Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Side 17

Heima er bezt - 01.05.1990, Side 17
borgina og „Löginn“, því að allhátt ber þar á. Skemmti- staðir eru þar margir og fjölsóttir. Þarna söfnuðust nú stúdentar saman til miðdegisverðar. Hafði svo verið til ætlast að borðað væri úti, en horfið var frá því ráði, enda þótt upp væri stytt regnið. Var borðað á tveim stöðum, því að ekkert eitt hús á Skansinum rúmaði allan þann mannfjölda, er þar var samankominn. Hétu staðir þessir Idunhallen og Högloftet. Þennan dag var röðin komin að íslendingum að halda þakkarræðu fyrir matinn, og gerði Þorkell Jóhannesson það í Idunhallen, en Einar B. Guðmundsson á Högloftet og var góður rómur gerr að máli þeirra. Að miðdegisverði loknum söng flokkur stúdenta nokkur lög og Jóhann Gunnar Andersson prófessor flutti ræðu skörulega. Minntist hann þar sérstaklega hverrar Norður- landaþjóðar. Þótti honum mikils um vert, hve forn og hreimmikil nöfn okkar íslendinga væru, kvað hann þau vera sem fagurt stuðlamál og væri engu líkara en þar væru kappar fornaldarinnar ljóslifandi komnir inn á meðal stúdentaskarans. Um Norðurlandabúa í heild fórust honum meðal annars svoorð: Ég vil sýna ykkur ofurlítið dæmi sem skýrir sérstæðu Norðurlanda í heiminum. — Hér í Svíþjóð er landshluti, er Smálönd nefnast. Það er land ófrjótt og fátækir eru þeir Smálendingarnir. En engu að síður er það staðreynt að ef eitthvert stórvirki skal unnið hér í Svíþjóð verðum við að kalla Smálendingana oss hinum til hjálpar. Norðurlandabúar eru Smálendingar mannkynsins, hvergi annars staðar, svo nærri heimskautakuldanum og myrkrinu, hefir menningin blómgast svo, og engar þjóðir hafa freistað svo mikilla stórvirkja af svo litlum efnum sem Norðurlandabúar. -----Vér norrænir menn höfum vaxið upp í sífelldri baráttu við myrkrið. Þess vegna erum vér sérstaklega vel fallnir til að vera blysberar mannkynsins og fremsta í þeim flokki ljósriddara, væntum vér að sjá stúdenta vora. Það fylgja því mikil hnoss að vera stúdent, en einnig miklar skyldur. Margir yðar munu einhverntíma á æfinni standa með angistarsvita á enni gagnvart viðfangsefnum og sýnast þau langt ofvaxin kröftum yðar. Þá ríður yður á að fylgja dæmi feðra yðar, og gera stóra hluti af litlum efnum. Því aðeins, að þið reynist trúir þessum norræna anda, eruð þér verðir að bera heiðursnafn það, er ég ávarpaði yður með, og sem ég nú kveð yður með. Nafnið: norrænir stúdentar. Þar á Skansinum sýndu og Stokkhólmsstúdentar mið- aldasjónleik er nefndist „Miraklet og skt. Valentin“ og auk þess var þar um kvöldið dans á ýmsum skemmtistöðum. Þriðjudagurinn 5. júní var síðasti dagur mótsins. Hófst þá fundur kl. 11 að morgni, með því að sýnd var kvikmynd frá Uppsalaferðinni. Þar á eftir var fyrirlestur og umræður um orsakirnar til aðstreymis stúdenta að háskólunum. Frummælandi var E. F. Heckscher prófessor við Handels- högskolen í Stokkhólmi. Flutti hann langt erindi um þetta efni og benti á, að ástandið væri hið sama í öllum löndum. Aðstreymið að háskólunum ykist stórlega án þess að ný verksvið opnuðust háskólamönnum. Orsakir aðstreymisins kvað hann vera: 1) Lægri stéttirnar kepptu eftir að komast úr viðjum vanþekkingarinnar. 2) Menn álitu fjárvænlegt að ganga menntaveginn. 3) Meðal verkamanna væri uppkomin óbeit á líkamlegri vinnu. 4) Kvenfólk sæktist nú mjög eftir að ná háskólamennt- un. 5) Kennslan væri ókeypis. 6) Framundir þennan tíma hefði eftirspurnin eftir há- skólalærðum mönnum farið vaxandi en nú væri það breytt. Þótt þarna væri um merkilegt mál, og viðfangsefni allra stúdenta að ræða, var ekki hægt að segja að umræður væru fjörugar. Alls tóku sex menn til máls. En lítið nýtt kom fram við umræður þær. Aðeins staðfestu þeir þann dóm, að háskólalærðir menn væru orðnir fleiri, en þörf væri á til embætta á Norðurlöndum. Finni einn, Henrik Schybergsson, vildi takmarka tölu háskólalærðra manna með því, að stúdentar gengju fyrsta háskólaárið í einhverskonar reynsludeild, þar sem reynt væri, hvort þeir væru hæfir til framhaldsnáms. Eins vildi hann reyna að uppræta þá skoðun almennings, að nokkuð eftirsóknarvert væri að vera stúdent. Norðmaðurinn Herluf Stenberg kvað óþarft að álasa verkamönnum fyrir það, þótt þeir leituðu upp í stétt hinna lærðu manna, slíkt væri eðlileg afleiðing þess að yfirstétt- irnar svonefndu litu niður á verkamannastéttina. Að loknum umræðum söfnuðust menn til hádegisverðar á sömu stöðum og áður. Seinni hluta dagsins var varið til að skoða „Nordiska museet“, sem er þjóðminjasafn frá öllum Norðurlöndum. Að vísu er íslenska deildin heldur fátækleg. Ber þar mest á prjónastokkum og rúmfjölum. Lítið eitt er þar af söðul- reiði og málmsmíðum. En af söfnum hinna þjóðanna má mikið læra um menningu þeirra og háttu, einkum er sænska safnið frábærlega vel úr garði gert. Um kvöldið var lokaþáttur mótsins. Þá hélt Stokk- hólmsborg öllum gestum mótsins veislu geysimikla í ráð- húsi sínu. Mun bygging sú vera ein hin prýðilegasta sinnar tegundar í norðanverðri Evrópu. I veislu þessari var sem endranær ræðuhöld og söngur, og norræn samvinna í áti og drykkju. Vel var veitt og rausnarlega og undu menn sér hið besta. Var það og góð skemmtun að skoða sali ráðhússins. Veislan endaði með dansi, er stóð til kl. 2. Þar með var stúdentamóti þessu lokið. Fór það allt fram með mestu prýði, þátttakendum til óblandinnar ánægju og gestgjöfunum, Svíum, til stórsæmdar. Miðvikudaginn 6. júni fengu þeir af meðlimum mótsins, sem vildu, ókeypis aðgang að þjóðhátíð Svía, sem haldin var á íþróttasvæðinu (Stadion). Og þá með kvöldinu lögðu menn af stað frá Stokkhólmi með hugann fullan af glöðum minningum. Eins og fyrr er frá sagt fylgdu blöðin mótinu með hinum mesta áhuga. Á degi hverjum voru langar greinar með Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.