Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 12
Islenskan á undanhaldi Ég er ekki einn um að hafa þungar áhyggjur af stöðu móðurmálsins um þessar mundir. íslenskan hefur átt undir högg að sækja síðustu árin, meðal annars vegna síaukinna áhrifa frá erlendum tungu- málum, sérstaklega ensku. Segja má að enskra áhrifa hafi tekið að gæta í verulegum mæli hér á landi skömmu eftir að erlendur her gerði sig heimakominn fyrir hálfri öld eða svo. Kanaútvarpið fylgdi í kjölfarið og hlutur dægur- lagatónlistar með enskum söngtextum óx jafnt og þétt á öldum ljósvakans. Erlendar hljómplötur og snældur, að- allega breskar og bandarískar, helltust einnig yfir landann þegar fram liðu stundir. Enginn unglingur gat látið það spyrjast að hann vissi ekki deili á vinsælustu lögunum hverju sinni, sem auðvitað voru langflest ,,að westan“. Best var auðvitað að kunna sem flesta textana og sýna kunnáttu sína með því að ,,sletta“ enskunni duglega í góðra vina hópi! Kanasjónvarpið áttí sinn þátt í ,,menn- ingarbyltingunni“, síðan hófust útsendingar íslenska sjón- varpsins og enn síðar komu myndböndin til sögunnar. Loks hófst fjölmiðlabyltingin mikla (eða er ef til vill rétt- ara að segja fjölmiðlabyltingin síðari?) sem ól meðal ann- ars af sér frjálsar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og sjón- varpssendingar um gervihnetti. Það segir sig sjálft að íslenskri tungu er mikil og vaxandi hætta búin vegna þessarar þróunar. Ef ekki á illa að fara, þurfum við nauðsynlega að grípa til markvissra aðgerða íslenskunni til verndar. Þess er skemmst að minnast að á síðasta ári var efnt til sérstaks málræktarátaks. Það var því miður tímabundið. Skipulegt málræktar- og málvernd- arstarf þarf að hefja að nýju án tafar og því má aldrei ljúka. Verkefnin eru óþrjótandi. Þegar rætt er um stöðu íslensks máls í nútímasamfélagi beinist athyglin óhjákvæmilega að fjölmiðlunum. Abyrgð þeirra er mikil, því þeir eiga ótrúlega stóran þátt í að móta málvenjur almennings og efla málkenndina, eða slæva eftir atvikum. Málfar okkar, fjölmiðlafólksins, er í heild sinni alls óviðunandi. Þetta á sérstaklega við um margt dagskrárgerðarfólk og fréttamenn hinna svonefndu frjálsu útvarpsstöðva. Fáeinar kennslustundir í málfræði og stafsetningu myndu koma ýmsum öðrum félögum í Blaðamannafélagi Islands vel. Þegar rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva var gefinn frjáls, skorti stjórnvöld framsýni til að setja strangar regl- ur um málstefnu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna og sjá til þess að þeim reglum yrði framfylgt. Stjórnendum fjölmiðla er þvert á móti í sjálfsvald sett hvort þeir gera kröfu um að starfsmenn hafi gott vald á móðurmálinu. Þetta andvaraleysi stjórnvalda hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það sem fyrir fáum árum þótti vart boðleg íslenska í tveggja manna tali heyrist nú dag- lega á öldum ljósvakans: Enskuslettur, afar takmarkaður orðaforði, röng eða engin beyging fallorða, þágufallssýki og síðast en ekki síst óskýr eða afleitur framburður. Öllu þessu er blandað saman og dembt yfir misjafnlega hrekk- lausa hlustendur á öldum ljósvakans, nótt sem nýtan dag, allan ársins hring. Dropinn holar steininn og fyrr en varir brenglast málvitund almennings. Ómótaðir unglingar liggja best við höggi og verða fyrstu fórnarlömbin. Aðrir malda í móinn fyrst í stað en á endanum hafa flestir vanisf svo illu að gott þykir. Ríkisútvarpið, eitt fjölmiðla, á sér skráðar reglur unm málstefnu. Þótt málfar dagskrárgerðarfólks á þeim bæ sé alls ekki hnökralaust, er það betra en á öðrum ljósvaka- miðlum. Það var haustið 1985 sem Útvarpsráð samþykkti í fyrsta sinn formlegar reglur um málstefnu Ríkisútvarpv ins. I upphafi samþykktarinnar segir meðal annars: „Aílt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt sem frá stofnuninni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góðum framburði.“ Síðan eru ýmis einstök atriði skýirð Framhald á bls. 163 Bragi V. Bergmann, ritstjóri, er höfundur Sjónarmiða að þessu sinni. Hann er fæddur í Kópavogi 22. október 1958. Bragi lauk stúdentsprófi frá Kennaraskólanum vorið 1977 og B.ed prófi frá Kennaraháskóla íslands vorið 1980. Hann var kennari við Glerárskóla á Akur- eyri um fimm ára skeið, frá 1980 til 1985. Haustið 1985 hóf hann störf sem blaðamaður á dagblaðinu Degi á Akureyri, en hafði áður annast greinaskrif í blaðinu um þriggja ára skeið, auk þess sem hann hafði nokkur af- skipti af útgáfumálum á námsárum sínum. Bragi var ráðinn ritstjórnarfulltrúi Dags 1. júlí 1986 og ritstjórí íjúní1987. Sambýliskona Braga er Dóra Hartmannsdóttir og eiga þau tvo syni. 156 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.