Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 7

Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 7
leiðinlegt, hefði ég nú varla dregið það í hálfa öld að hætta. Ég hef gaman af að hlusta bæði á kórsöng og einsöng, en ekki síður hljómsveitarverk, ef það eru góð stykki. Ég á plötuspilara, og töluvert safn af plötum núorðið. En ég kann ekki að meta ýmis öskur og læti sem kölluð eru tónlist og oft heyrast í útvarpi. Mér finnst slíkt oft þvert á allt, sem ég tengi tónlist. Ég er almennt ekki spennt fyrir elektrón- ískri tónlist. Hins vegar legg ég mig eftir því að hlusta á gott tónlistarefni í útvarpi. Gömlu meistararnir eru mínir menn. Ég gríp frekar sjálf í hljóðfærið, til að halda mér í þjálfun, fremur en að hlusta á útvarpsefni almennt. Ég spila daglega þegar ég get komið því við. Sjónvarpið kýs ég að horfa lítið á, snara mér heldur inn í mína skonsu og sinni mínum hugðarefnum, orgelið mitt er þar. Bróðir minn og mágkona bjuggu hér í Lóni, og ég var hjá þeim til heimilis. Þegar mágkona mín dó, tók ég hins vegar til við að sjá um mat og heimilishald. Þetta hef ég nú gert síðan. Ég hef samt vikið frá til að stjórna söngæfingum og sinna kennslu, þar sem ég hef átt kost á. Þrjá vetur fór ég til dæmis tvær ferðir í viku austur í Lund í Öxarfirði, til að kenna á píanó þeim unglingum sem þar voru í skóla og áhuga höfðu á. í Skúlagarði hér í sveitinni hef ég líka kennt, vikulega sum árin. Eg hef reynt að fylgjast með, sérstaklega nú seinustu árin og farið á Skálholtsnámskeiðin. Ég er mjög ánægð með þá starfsemi. Mér finnst það mikils virði að geta fullvissað sig um, að maður sé ekki að gera einhverja skollans vitleysu í tónlistarþjálfuninni. Á fyrstu árunum eftir að ég kom heim til dvalar var einangrunin verst í þessum efnum. Maður gat ekki borið sig saman við nokkurn um meðferð á hinu og þessu, sem maður var að bögglast við að æfa. Það hefur verið ævintýri líkast þarna í Skálholti á sumrin. Næstum því annað líf í þessu lífi. Fyrsta skiptið sem ég kom þarna á sumarnám- skeið sagði ég við hann Hauk Guðlaugsson, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, að það væri eiginlega bara tvennt sem mér þætti ekki nógu gott. í fyrsta lagi að ég væri að verða svo hundgömul, og svo hitt, að þessir dagar liðu alltof fljótt. Ég fór í Skálholt sumurin 1976, 1977 og 1978, en 1979 var efnt til utanfarar með organista og var ég í þeim hópi. 1980, ’81, ’82 og ’83 hef ég svo verið með í Skálholti. Þessi ferð 1979 var fyrsta og eina ferð mín til útlanda hingað til. Við fórum til Austur-Þýskalands og Austurríkis og vorum sína vikuna í hvoru landi. Mér líkaði förin vel, góðir menn við stjórnina, Haukur Guðlaugsson var fararstjórinn og Jónas Ingimundarson honum til aðstoðar. Smári Ólafsson kom svo líka til liðs í útlandinu. r- Eg tók líka við organistastarfinu í Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði 10 árum eftir að ég byrjaði við Garðskirkju. Oft hef ég líka verið fengin í forföllum í hin og önnur pláss, t.d. á Þórshöfn og Raufarhöfn margsinnis. Stærsta orgel sem ég hef spilað á er í Skálholti, en á þessum námskeiðum fáum við að sjá ýmis orgel. Nokkra dagana erum við t.d. í Reykjavík og lítum á hljóðfæri þar. Það er ekki gott að gera upp á milli hljóðfæra eftir svo skömm kynni, og mitt hljóðfæri tel ég nú aðallega vera harmóníum. Mér þykir afarvænt um hljóðfærið mitt, og var í rauninni alveg stálheppin þegar ég fékk það. Lítið var hægt að breyta hljóðinu í gamla orgelinu okkar hérna, en mig dreymdi alltaf um að geta það, svo ég bað nú Árna bróður minn að hafa augun hjá sér. En þetta var á þeim árum sem höftin voru sem mest og fengust varla flutt inn hljóðfæri. Ættmæður Bjargar í beinan kvenlegg. Frá vinstri: Ólöf Sveinsdóttir frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, Sigurveig Guðmunds- dóttir í Ærlækjarseli og BjarnínaÁsmundsdóttir húsfreyjaí Lóni, móðir Bjargar. Heimaerbezt 315

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.