Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 38
Umsagnir um bækur
Fram á síðari ár hefir verulegur þáttur
íslandssögunnar verið persónusaga og
stjórnarfars og oft verið miklu rúmi varið
til að rekja málaferli og deilur, sem marg-
ar hverjar skiptu þjóðina litlu máli. Hins-
vegar hefir hin innri saga verið sniðgeng-
in, atvinnuhættir og mannlíf. 1 hinni nýju
bók má segja að endaskipti séu höfð á
hlutunum. Persónusagan fær lítinn hluta,
en frásögnin um líf þjóðarinnar því meira.
Til að vega ögn móti þessu hefir höf. tekið
stutt æviágrip þeirra sem mest koma við
sögu, en þau hefðu mátt vera fleiri, en
alltaf verður vitanlega álitamál, hverja
skal taka og hverjum sleppa.
Það kom í minn hlut um allmörg ár að
kenna Islandssögu í einni eða tveimur
bekkjardeildum Menntaskólans á Akur-
eyri. Ekki var það þó vegna sérþekkingar
minnar á sögu landsins, heldur fremur af
því, að frá æsku hafði mér þótt íslands-
saga skemmtilegasta námsgreinin, og
ekkert hefir mér þótt skemmtilegra að
kenna. En oft fann ég sárlega til þess hví-
líkur skortur var á kennslubók í stíl við
þessa, sem hér er rætt um. Því fagna ég
útkomu hennar og hygg, að svo munu þeir
allir gera, sem Islandssögu kenna. Ekki
neita ég því þó, að mér þykir höfundur
ganga óþarflega langt í að nema burt per-
sónusöguna. En þar er meðalhófið vand-
ratað. En mér finnst sagan verða lífrænni
og áhugaverðari, ef leikpersónur hennar
eru dregnar fram í sviðsljósið, enda þott
þær megi ekki verða þar of fyrirferðar-
miklar. Einnig finnst mér vanta að skýrt
hefði verið lítilsháttar meira frá deilum
18. aldar til að sýna aldarandann og
áhugamál ráðamanna þjóðfélagsins. En
um slikt má alltaf deila. Einum sýnist
þetta en öðrum hitt.
Frásögn bókarinnar er skýr og
skemmtileg, og fengur er að glefsum þeim
úr frumheimildum, sem þar eru teknar
með. Enda þótt víða sé farið hratt yfir
sögu, og kennurum ætlaður verulegur
hlutur til uppfyllingar og skýringar, er
bókin engu að síður góð alþýðubók, sem
hver og einn getur lesið sér til fróðleiks og
sálubótar. Ég held ég geti ekki lýst bókinni
betur frá mínum sjónarhóli, en að mig
langaði til að fara að kenna Islandssögu á
ný með hana í höndunum. Meira hrós get
ég ekki um hana sagt, þótt ég kysi sumt
með öðrum hætti. Það eru smámunir.
Skemmtilegri en
aðrar Nóbels-
verðlaunasögur
Mikhail Sjolokov:
LYGN STREYMIR DON.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Hér birtist í annari útgáfu hin fræga saga
Sjolokovs, sem hann seinna hlaut
Nóbelsverðlaun fyrir. Ólík mörgum öðr-
um Nóbelsverðlaunasögum í því, að hún
er skemmtileg, en það eru þær sjaldnast í
seinni tíð. Sagan gerist á dögum heims-
styrjaldarinnar fyrri og rússnesku bylting-
arinnar og gerist fyrsti hluti hennar í
kósakkaþorpi við Don. Lesandinn kynnist
þar lífi og hugsunarhætti kósakkanna,
áköfum tilfinningum, jafnt í ást og hatri,
sterkum ættarböndum og harðri lífsbar-
Að gefast upp ...
Framhald af bls. 310
naglann á höfuðið í ummælum sín-
um, þar sem hann segist ætla, að
hversu erfitt sé að hamla gegn þágu-
fallssýkinni, sé vegna linku í skóla-
kerfinu, áróðri gegn málfræðikennslu
og alrangri bókmenntakennslu. Þetta
er harður dómur, en því miður mun
hann vera réttur. Ég fæ ekki betur séð,
en sífellt sé verið að predika í öllum
skólaumræðum, að ekki megi íþyngja
nemendum um of, allt námið verði að
líkjast sem mest leik. Það verður ald-
rei léttur leikur að læra íslenska mál-
fræði, ef að gagni skal koma. En ef vér
eigum að leggja málfræðikennsluna
fyrir róða af þeim sökum einum,
hversu fer þá um tungu vora og þjóð-
armenningu? Þarna sé ég stærstu
hættuna við þágufallssýkina. Hún eigi
eftir að grafa um sig í öðrum mynd-
um, og linkan í kerfinu að ryðja henni
braut.
Margs ber að gæta í meðferð
menningararfs vors, en dýrasti þáttur
hans er tungan. Oss ber því að standa
vörð um hana bæði gegn þágufalls-
áttu frumstæðs fólks. Persónurnar verða
lesandanum hugstæðar, og hann hefir
áhuga á þeim og jafnvel samúð þrátt fyrir
allt, því að raunar eru margar þeirra harla
ólíkar þeim manngerðum, sem vér þekkj-
um af eigin raun. Aðalpersónan Gregor er
fastmótaður og er hann ef til vill dæmi-
gerðastur allra kósakkanna ofsafenginn
en þó ástríkur. En svo skellur stríðið á, og
allir ungir menn í þorpinu eru kvaddir í
herinn. Friður þorpsins er rofinn, og vér
fylgjum ungu mönnunum á vígvöllinn,
með öllum þeim skelfingum, sem þar
dynja yfir. Þessu fyrra bindi sögunnar
lýkur með því, að ósigurinn er fyrirsjáan-
legur, og byltingin nálgast, enda þegar
tekið að sá fræjum hennar í huga her-
mannanna, og fá þau góðan jarðveg hjá
sumum þeirra. En ennþá er allt kyrrt á
yfirborðinu, og lesandinn bíður spenntur
eftir seinni hlutanum. „ „ ,
St. Std.
sýki og stofnanamáls-pest og öðrum
þeim yrmlingum, er naga rætur
hennar. Á þeim vettvangi má aldrei
láta undan síga og því síður gefast
upp, ef vér ætlum að halda áfram að
heita menningarþjóð.
St. Std.
Lausnir
á getraunum á bls. 298 í síðasta blaði:
Staðurinn er Flatey á Breiðafirði.
Völundarhúsið:
342 Heima er bezl