæmi upp á það,
var er spyrjandi beindi eftirfarandi
spurningu til Eiríks: „Hvaða ár dó
Stalín?“ Ekki gat Eiríkur svarað því.
Þá var ég spurður þess sama. Svar mitt
var, að hann hefði sálast árið 1953.
Rétt var það. En í framhaldi af því
spurði dómari þáttarins, Guðmundur
Sigurðsson, mig, hvort ég myndi
hvaða dag hann hefði dáið. Var þetta
aðeins til gamans gert, því að árið var
nóg svar. Þetta mundi ég. Hann dó 5.
mars þetta ár, karlinn. Hafði skrifað
lát Stalíns í dagbók mína á sínum
tíma, og studdi það minni mitt. Man
einnig hvar ég var, er ég frétti lát þessa
merka manns, en það er önnur saga.
Talsvert var spurt um söguleg
atriði. Þar var t.d. að því spurt, hverjar
Friðrik mikli Prússakonungur hefði
átt við, er hann sagði, að nú steðjuðu
að sér „pilsin þrenn“. Hver voru þá
þessi pils, hverjar voru þessar konur?
Eiríkur gat svarað því til fulls, en mig
vantaði í svipinn eitt atriði. Rétt mun,
að þarna hafi verið að verki Katrín
mikla Rússadrottning, frú Pompa-
dour í Frakklandi og frú Theresia í
Austurríki.
Spurt var að því, hver sagt hefði að
freistingarnar væru til þess að falla
fyrir þeim. Einhvers staðar hafði ég
séð þetta haft eftir Tómasi Guð-
mundssyni skáldi. Það var þá ekki
talið rétt. Heldur mun Tómas hafa
haft þetta eftir Oscari Wilde, hinum
enska.
Teiknari var fenginn til að draga
upp myndir á tjald. Áttum við að sjá
sem fyrst, hvað maðurinn ætlaði sér
að teikna, hvað úr því yrði er hann var
að draga upp. Þama reið á að vera
skjótur. Sú meinloka hafði sest að í
mér, að ekki mætti svara fyrr en
ákveðinn tími væri liðinn eins og með
spumingarnar, minnir 20 sekúndur.
En þá var mótherji minn búinn að
segja, hvað maðurinn væri að fara.
Þetta átti að vera maður að fá fisk á
öngul sinn, hann var að fá ’ann.
Þegar upp var staðið hafði Eiríkur
svarað einni spurningu umfram mig.
Einhverjir áfelldust mig fyrir að tapa
þama. Rök mín voru ósköp einföld.
Eiríkur hafði stundað nám á Eiðum í
tvo vetur, en ég hafði stundað nám í
sex vetur eftir skyldunám. Á meðan
ég las námsbækur, sem mig varðaði
sumar hreint ekkert um að eigin áliti,
las Eiríkur á sama tíma það sem hann
langaði til, væntanlega fræðibækur.
Þetta er í eina skiptið sem ég hef
komið fram í sjónvarpi okkar íslend-
inga.
Veistu
svarið?
Nú skyldi ætla, að ég hefði ekki farið á
stúfana frekar, hvað spurningaþætti
varðar, því að ekki gekk mér svo vel
upp á síðkastið. En samt sem áður
kom ég fram í spurningakeppni hjá
Jónasi Jónassyni veturinn 1977-’78.
Þar mætti ég kunningja mínum,
Halldóri Ólafssyni, bankaútibússtjóra
í Garðabæ, hjá Búnaðarbankanum.
Ég féll í þessari keppni. Halldór lét í
,,Hverjar étti Friðrik Prússakonungur við
þegar hann sagði að nú steðjuðu að sér
pilsin þrenn ?‘ ‘
,,Hvaða ár dó Stalín, —og hvaða dag?“
328 Heima er bezt