Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 5
og seinna í Villingadal. Hann var alltaf ákaflega gefinn fyrir fjöllin. Steinunn, systir mín, fór að Vindheimum, til Sigmundar Andréssonar, sem þar bjó, mikill vinur föður míns. Snjó- laug fór að Bakkakoti, til afasystur okkar, Helgu Hjálm- arsdóttur, ömmu Jóns R. Hjálmarssonar, skólastjóra í Skógum. En ég fylgdi móður minni. Við fórum stað úr stað um framfjörðinn, vorum á Stapa, Grófargili, Brúnastöðum og Frostastöðum. Foreldrar mínir höfðu tekið í fóstur frændfólk föður míns, systkinin Guðrúnu og Þormóð Sveinsbörn. En þegar þau skildu, fór Gunna út að Frosta- stöðum og ólst þar upp. Ég var líka alltaf öðru hvoru á Frostastöðum. Mér þótti óskaplega vænt um Gunnu. Hún var svo góð. Þegar hún varð sjötug, kom ég saman kveðju til hennar. Og mér þótti vænt um, hvað mér fannst ég ná vel því, sem ég ætlaði mér: Þín minning er bundin bernskunnar mynd, barns, sem þiggur og nýtur. Ástúð þín var eins og uppsprettulind, sem aldrei bregst eða þrýtur. Guðrún giftist Gísla Magnússyni, einkabarni Magnúsar á Frostastöðum og Kristínar, konu hans. Guðrún og Gísli fluttust seinna að Eyhildarholti, þar sem þau bjuggu og eignuðust 11 börn, níu syni og tvær dætur. Pabbi gekk síðar að eiga Ingibjörgu Jónsdóttur. Þau eignuðust þrjá syni og eina dóttur. Bræður mínir eru Jón, bóndi í Villingadal, látinn fyrir þremur árum, Þorlákur, bóndi í Villingadal og Angantýr kennari. Systir mín er Sigrún, sem býr í Kárdalstungu í Vatnsdal. Manni dettur í hug útilegumannasögur, þegar maður fer fram í Villingadal. Beygt er upp frá Eyjafjarðaránni og farið upp eftir tómum grjót- og urðarhólum. Allt í einu opnast bil á milli hólanna og þá blasir við bær í grænu túni. Það er Villingadalur. Niður hjá bænum rennur Torfufells- áin í stórfenglegu gljúfri með blómstóði í hvömmum. Ég hefi stundum sagt að gamni, að ég væri kominn af Mera-Eiríki í föðurætt, en af Galdra-Geira í móðurætt. Langafi móður minnar var Þorgeir Hallsson á Heiði í Sléttuhlíð. Hann var dóttursonur Þorgeirs þess Jónssonar úr Fnjóskadal, sem kallaður var Galdra-Geiri. Galdra-' Geiri magnaði draug, einhvern allra merkasta uppvakning, sem sögur fara af, því að einn höfuðmálari okkar, Jón Stefánsson, málaði fræga mynd af honum: Þorgeirsbola. Og Þorgeirsboli var einmitt alveg sérstaklega tryggur við þennan lið ættarinnar, þarna á Heiði. Föðuramma mín var Þórey Bjarnadóttir, sonardóttir sr. Hannesar Bjarnasonar á Ríp (d. 1838). Bjarni, faðir sr. Hannesar, var sonur Eiríks Bjarnasonar, bónda í Djúpadal, sem kallaður var Mera-Eiríkur, af því hvað hann átti margt hrossa. Bróðir sr. Hannesar á Ríp var sr. Eiríkur Bjarnason á Staðarbakka (d. 1843). Þetta er Djúpadalsættin, sem er svipað metin í Skagafirði og Reykjahlíðarættin í Þingeyj- arsýslu. Hálfsystir föður míns, Elínborg Lárusdóttir, skáldkona, skrifaði heilmikinn sagnabálk um Djúpadalsættina, „Horfnar kynslóðir“ I-IV (1960-64). Ragna Sveinsdóttir, eiginkona Hjartar Hjálmarssonar. Bræðurnir, sr. Hannes og sr. Eiríkur, fengu seint emb- ætti. Sr. Eiríkur fyrir það, að hann lánaði Jörundi hunda- dagakonungi hesta og þá af honum þrestsembætti. Sr. Hannes þótti aftur á móti óvarkár í orðum og þess vegna hálfpartinn óhæfur til prestsþjónustu. Einu sinni hafði komið til tals, að hann yrði aðstoðarprestur hjá klerki ein- um, sem var maður stórvaxinn. Sr. Hannes var hins vegar lítill vexti. Nú kemur sr. Hannes til að prédika. Líkaði klerki vel það, sem aðstoðarpresturinn tilvonandi sagði úr stóln- um, en ekki eins vel það, sem hann sagði um stólinn: „Það veitti ekki af að hlaða undir mig þrjátíu hundsskrokkum og sjálfum djöflinum þar ofan á, til þess að ég standi upp úr þessu helvítis gímaldi!“ Eiríkur, afi þeirra, sneri einu sinni laglega á Skúla Magnússon, siðar landfógeta, þegar Skúli bjó á Ökrum. Skúli var þá nýbúinn að taka tvær hollenskar skútur og hafði fengið ýmislegt úr þeim. Nú kemur hann fram að Djúpadal til Eiríks. Skúla þótti fátæklegt í rúmunum í Djúpadal, því að fólkið svaf á hálmdýnum með gæruskinn yfir sér. Bauðst hann til þess að selja Eiríki sængurfatnað í rúmin. Fyrir hvern rúmfatnað vildi Skúli fá hryssu með folaldi. Þessu keyptu þeir. En það var tilskilið, að kæmu hryssurnar í land Djúpadals, áður en Skúli hefði markað sér þær og folöldin, skyldu þau aftur verða eign Eiríks. Á tilsettum tíma kemur Eirikur með hrossin og var þeim dembt í rétt á Ökrum. Skúli afhenti Eiríki sængurfatnaðinn Heimaerbezt 149

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.