Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 32
Ég varð nú fyrst að klára það, sem ég hafði að gjöra, svo gekk ég til húsa með þeim. Þá kom í móti okkur vinnukona snikkarans, hún átti að sækja okkur báða ís- lendingana. Við gengum nú inn í húsið. Þar var hin ís- lenzka snikkarakona fyrir. Hún tók móti okkur forkunn- arvel. Þar skorti ekkert er til skemmtunar þurfti að hafa. Stofan var prýdd myndum og speglum, á borð voru born- ar ýmsar kræsingar, vín og kaffi, konan var blíð og þægi- leg í viðmóti. Hún spurði mig margra hluta af Islandi, en ég fræddi hana á því, sem ég kunni. Það var seint um kvöldið, að ég fór um borð. Þær fylgdu mér allar ofan á bryggju og buðu mér góða nótt og báðu mig koma aftur daginn eftir, ef ég gæti. En ég sá aldrei þessa heið- urskonu meir, því daginn eftir undum við upp segl og fórum af stað. Við vorum 5 um borð, kapteinninn og færeyskur stýri- maður að nafni Nikulás og matrós færeyskur að nafni Pétur, kallaður hinn stóri, hann var víst fullkominn 2ja manna maki að burðum, og við 2 íslendingar, Símon var 2ur árum yngri en ég og mjög lítill vexti; hann var kokkur. Pétur hinn stóri fékk svo mikið fingurmein að hann mátti fara í land alfarinn af skipinu. Hans saknaði ég mikið því hann hafði verið mér svo góður, þá ég kvaldist sem mest í sjóveikinni, og líka kom nú allt þyngra á mig, sem gjöra þurfti. En eitt var þó það, sem verst var, að stýri- maður varð nú svo illur og bölvaður við okkur, að ekki varð orðum að komið. Við fengum góðan og hagstæðan vind til Örkneyja, við vorum 4 daga á leiðinni þangað. Þar var höfuðstaður á eyjunum er Kirkvoll heitir, hreinlegur og fagur bær, nokkru stærri en Reykjavík. Fólk mælir allt á enska tungu þar í eyjunum. Þar sá ég það fyrst, að ég var kominn til útlanda, því hús voru nú ekki lengur að sjá úr tré og torfi, heldur öll af steini gjör (eða mikið til). Ég kom ekki í land í það sinn. Við lágum frá því kl. 9 um morguninn og þangað til kl. 8. Við lágum þar við laglega bryggju, gjörða úr járni. Við fengum enn hagstæð- an byr, og sigldum 3 dægur þar til við sáum austursíður Skotlands og til Grimsbæjar á Englandi. A öllum þeim vegi frá því við sáum Skotland, var að sjá ótölulegan fjölda af skipum, bæði damp- og seglskipum, smáum og stórum, með ýmsu byggingarlagi, mörg sem aldri hafa til Islands komið. Þau voru ýmsra landa, að ég held allra landa þjóðir, bæði á inn- og útsiglingu. Þar í nokkrum stöðum sá ég báta, sem lágu við akkeri og höfðu eitt mastur, á masturtoppinum glerkúlur stórar, sem kyntur var viti í. Á báðum hliðum bátsins voru stafir gjörðir með hvítu letri. Þar var eitt orð, SPURN. Þessir bátar liggja ár og daga alla tíð mönnum til leiðbeiningar. I landi má einnig sjá vitaturna 12-13 tasíur1 að hæð, þar eru einnig nógir lótsar2 á ferðum, og ekkert vantar, er við þarf að hafa. Þá við komum svo nærri landi, að tæp míla var til lands, var sjórinn allur að sjá sem kolmórautt skolp 1 Tasía er hér um bil hálf alin; eða um 4 álnir. 2 Lóts er sama sem hafnsögumaður. og því óhreinni sem nær dró landi. Þá við komum að dokkarhliðinu, vorum við búnir að fella öll segl, vinda allt fast og hala inn bugspjótið, því það verður maður að gjöra, annars hætt við að brotni. Dokkirnar eru svo tilbúnar, að menn grafa frá 5 til 8 hundrað faðma á hvern veg; þetta svið er grafið frá 20 til 30 feta djúpt, síðan er allt þetta flórað innan með múrsteini, og fyllt með sementi, síðan eru bakkarnir hlaðnir úr sama efni, þráð- beint upp. Þeir eru víða látnir vera holir innan, þar sem umbúnaður upphölunarvélanna er, sem ekki ganga með damp, heldur upp á annan máta, svo sem vinduvélar, er ganga með spilkrafti. Að öllu þessu búnu eru gjörðar dyr á, og sjórinn fossar inn, og fyllir allt, dyr þessar eru hlaðnar langt í sjó fram, þær eru 30-40 faðma langar, hér um bil 10 að breidd og sumstaðar miklu stærri. Þá við vorum tilbúnir að leggja inn í dokkina, komu menn nokkrir af þeim mörgu, sem þar stóðu, er höfðu hatta á höfðum, með nokkrum gylltum stöfum framan á. Þeir tóku í móti kaðli frá okkur, sem þeir höluðu okkur á inn. Við vorum ekki þeir einu, er þurftu að komast inn, því 3 stórbarkar voru á leiðinni inn um dyrnar á undan okkur, og allt var fullt utan fyrir, svo við vorum í klemmu. Þrenn hlið voru opnuð og látin aftur í hvert skipti og skipin voru inni. Þær hurðir voru nokkuð stór- kostlegar, öngum mannlegum krafti hræranlegar utan með vélum, hliðin opnuðust í miðju, og sín hurð féll á hvern veg svo ekkert sást á, því þær féllu í gróp, sem voru í veggjunum. Hurðir þessar voru slegnar saman úr stórtrjám og plönkum, víst alin á þykkt, hornin voru saman rekin með stórum járnboltum og spöngum. Þá maður var kominn inn um dyrnar, varð plássið rúmbetra; þá sá ég á innra kanti dokkardyranna fetatal, gjört með hvítu, rómversku töluletri. Þar gat maður séð, hvað dokk- in var djúp, og hvað vatnið var djúpt um flóð og fjöru. Sú dokk minnir mig að væri 30 feta djúp. Inn í dokkinni sá ég ótölulegan grúa af skipum. Á mastrafjöldanum var að sjá sem í gegnum þykkvan skóg. Ur kaupskipa- eður stórskipadokkinni lágu dyr inn í fiskiskipadokkina, þar inni lágu sluppirnar [smáskip] eitt- hvað 200, en þó eiga þær þar fleiri heima. Þá maður er komin innar eftir þeirri dokk innst, sér maður hlið og hurðir fyrir á sama hátt, eður enn meiri en þær fyrri. Þá maður gengur að ofan yfir hliðið, er að sjá brú mikla með grindaverki á báðar hliðar. Nú ef maður stæði á brúm þessum, þá opnað er, tekst brúin í sundur um miðju, þá stendur maður á annarri hverri hurðinni, sem falla svo saman að ekkert vatn kemst inn fyrir þær. Þar fyrir innan er þurr skipadokk. Báðum megin við hliðið er útbúnaðurinn til að ljúka upp þessum geysimiklu hurðum, sem halda þunga sjávarins að utan, þá opnað er. Þegar opnað er hægt og sígandi, svo straumurinn verði ekki of strangur og brjóti ekki neitt við opninguna, er dokkarvörðurinn sjálfur við. Dokkin er aflöng. Yfir hana þvera liggja stokkar stórir, sem skipin liggja á, líkt sem bátur á hlunnum. Þarna er gjört við öll skip á þurru. Þeir sem þurfa að láta gera að skipum sínum, verða að borga visst um sólarhringinn. Bryggjur liggja út í dokkina 176 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.