Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 18
fjölda mynda frá mótinu, og flestar hinar stærri ræður komu þar á prent. Öll voru blöðin sammála um, að mótið færi vel fram. Mótið sjálft gaf daglega út blað, sem kom út í sambandi við „Stockholms Dagblad“, var því útbýtt ókeypis meðal þátttakenda mótsins. Auk þess kom út sér- stakt númer af stúdentablaðinu „Gaudamus“, í tilefni af mótinu. Flutti það myndir af leiðandi mönnum stúdenta- lífs Norðurlanda. Mikinn fögnuð vakti það bæði á mótinu og í blöðunum, er Þorkell Jóhannesson gat þess við miðdegisveislu, sem haldin var hinum leiðandi fulltrúum landanna, að við hefðum huga á að halda næsta norrænt stúdentamót á íslandi í sambandi við Alþingishátíðina 1930. Tel ég vafa- laust, að fjöldi norrænna stúdenta muni leggja kapp á að koma hingað á mót það, ef haldið verður, þrátt fyrir það, að leiðin er löng. Blöðin sænsku tóku og hugmynd þeirri opnum örmum og fluttu viðtöl við Þorkel þar um. Ég get vænst þess, að einhver, sem les frásögn þessa, segi sem svo, að mót sem þetta séu harðla þýðingarlítil. Stúd- entarnir komi aðeins saman til að eta, drekka og skemmta sér. Víst er það, að sá þáttur, sem að mannfagnaði lýtur, hefir verið yfirgnæfandi. En einmitt á þann hátt ná slík mót best tilgangi sínum. Þá ná menn að kynnast og blanda geði hvorir við aðra. Og slík persónuleg kynningarsambönd eru meira virði fyrir góða samvinnu þjóðanna og til rétts skilnings á eðli þeirra, en fjöldi fyrirlestra og umræðu- funda, sem gleymast furðu fljótt eftir að stigið er út úr fundarsalnum. — Væri aðaláherslan lögð á þá hlið, fyrir- lestra og fundi, væru um leið einkasamræðurnar og hin eiginlega kynning úr sögunni. Menn færu af mótinu þreyttir og hefðu lítið kynnst bræðraþjóðum sínum. Sú er skoðun mín, að mót þetta hafi mjög vel náð tilgangi sínum. Og víst er um það, að allir fóru þaðan glaðir og ánægðir með gnótt minninga til að orna sér við, er kólna tekur glóð æskuáranna. Og lýkur þar með þessari sögu. Kaupmannahöfn. 13. júní 1928. Eftirmáli Grein þessi, sem skrifuð var þegar að mótinu loknu, birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1. og 8. júlí 1928. Þegar ég rakst á hana í gömlu blaðadóti fyrir skemmstu, datt mér í hug, að ef til vill hefðu einhverjir af nútímakynslóðinni gaman af að lesa um þetta tiltak norrænna háskólastúdenta fyrir rúmum sex tugum ára, þar sem brugðið er upp svip- mynd úr stúdentalífinu, að vísu í hátíðabúningi, sem var allólíkur hversdagsklæðunum. Stúdentamótið 1928 var einn af síðustu blossum norræns stúdentalífs liðinnar aldar, og eitt síðasta viðbragð stúdenta skandinavismans, sem getið er lítilsháttar í upphafi grein- arinnar. Sá tími er löngu liðinn að háskólastúdentar stæðu í fararbroddi þeirrar fylkingar, sem hvatti til norrænnar samvinnu á sem flestum sviðum þjóðlífsins, allt frá skóla- störfum til vígvalla, ef á Norðurlönd væri ráðist. Önnur samtök og stofnanir hafa tekið upp merki norrænnar sam- vinnu á markvísari hátt en stúdentaskandinavisminn og af meiri alvöru og raunsæi. Ber þar hæst Norrænu félögin og Norðurlandaráð með öllum sínum deildum og stofnunum. Stúdentamótið 1928 var eitt hinna síðustu almennu nor- rænu stúdentamóta, ef ekki hið næst síðasta. Ég minnist ekki annarra en stúdentamótsins í Reykjavík og á Þing- völlum 1930. Fór það vel fram og var allfjölsótt, en hvarf að verulegu leyti í skugga Alþingishátíðarinnar, enda að nokkru leyti hluti af henni. Þó má vera, að eitthvert slíkt mót hafi verið haldið eftir 1930. En Heimsstyrjöldin síðari batt að fullu enda á þessar samkomur stúdenta, og líf og viðhorf háskólamanna breyttist, eins og raunar allt mannlíf í hildarleik styrjaldarinnar og þeim umbrotum, sem fylgdu í kjölfar hennar. Það mun hafa verið ætlunin að endurvekja að einhverju leyti stúdentahreyfingu 19. aldarinnar á Norðurlöndum með stúdentamótunum á 3. tug þessarar aldar. En sú tilraun misheppnaðist. Það var vitanlega margt, sem olli þessu, en mestu hafa þó sennilega ráðið gjörbreytt félagsleg viðhorf, og þá ekki síst staða stúdenta í samfélaginu. Sá tími var liðinn, að stúd- entar væru fámenn yfirstétt, eða eins og Gestur Pálsson lýsti þeim að þeir væru fínir menn á götum Reykjavíkur og höfðingjar úti í sveit, eða eitthvað á þá leið. Um miðja 20. öld var úr sögunni menntahroki norrænna stúdenta frá fyrri öld, sem lýsir sér best í stúdentasöng Plougs hins danska með vísuorðunum „Herrer vi ere i aandernes rige, vi er den stamme, som evigt skal staa.“ Einnig hafði mjög dregið úr hinum frjálsa, en oft al- vörulitla lífsfögnuði, sem skóp hina víðfrægu stúdenta- söngva „Sjung om studentens lyckliga dag,“ sem raunar varð og er sameign allra norrænna stúdenta enn undir lok 20. aldar, og Gluntasöngva Wennerbergs, þar sem alvaran er þó oft undiraldan. Stúdentamótið í Stokkhólmi 1928 stóð undir merkjum og bar nokkurn blæ þessa horfna stúdentsanda, enda þótt huganum væri einnig beint til framtíðarinnar í ræðum og ávörpum. Þar drottnaði gleði og bjartsýni um framtíðina, sem fékk þátttakendur til að leggja til hliðar alvöru hvers- dagslífsins í fáeina daga. Á árunum milli heimsstyrjald- anna ríkti ótrúlega mikil bjartsýn óskhyggja um betri framtíð. Þótt undiralda óttans væri sívakandi, reyndu menn og þá ekki síst stúdentar að halda óttanum í skefjum. Og víst er að þessa daga í Stokkhólmi hvarflaði engum í hug, hvilíkar ógnir og skelfingar myndu hrjá heiminn, að röskum áratug liðnum, og að heimskreppan væri rétt utan við dyrastafinn. En í þeim heimi, sem reis upp úr eyðingu Ragnarökkurs Heimsstyrjaldarinnar síðari, var ekki rými fyrir hið glaðværa og oft ábyrgðarlitla stúdentalíf 19. ald- arinnar. Lestur þessarar gömlu blaðagreinar rifjaði upp minn- ingar, sem yljuðu gömlum stúdent um hjartarætur, og nú er 162 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.