Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 18
„Hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins
á þingi 1964 urðu stúdentar sama ár og
Björn Friðgeir Björnsson, sýslumaður
Rangæinga?“
Ég man nú ekki margar af þessum
spurningum lengur, en eittsinn spurði
Sveinn mig, hver af þingmönnum
Framsóknarflokksins þá hefði orðið
stúdent sama ár og Bjarni Benedikts-
son. Nú varð Bjarni stúdent árið 1926,
18 ára að aldri. En hver gat það verið
af þingmönnum Framsóknarflokks-
ins, sem hefði orðið stúdent það ár?
Fljótlega komst ég að raun um það, að
aðeins gat verið um einn að ræða:
Gísla Guðmundsson, þingmann
Norðurlands eystra. Hann varð að
vísu stúdent nokkrum árum eldri en
Bjarni Ben, fæddur 1903.
Þá kom ég heldur betur upp í ævi-
atriðum Helga Bergs, sem þá var
þingmaður Framsóknarflokksins í
Suðurlandskjördæmi. Þar var ég
spurður um það, hvaða ár Helgi væri
fæddur, hvenær hann hefði orðið
stúdent, hvenær kandídat og frá
hvaða menntastofnun. Ég vissi það.
Hann varð verkfræðingur frá Dan-
marks Tekniske Hojskole í Kaup-
mannahöfn 1943. Að lokum var ég að
því spurður, í hvaða sérgrein innan
verkfræðinnar Helgi hefði tekið próf
og lokið því. Það reyndist mér ekki
erfitt, það var í efnaverkfræði.
Að lokum hafði ég svarað öllum
þeim spurningum, sem fyrir mig
höfðu verið lagðar. Og launin? Fyrir
þetta fékk ég greitt 3000 krónur, sem
mér fannst bara sæmilegt. Þá greiddi
útvarpið ferð fram og aftur, en ég fékk
mann með mig að austan. Ég var
ánægður, eins og nærri má geta. Ég
hafði fengið sönnun þess, að ég hefði
eitthvað lært í mannfræði á liðnum
árum.
Af Ólafi vini mínum Guðmunds-
syni er það að segja, að hann sýndi
frábæra þekkingu í íslenskri mynt. En
spyrjandinn þvældi hann svo, að hann
féll. Hann spurði Ólaf um fjölda
laufa, sem voru á krónupeningnum á
þeim tíma, og lágu í bogum tveim. Ég
fann mjög til með Ólafi, að svona
skyldi til takast. En það fór ekki á milli
mála, að hann hafði yfir að ráða
geysivíðtækri þekkingu á íslenskri
mynt, enda myntsafnari. En oft veltir
lítil þúfa þungu hlassi. Þetta var mjög
ánægjuleg stund fyrir áheyrendur og
um leið áhorfendur í salnum á Skúla-
götu 4, en ekki eins léttbær okkur sem
í eldlínunni stóðum. Það er mikið álag
að standa í þessu, en um leið spenn-
andi.
Sýslurnar
svara
Næsta skipti, sem ég tók þátt í spum-
ingakeppni, var er útvarpið efndi til
keppni milli sýslnanna í landinu.
Nefndist þátturinn Sýslumar svara.
Þetta var útsláttarkeppni. Eftir fyrstu
umferðina var helmingur sýslnanna
fallinn út. Sýslumennirnir á hverjum
stað völdu menn í keppnina. Björn
sýslumaður á Hvolsvelli valdi þá
þessa menn: Jón R. Hjálmarsson
skólastjóra í Skógum, Ólaf Björnsson
héraðslækni á Hellu og undirritaðan.
Vitneskjan um það, að ég ætti að
taka þarna þátt, barst mér skömmu
fyrir jól. Við sem keppa áttum, hitt-
umst á Hellu hjá Ólafi lækni skömmu
fyrir keppnina. Auk okkar voru þar
sýslumaður og Pálmi Eyjólfsson full-
trúi hans og hægri hönd um langa
hríð. Við skiptum með okkur verkum,
ef svo má segja. Skyldi ég taka að mér
mannfræði, Ölafur á Hellu ættfræði
og Jón R. sagnfræði. Þetta var mjög
ánægjulegur fundur og ég held gagn-
legur. Tveir af þátttakendunum voru
háskólagengnir og þekktir að fræði-
mennsku. Ég var svo „altmuligmand“
ef svo má segja.
Til keppninnar var boðað á Hvols-
velli skömmu eftir áramótin. Sá. sem
stjórnaði keppni þessari var hinn
þjóðkunni blaðamaður og forstjóri
Guðni Þórðarson. Dómari var Birgir
ísleifur Gunnarsson lögfræðingur og
borgarfulltrúi. Við kepptum á móti
Skaftfellingum, bæði úr austur- og
vestursýslunni. Fyrir þá kepptu eftir-
taldir: Sr. Skarphéðinn Pétursson í
Bjamanesi í Homafirði, Jón Helgason
bóndi í Seglbúðum, og Anna Margrét
Jafetsdóttir, frú frá Vík í Mýrdal, gift
Hálfdáni Guðmundssyni verslunar-
stjóra, nú skattstjóra í Suðurlands-
kjördæmi. Anna er skólastjóri grunn-
skólans á Hellu nú.
Keppninni var þannig fyrirkomið,
að lagðar voru fyrir keppendur hvors
hóps (hinn var læstur inni á meðan) 5
spurningar í þremur lotum. Hver
spurning vó 10 stig. Var möguleiki á,
að fá brot þeirra stiga. Alls var því
hægt að fá 150 stig, sem sagt fræði-
legur möguleiki. Okkur gekk betur en
Skaftfellingum framan af, en í lokin
sóttu þeir sig og úrslit urðu þau, að
þeir unnu með 3,3 stigum. Höfðu sem
sagt ló (einn þriðja) úr spurningu fram
yfir okkur.
Meðan Skaftfellingar svöruðu,
vorum við Rangæingar geymdir inni í
bifreið sýslumannsins í Vík. Sat ég á
milli tveggja sýslumanna: Bjöms
Friðgeirs og Einars Oddssonar í Vík.
Fór vel á með okkur. Var margt
skrafað meðan verið var að rekja
garnirnar úr hinum. Þessu var síðan
útvarpað í lok janúar. Þó að við hefð-
um tapað, var það ekki með skömm,
þegar svona litlu munaði, en alls
fengum við eitthvað á annað hundrað
stig hvor flokkur.
Skemmtiatriði voru á sviði í hléi.
Söng þar kór, sem Eysteinn Einarsson
vegaverkstjóri stjórnaði, en Anna
Magnúsdóttir frá Hvammi lék á slag-
hörpu undir. Af þeim, sem kepptu
þarna, eru nú tveir horfnir af sjónar-
sviðinu: Þeir Ólafur Björnsson læknir,
er lést í ársbyrjun 1968, aðeins 52 ára,
og sr. Skarphéðinn í Bjarnanesi, er
fórst í bílslysi sumarið 1974, aðeins 55
ára að aldri.
Eftir að úrslit lágu fyrir í keppni
þessari, óskaði ég sigurvegurunum til
hamingju og tók í hönd þeirra. Þrátt
, ,Hver er fjöldi laufanna sem liggja f
tveim bogum á krónupeningunum
gömlu?‘‘
326 Heima er bezl