Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 16
Dag Strömbáck fil. lic., sem mörgum löndum er að góðu kunnur, bauð gestina velkomna að borðum. Annars má einkum geta ræðu þeirrar, er Ö. Undén pró- fessor flutti um hlutverk Norðurlanda í heiminum. Meðal annars fórust honum svo orð: „Hvar sem um það er spurt hverjar þjóðir Evrópu séu stöðuglyndastar og staðfastastar, er svarið ætíð: Norður- landabúar. Norðurlönd eru skoðuð svo, að þar haldi hið kalda loftslag ástríðunum í skefjum, en íhugun og skyn- semd sitji þar í öndvegi fremur en í nokkrum öðrum lönd- um. Það er kunnugt, að vér styrkjum alla friðarpólitík og úr voru horni er aldrei ófriðar að vænta. Það er hlutverk yðar, og yðar kynslóðar, ungu stúdentar, að leita út fyrir landamærin og leggja grundvöll að nýju og betra alþjóða skipulagi. Ef leitað verður til vor um að leggja fram krafta vora til sliks starfs, þá er það víst, að æskulýður Norðurlanda svíkur ekki hlutverk sitt.“ Ræðu þessari var tekið með dynjandi fagnaðarópum og lófaklappi. Af öðrum ræðum, er þar voru fluttar, má geta ræðu Dr. H. Pippings, er mælti fyrir Finnlands hönd. Og fil. kand. H. K. Röntholm, er minntist skáldsins Gunnars Wennerbergs. Gleðin náði hámarki sínu, er menn heyrðu raust eina ofan af þaki „Linnéanum“. Var það Finni einn, og bað sá menn hrópa nífalt húrra fyrir Svíþjóð. Að því búnu lék hljómsveit „Du gamla du fria“, og tóku allir undir. — Fylgdu nú þjóðsöngvar Finna, Norðmanna og Dana hver á eftir öðrum með húrrahrópum fyrir löndunum. Var þá hlé nokkurt, og væntu menn, að íslenski þjóðsöngurinn yrði einnig leikinn, en er bið varð, hófst hróp úr 1000 börkum: ísland! ísland! Varð hljómsveitin að játa, að hún hefði ekki þjóðsöng okkar með á nótum. Hefði þá illa farið, ef Dag Strömback hefði ekki borgið málunum, með því að kalla okkur fslendinga upp á tröppur Linnéanum og beðið okkur að syngja þjóðsöng okkar. Gerðum við það, og var síðan hrópað margfalt húrra fyrir íslandi. Að lokinni máltíð dreifðust menn á ný út um bæinn. Flestir héldu nú til skemmtistaða borgarinnar, þar sem dans og hljóðfæraslátt var að fá, og skemmtu menn sér þar við „í einingu andans“ þar til blásið var til brottferðar. Kl. 6Vi var aftur lagt af stað til Stokkhólms, og enn að nýju kvað lestin við af fagnaðarsöngvum og húrrahrópum. En hrópið „Uppsala er bást“ yfirgnæfði þó allt annað. Þetta kvöld áttum við frí og höfðum færi á að skoða Stokkhólm. Var það óspart notað, en ekki þori ég að skýra frá nokkrum þeim atburðum, er þá gerðust, því að það væri að ganga allt of nærri einkalífi manna. En það er víst, að norræn eining var í besta lagi þá sem endranær. Næsta dag, mánudaginn 4. júní, skiptust menn niður eftir námsgreinum sínum. Hafði hver háskóladeild undir- búið fund eða ferð með fyrirlestri um eitthvert áhugamál sitt. Síðan var sýnt eitthvert tilheyrandi safn eða stofnun, og að lokum snæddi hver flokkur um sig hádegisverð. Alls skiptust menn í 8 flokka. Humanistar (málfræðingar, sagnfræðingar o.s.frv.), lögfræðingar, náttúrufræðingar, læknar, verkfræðingar, tannlæknar, lyfjafræðingar og verslunarfræðingar. Ekki get ég sagt um, hvernig dagur þessi leið hjá öðrum flokkum en náttúrufræðingum, en hjá þeim varð hann bæði fróðlegur og skemmtilegur. Okkur var ákveðin ferð út til Runmarön, sem er eyja ein langt úti í Skerjagarði. Var þangað alllöng sigling. Lögðum við af stað kl. 8 að morgni og komum heim kl. 4‘/2 síðdegis. Þegar um morguninn sýndi það sig, að eigi voru veður- guðirnir okkur hliðhollir. því að rigning var og kalsaveður. — Engin áhrif hafði það samt á skapið, enda hefði það vart verið náttúrufræðingum sæmandi að hræðast votviðri dá- lítið. Á útsiglingunni út í gegnum sundin var glymskratti settur af stað og fjörugur dans stiginn, enda þótt lágt væri undir loftið í farþegarúmi bátsins. Á meðan dansinn dunaði smaug báturinn út á milli eyja og skerja. Sumstaðar voru sundin svo mjó, að næstum mátti stökkva á land á báðar hliðar. Er harla fagurt að sigla þarna, því að flestar eru eyjarnar meira eða minna skógi vaxnar. Sýndist mér sumstaðar sem trén yxu upp úr nökt- um klöppunum, og víst er um það, að þunnur er jarðveg- urinn víðast hvar. Er við höfðum lent við Runmarön, sem er ein af elstu eyjum Skerjagarðsins, snerum við okkur að hinum alvar- legri efnum. Jarðfræðingurinn Ragnar Lovström flutti þar stutt erindi um jarðfræðilega byggingu eyjarinnar og Skerjagarðsins yfirleitt og benti á, að þar stæðum við á hinum elstu jarðlögum, er fundist hefðu. Því næst skipti liðið sér í tvo flokka. Jarðfræðingar fylgdu Lovström, en hinir sem heldur voru heillaðir af Flóru fylgdu grasafræðingnum Norrby. Sýndi hann okkur helstu gróðureinkenni eyjarinnar. Var þar margt að sjá a.m.k. fyrir þá, sem eigi voru þaulkunnugir á þessum slóðum. Leið dagurinn fyrr en varði, þrátt fyrir regn og kulda hefðu margir okkar kosið að dveljast þar lengur, er eimpípa bátsins kallaði á okkur til heimferðar og snæðings. Úti á bátnum voru borð reidd í hverri smugu er finnast kunni. Hefi ég aldrei tekið þátt í glaðara og frjálsara borð- haldi en þessu. Þar var sungið um alla skapaða hluti, en mest þó um „Studentens lyckliga dag“. Ræður haldnar fyrir hverju sem vera skyldi milli himins og jarðar, skálað og aftur skálað, hrópað og hlegið. Flestir voru votir sem von var, enda streymdi regnið niður úti eins og helt væri úr fötu. Hvort dagurinn hefir verið jafnánægjulegur í hinum flokkunum, veit ég eigi, eða hvort þeim hefir tekist eins vel að sameina hin fræðandi og skemmtandi verkefni dagsins læt ég ósagt, en víst er það, að allir mættu glaðir og ánægðir á Skansinum um kvöldið. Þar var haldin sameiginleg mið- dagsveisla með ræðum og söng. Skansinn er eins og kunnugt er einskonar þjóðgarður Svia. Þangað er safnað saman byggingum frá öllum lands- hlutum og ýmsum tímum, og er bæði skemmtandi og fróðlegt að reika þar um og skoða þær. Ýmis dýr eru þar í búrum en þó í svo eðlilegu umhverfi, sem unnt er að gefa þeim. Þaðan af Skansinum er útsýni forkunnar gott yfir 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.