Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 33
báðumegin, sem skipin eru bundin við. Vatninu er ekki hleypt inn, nema þegar skip fara út eða inn. Við enda dokkar þessarar er vél, sem pumpar vatnið út, þá er fyrst látið aftur hliðið svo ekki komi vatn inn jafnóðum. Við fórum nú innar eftir stóru dokkinni, og lögðumst við stóra bryggju gjörða af timbri, því þær liggja margar fram í dokkina. Járnbrautir liggja eftir þeim öllum, því gufuvagn gengur fram eftir þeim með trossu aftan í sér. Undir bryggjurnar leggjast skipin, þá þau taka í sig salt eða kol. Þá leggja þau sig undir einhverja af túðum þeim, sem liggja ofan af bryggjunni. Þær eru af járni, 1 faðm á breidd, og 2 faðma langar. Rennur þessar eru á hjörum, svo þær verða hækkaðar og lækkaðar eftir þörfum. Bryg- gjan er svo breið, að gufuvagninn fer aðra braut eftir henni, þá hann skilur við vagnana eða hann rekur þá stundum á undan sér fram á bryggju og skilur svo við, en kemur aftur þegar búið er að aflosa vagnana, en þá á að vera búið að krækja þeim saman. Við bundum okkur næturlangt við bryggju þessa. Af óvana gat ég ekki sofið fyrstu næturnar af hljóðum og köllum og ýmsu umstangi. Við vorum oft reistir um há- nætur og beðnir að þoka fyrir öðrum stærri skipum, sem þá komu inn, svo við máttum hala okkur langan veg, áður við fengum annað pláss og komumst til rólegheita. Eftir að við höfðum legið eina nótt við bryggjuna, höl- uðum við okkur að suðurbarmi dokkarinnar, og létum þar upp hrossin, þar var svo háttað, að eitt port lá langs með allri dokkarhliðinni. Það var geysilangt, opið á báð- um endum og enginn dyrumbúnaður heldur allt eitt op svo að 2ur vögnum varð ekið í senn, enda lágu 2 járn- brautir eftir endilöngu portinu. Að þeirri hlið, sem að dokkinni sneri, voru 9 gríðarlega stórar dyr, allar númer- aðar. Ofan í þessi eða þetta port var flutt öll vara, sem skipin tóku, utan kol, salt og timbur. Portið var allt sem einn ranghali, hvergi var neitt afþiljað. Það var frá 4 til 5 faðma á breidd. Við lágum við einar dyrnar. Þar höluð- um við hrossin upp úr lestinni, létum undir kviðinn og yfrum þau stoppaða mottu útbúna með stroffum ofan á bakinu, þar í var krækt króknum, sem var í keðjunni, sem náði ofan úr vélinni. Það gekk mikið fljótt að hala þau upp. Síðan rákum við þau upp eftir [götunum] stræt- unum, í gegn um margar götur og stræti borgarinnar, þar til við komum á girtan grasflöt, ferkantaðan. Þar stað- næmdumst við með þau, og vöskuðum vandlega fætur þeirra og bustuðum þau öll, en mikill grúi af fólki flykktist til að skoða þau og lét mikið dátt að þeim. Að þessu búnu hélt ég til skips og sá þau aldrei aftur, sem mig líka einu gilti, því þau höfðu aldrei verið mér til gleði. Svo vorum við afmynstraðir: þá voru mér greidd laun mín fyrir 2 mánuði. Að því búnu var barlestinni kom- ið á land upp, svo lágum við þarna allt að mánuði. Mr. Askan var allajafna í landi, svo við höfðum gott frí, við gjörðum að seglum og ýmsu, pumpuðum skipið og héldum því hreinu, annað höfðum við ekki að gjöra. Englendingar hafa vinnutíma frá kl. 6-6 utan á laugar- dögum, er vinnu hætt kl. 5 á kveldin, en 1 tími til morgun- og 1 tii miðdagsverðar (eða máltíðar) svo þá er unnið í 10 tíma, en 9 á laugardag. Þá vinnu var lokið á kveldin, streymdi hinn ótölulegi grúi af sjómönnum upp í borg og upp á vertshúsin, og þá klæddir í glansandi skraut- klæði, höfðu nóga peninga, og drukku dýrt og frítt. Ég gekk á hverju kveldi í borgina mér til skemmtunar, sem aðrir fleiri. Við 3 héldum saman, Nikulás stýrimaður og við 2 íslendingar. Við fórum vanalega á sama húsið, eitthvað hið stærsta og sollmesta, svo stundum úr hófi keyrði. Við kölluðum það okkar í milli Litla helvíti, enda mátti á því sannast, að það ætti stundum nafn með rentu. A veitingahúsi þessu voru oftast á kvöldin um 300 manns fyrir framan borðin í senn, og oftast þriðjungur kvenfólk. Sumar af þeim kvensum voru að sjá sem rottur, er komist hafa í brennivínsámu. Þær gátu ekkert utan lygnt eða einblínt augunum beint fram í loftið svo voða- lega, að mér stóð næsta mikill stuggur af þeim. Þó voru þær íklæddar hinum dýrustu skrautklæðum. Húsið var lík- ast búðum hér, nema hvað borðið var miklu stærra en búðarborð eru, það var um 15 álnir að lengd, allt klætt látúni, svo að tréð gat ekki máðst af þeim núning, sem fólkið hafði á því. Inn úr borðinu að innanverðu stóðu fagurgylltar koparsveifar í röðum. Þá vertinn skenkti, studdi hann annarri hendi á einhverja af sveifunum. Þá streymdi vínið í skálarnar fyrirhafnar minna en að brúka krana. Fyrir miðjum hliðvegg er snéri frá borðinu, var pallur gjör, ferhyrndur, 3 tröppur var upp að stíga á hann. Þar sat maður og spilaði á orgel, ákaflega stór og ístru- belgur mikill, hann spilaði mjög fjörugt. Þessi glimrandi hljóð af samræðum manna, söng, dansi og hljóðfæraslætti gegntók svo höfuð mitt, að ég varð næstum heyrnarlaus. Upp á pallinum dansaði einn blökkumaður. Sumir klæddu sig í kátlegan búning, gengu svo á pallinn, döns- uðu og léku mörg skrípalæti. Það var vani minn að ganga útaf húsi þessu, þá ég hafði setið nokkra stund, því mér þótti skemmtilegra að ganga um göturnar öðru hverju, og sjá mig um, því alltíð sá ég eitt öðru nýrra. Einhverju sinni var það, að ég gekk um götu nokkra. Þar voru fá ljós og fólkið strjált, svo það var ekki nema 1 og 1 maður á stangli. Maður gekk á undan mér, sá var hár vexti og kjólklæddur og að öllu vel búinn. Ég gekk nokkra stund á eftir honum, en allt í einu snýr hann sér við og heilsar mér mjög vingjarnlega á ensku og spyr mig, hvað ég heiti og hvaðan ég sé. Eg svara honum aftur á ensku — I don’t understand — sama sem ég skil ekki málið. Hann heilsar mér aftur á svensku, í henni gat ég vel bjargað mér. Ég skildi þá að sönnu nokkuð í ensku, þó ég væri ekki fær um að tala hana. Við töluðum nú saman nokkur orð á svensku. Ég sagði honum, að ég væri íslendingur. Hann sagðist hafa mikið gaman af að sjá íslenzkan mann. Hann spyr mig svo með mikilli kompliment, hvort ég hafi ekki lyst að drekka með sér eitt glas af öli. Af því mér þótti þetta vel boðið þá af mér ókunnugum manni, tók ég það með þökkum og fór með honum. Við gengum nú lengi, þar til við vorum komnir af öllum fjölmennustu götunum. Mér þótti hann nú fara að seilast heldur langt til lokunnar, því vertshúsin voru á alla vegu, Heima er bezt 177

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.