Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 21
Gísli Jónsson
KOSNINGAR
í KREPPU^
Á kreppuárunum, 1930-1940, voru alþingiskosningar all-
tíðar á íslandi. Urðu miklar sveiflur á fylgi, og stríðsgæfan
hverful mönnum og flokkum. Þetta voru harðir og mis-
kunnarlitlir tímar.
I þessari grein fjalla ég ítarlega um kosningarnar 1933,
en hef að þeim talsverðan aðdraganda og síðar eftirmála.
*
Árið 1930 fór fram landskjör þriggja alþingismanna eftir
því lagi sem upp var tekið með stjórnarskránni 19. júní
1915. í þessu landskjöri vann Sjálfstæðisflokkurinn, sem
stofnaður var árið áður, mikinn sigur. Kjörsókn var mun
meiri en verið hafði í landskjöri áður, eða 70.5%, rúmum
20% meiri en mest hafði verið áður, mest á Seyðisfirði,
minnst í Árnessýslu. Á ísafirði greiddu atkvæði 98.1%
karla.
f landskjörinu nú komu aðeins fram þrír listar, en höfðu
flestir verið 6 árið 1916. Þetta voru flokkslistar, Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Hinn síðastnefndi var í stjórnarandstöðu. Framsóknar-
flokkurinn stjórnaði landinu með hlutleysi Alþýðuflokks-
ins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 48.3% atkvæða og tvo menn
kjörna, Pétur Magnússon lögfræðing og Guðrúnu Lárus-
dóttur húsfreyju i Reykjavík. Er hún þar með fyrsta konan
sem kosin er á alþingi af flokkslista. Framsóknarflokkurinn
fékk 31.4% og einn mann kjörinn, Jónas Jónsson frá Hriflu.
Alþýðuflokkurinn fékk 20.3% og engan mann kjörinn.
Vegna úreltrar kjördæmaskipunar var skipan alþingis að
öðru leyti fjarri því að vera í samræmi við þessi hlutföll.
Hinn 9. apríl 1931 tilkynntu þingmenn Alþýðuflokksins,
fimm að tölu, að hlutleysi flokksins gagnvart ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar væri lokið og flokkurinn nú í and-
stöðu við ríkisstjórnina. í framhaldi af því báru Sjálf-
stæðismenn fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina, og var
þá ljóst að sú tillaga hafði stuðning meiri hluta alþingis.
Tryggvi Þórhallsson greip nú til þess ráðs sem frægt er
orðið. Að fengnu leyfi konungs rauf hann alþingi fyrir-
varalaust í upphafi útvarpsumræðna um vantraustið, þegar
Jón Þorláksson, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð
álengdar og beið þess að fara upp að hljóðnemanum til
þess að flytja framsöguræðu sína. Þetta var hinn 14. apríl og
olli miklum og langvarandi geðshræringum. Einum þing-
manni stjórnarandstöðunnar hraut af vörum í hita leiksins:
„Eigum við ekki að henda helvítunum út um gluggann.“
Heima er bezt 165