Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 16
Vogun
vinnur,
vogun
tapar
Fyrsta spurningakeppni, sem ég tók
þátt í var í útvarpinu, árið 1964. Þá
stóð Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur
fyrir þáttum, þar sem menn áttu að
svara spumingum úr áhugamálum
sínum. Þannig höfðu áhugamenn um
fugla, ættfræði, bragfræði, bílanúmer
o.fl. komið fram. Þegar ég hlýddi á
þessa þætti, dáðist ég oft að þekkingu
manna í einstökum greinum. En skil-
yrðið, að þeir fengju að keppa á þess-
um vettvangi var, að þeir væru leik-
menn, ekki sérfræðingar. Ámi Waag
kom upp í fuglum islenskum og stóð
sig með prýði. Ég nefni hann hér sem
dæmi um mann, er öðlast hefur mikla
færni í fræðigrein af eigin rammleik,
fræðigrein, sem er talin einungis á
færi háskólagenginna manna. Það er
sem sagt ekki útilokað að leikmenn
geti með mikilli ástundun og sjálfs-
námi staðið hálærðum mönnum á
sporði.
Þegar ég hlýddi á þessa ágætu
þætti, vaknaði hjá mér löngun til að
taka þátt íeinhverju, sem teljast mætti
áhugamál mitt. Ég leitaði í huganum
að einhverju, sem ég þyrði að leggja út
í, án þess að verða mér a.m.k. til
mikillar skammar. Eftir miklar
vangaveltur komst ég að því, að þetta
yrði svokölluð mannfræði. Allt frá
æskudögum hafði ég lesið allt sem ég
komst yfir um æviatriði þekktra
manna og kvenna. Þegar blöðin komu
á heimili foreldra minna og getið var
manna og æviatriði þeirra birt, drakk
ég þau í mig. Þegar kosningar voru í
nánd, birtu blöðin myndir af öllum
frambjóðendum og gat æviatriða
þeirra. Þetta lærði ég nokkum veginn.
Ég lærði hvar og hvenær þeir væru
fæddir (þetta voru nær undantekn-
ingarlaust karlar), hvaða nám þeir
hefðu stundað, hvar og hvenær. Þá
vom störfin tíunduð vandlega. Ég
skrifaði í bók fæðingardaga fram-
bjóðendanna meira að segja.
Fyrsta bókin um mannfræði eða
ævirmannaalmenntkomútárið 1944
og nefndist „Hver er maðurinn?“ Var
hún í tveimur bindum, allvænum.
Höfundurinn var Brynleifur Tobías-
son menntaskólakennari á Akureyri.
Útgefandinn var Fagurskinna eða
Guðmundur Gamalíelsson. Þessa bók
eignaðist ég fljótlega eftir að hún kom
út, þá nemandi í Kennaraskólanum.
Oft greip ég til hennar. Jafnan þegar
einhvers þekkts manns eða konu var
getið á opinberum vettvangi, fletti ég
upp í riti þessu. Þegar dauðsföll bar
að, skrifaði ég þau inn í ritið. Þannig
Frá því að ég man eftir mér
hefi ég verið fróðleiksfús.
Og tll að svala fróðleiks-
löngun minni hef ég reynt
að afla mér fræðibóka,
bæði til eignar og til láns.
Þá hafa útvarpið og blöðin
orðið mér mikil fróðleiks-
náma. Eftir að sjónvarpið
kom til sögu fyrir tæpum 17
árum, hef ég fræðst mikið
af því. Þá má ekki gleyma
kynnum við marga. Við-
ræður við fróða menn eru
lærdómsríkar og skemmti-
legar í senn. Nú, ritstörf
veita manni talsverða vitn-
eskju, ekki síst dagbókar-
skrif, séu þau stunduð um
lengri tíma og margs getið.
Hið síðast talda mun vera
einna drýgst á metum hvað
þekkingaröflun snertir.
Ég hef nú skrifað dagbók
frá fermingaraldri og getið
þar afar margs, sem frétt-
næmt getur talist. Þar er
getið afmæla manna,
dauðsfalla, stjórnmálavið-
burða, veðurfars hér á
landi og jafnvel erlendis.
Þar er mikil mannfræði
saman komin, því að jafnan
er getið helstu æviatriða
merkra og þekktra manna,
er látast. Geta mætti
margra fleiri þátta, er tengj-
ast daglegum skrifum mín-
um. Utanlandsferðir nokkr-
ar hafa orðið mér mikil
uppspretta þekkingar og
aukið víðsýni. Þar víkkar
sjónhringur einstaklingsins
hvað mest. Hann fær nýtt
mat á landi sínu og þjóð.
Og fyrir mitt leyti hefur það
verið jákvætt.
Á seinni árum hefur verið
efnt til spurningaþátta í út-
varpi og sjónvarpi. Þá hefur
einnig verið víða um land
efnt til slíkrar keppni, helst
á vegum stórra samtaka og
félaga, eins og ungmenna-
og íþróttafélaga. Má vera
fleiri félagssamtök hafi gert
þetta. Allt er þetta gert til
gamans, en einnig til nokk-
urs fróðleiks almenningi.
Því verður ekki neitað, að
mikill fróðleikur er þarna á
borð borinn, erfiðar spurn-
ingar oft og tíðum lagðar
fram sem talsverða þekk-
ingu þarf til að leysa, einn-
ig skarpieika, þegar um
stuttan tíma er að ræða til
svara.
i eftirfarandi máli er ætl-
un mín að draga fram í
dagsljósið þær spurninga-
keppnir, sem ég hef tekið
þátt í. Það er gert til gam-
ans, því að ekki er hér um
merkilegt efni að ræða. Ég
hef heldur ekki í huga að
gera mig gildan af þessari
frásögn, því að ég hef tap-
að keppni nokkurn veginn
jafn oft og ég hef unnið. Að
vinna í spurningakeppni og
að tapa er oft tilviljunum
háð. En að taka þátt í slíkri
keppni útheimtir nokkurt
sjálfstraust hjá viðkom-
andi, hann má ekki vera
feiminn eða óttast það að
geta tapað. Hann þarf að
vera vel í meðallagi fróður
og lesinn. Um gáfur ræði
ég ekki í þessu sambandi.
Þó skal það tekið fram, að
ég tel útilokað að heimskur
maður eigi erindi í spurn-
ingakeppni.
324 Heima er bezt