Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 7
Emil Ragnar Hjartarson, kennari. Grétar Sncer Hjartarson, starfsmannastjóri. núna, hann Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Brag- fræðin lá alveg opin fyrir mér. Fjölbreytilegur starfsdagur — Skjóni Eftir kennaraprófið réði ég mig til kennslu í Reykhóla- sveitina. Þar er sérkennilega fallegt og mikil álfabyggð. Ég var þar í fimm ár. Ég hefi því ekki kennt nema á þessum tveimur stöðum: í Reykhólasveitinni og hérna á Flateyri. Það ýtti á eftir mér að sækja hingað, að mér þótti ég vera búinn að taka alltof mikið að mér þarna í Reykhólasveit- inni. Ég var í stjórnum búnaðarfélagsins og ungmennafé- lagsins og formaður nefndar, sem sá um byggingu læknis- bústaðarins á Reykhólum. Það voru snúningar í sambandi við þetta allt saman. Þá var læknir á Reykhólum Guð- mundur Guðmundsson. Ég kynntist líka foreldrum hans, þeim Guðmundi heitnum Jakobssyni og Þuríði Þórarins- dóttur, systur sr. Árna prófasts Þórarinssonar á Stóra- Hrauni. Við Þórarinn fiðluleikari Guðmundsson, bróðir Guðmundar læknis, kynntumst líka nokkuð. Þeir bræður voru báðir ákaflega skemmtilegir menn. Þórarinn sagði við ' mig: „Ég kemst alltaf í vont skap, þegar ég heyri Heifetz spila á hljómplötu. Það er ósköp að heyra, hvernig hann leikur sér að erfiðu stöðunum.“ Sjálfur hefi ég alltaf haft gaman af tónlist. Og ég söng í kirkjukór lungann úr ævi minni. Einkum þykir mér gaman að strengjahljóðfærunum. Ég hlusta oft á plötur, bæði ein- leikskonserta og kammermúsík, strengjakvartetta, píanó- tríó og þess háttar. Þú ert, sr. Gunnar, í góðum félagsskap í plötuskápnum mínum. Ég náði mér í plötuna með ein- leikssvítum nr. I og II fyrir selló eftir Bach í flutningi þín- um. Mér finnst svíta nr. II njóta sín betur, af því að hún er í moll. Moll-tóntegundirnar passa svo vel við sellóið. Ég sagði áðan, að ég hefði ekki verið fjárglöggur. En ég er fljótur að þekkja hesta. Árið 1923 eignaðist ég fyrsta hestinn. Hann hét Skjóni og var frá Vatnsleysu. Ég var þá í kaupavinnu hjá mági mín- um, Þórarni Árnasyni á Hólum i Hjaltadal. Hann hafði keypt þennan hest af Jósepi Björnssyni, kennara á Hólum. Hesturinn var ákaflega fallegur, en ljónstyggur. Einhvern tíma er ég sendur norður á Akureyri að sækja þangað hest, sem ætlaður var Steinunni, systur minni. Hann átti að koma þangað með póstinum. Til ferðarinnar fékk ég Skjóna og annan hest til. En ég varð að bíða tvo daga á Akureyri eftir því að hesturinn kæmi þangað. Skjóna geymdi ég á móunum, sem þá voru upp af Akureyri, Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.