Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 29
Eftirfarandi frásögn er varðveitt í Héraðsskjalasafni Skag- firðinga (HSk. 361,8vo) og heitir einfaldlega Ferðasaga Á.D.S. Bak við þetta fangamark leynist efalaust maður að nafni Arni Davíðsson. Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur 8. apríl 1819 í Grundarkoti í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Davíð Einarsson og Þórey Arnadóttir, gift vinnuhjú þar. Davíð varð síðar bóndi á Gilá í sömu sveit og hreppsstjóri Vatnsdælinga. Þótti aðsópsmikill, ,,há- vaðasamur og hneigður til drykkju, en allvel viti borinn“. Hann lézt 1856. Þau hjón eignuðust margt barna, auk Árna, sem mun hafa verið elztur, eitt var Davíð bóndi í Kárdalstungu og síðar á Gilá (d. 1921). Meðal barna þeirra Þuríðar Gísladóttur, konu hans, var Daníel Ijós- myndari, síðast bóndi á Syðri-Ey á Skagaströnd, Guð- mundur umsjónarmaður á Þingvöllum og Daði bóndi og fræðimaður á Gilá. Frá honum er handrit þetta runnið - án nokkurra skýringa. Árni Davíðsson barst suður á land ungur maður og stað- festist þar. Hann var lausamaður í Moldarhúsi á Alftanesi 1844, er hann kvæntist Þórunni Þorsteinsdóttur, hinn 8. september það ár. Þórunn fæddist 24. marz 1820. Foreldr- ar hennar voru Þorsteinn Jónsson og Ingveldur Vigfúsdótt- ir í Presthúsum í Mýrdal. Árni þótti drykkfelldur og stað- festulítill, og lentu ungu hjónin þegar á hálfgerðum hrakn- ingi. Þau voru í Haugshúsum á Alftanesi 1845-1847, í hús- mennsku að Hliði þar á nesinu 1850-1858 og í Hliðskoti 1860. Þau eignuðust dóttur, er skírð var Þórey, 5. október 1847. Hún lézt25. maí 1850. Sama ár, 31. október, fæddist þeim sonur. Hann hlaut nafnið Jósef og komst á legg, var framan af aldri í vinnumennsku hjá Kristjáni bónda í Hliði, og fermdist raunar þaðan með ágætum vitnis- burði.* Árið 1898 er Jósef kominn í Bergskotí Grindavík og dvaldist þar til dauðadags 25. október 1923; daglauna- maður jafnan. Sambýliskona hans var Helga Pétursdóttir, f. 20. október 1857, dáin 15. september 1931, þá í dvöl hjá Þórunni dóttur sinni, en var jörðuð í Grindavík. For- eldrar Helgu voru Pétur Vigfússon og Kristrún Jónsdóttir í Móakoti. - Þórunn Jósefsdóttir fæddist 6. október 1898 og lézt 2. febrúar 1986 í Reykjavík, þá ekkja. Þriðja barn Árna og Þórunnar, Davíð, fæddur 17. marz 1857, lézt25. sama mánaðar og ár. Fjórða og yngsta barn þeirra hjóna, Árna og Þórunnar, Þórey, fædd 21. júní 1858, lézt í Bandaríkjunum 1947. (Aftan á Ijósmynd þeirri af Þóreyju Árnadóttur, sem hér birtist, stendur raunar, að hún sé fædd 3. október 1862, sem er rangt, sbr. kirkjubók Garðaprestakalls.) Hinn 4. febrúar 1888 gekk Þórey að eiga Björn Ólaf Helgason gullsmið á Akureyri (1858-1893). Foreldrar hans voru Helgi Steinn Jónsson og Anna Rafnsdóttir á Neðra- Skúfi á Skagaströnd. Þeirra sonur var Kjartan, fæddur 6. október 1887. Hann fór með móður sinni til Reykjavík- ur 1907, og fer tvennum sögum um, hvort hann hafi látizt hérlendis eða í Vesturheimi. * Vitneskja um afkomendur þeirra hjóna, Árna og Þórunnar, er að langmestu leyti runnin frá hinum kunna ættfræðingi Ara Gíslasyni. Ég bað hann ásjár, er róður þyngdist fyrir mér og viðbúið, að ég lenti í hafvillum. Ég þakka honum góðan greiða. Heimaerbezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.