Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 13
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Stúdentamót 1. til 5. Sjung om studentens lyckliga dag látom oss fröjdas i ungdomens vár! Án klappar hjartat með friska slag, och den ljusnande framtid ár vár. Inga stormar án i vára sinne bo, hoppet ár vár ván, vi dess löften tro, nár vi knyta förbund iden lund dár de hárliga lagrarna gro dár de hárliga lagrarna gro Hurra! Áður en byrjað verður að skýra frá sjálfu mótinu, skal tildrögum þess lýst með fáum orðum. Það var þegar kringum 1830, að hugsunin um norræna samvinnu, bæði andlega og pólitiska festi rætur. Og 1838 héldu stúdentar frá Lundi og Kaupmannahöfn sameigin- legan fund. Má telja hann fyrsta vísi norrænna stúdenta- funda og beint sprottinn upp af hinni skandinavisku hug- sjón, en svo var stefna þessi nefnd. [Fimm árum síðar (1843) var norrænt stúdentamót haldið í Uppsölum. Jónas Hallgrimsson sendi því kveðju í ljóði, þar sem hann fagnaði því að „Fundist hafa bræður við Fýnisá.“ Minnti hann fundinn á tilvist íslands og að þar „búi bræður yðrir,“ og óskar vináttu og bræðralagi bless- unar. Síðar var Grímur Thomsen skáld mjög virkur í hinni skandinavisku hreyfingu. En annars munu íslendingar, stúdentar og aðrir, hafa lítt tekið þátt í skandinavisma 19. aldarinnar.] Blómaskeið hinnar skandinavisku stúdentahreyfingar var á árunum 1850-1875, og voru þá haldin mörg norræn stúdentamót. Hið síðasta þeirra var haldið í Uppsölum 1875. Síðan lá hugmynd þessi í dái fram yfir aldamótin 1900, en á árunum 1911-1922 voru nokkur smámót haldin í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Hið fyrsta stóra stúdentamót, er haldið hefir verið síðan 1875 var Oslómótið 1925. Þar voru fulltrúar allra hinna norrænu þjóða. Og annað mótið í röðinni er mót það, sem haldið var í Stokkhólmi 1.-5. júní síðastl., og skal hér skýrt frá hinu helsta, er þar fór fram. „Samband sænskra stúdentafélaga“ boðaði til mótsins og hafði allan veg og vanda af því. Þangað var boðið Dönum, Finnum, fslendingum og Norðmönnum. í Stokkhólmi júní 1928 Undirbúningur undir slíkt mót er geysimikill. Allt þarf að vera fast ákveðið fyrir fram, svo að ekkert fari í handa- skolum og öllum gestum þarf að sjá fyrir húsnæði og fæði. Hafði móttökunefndin leyst starf sitt mætavel af hendi, svo að allir voru ánægðir með viðtökurnar. Okkur íslendingum var boðið til mótsins í tvennu lagi. Annars vegar stúdentum frá Reykjavík, og hins vegar Fé- lagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn. En sem nærri má geta slógum við okkur saman í eina sveit, og völdum við til framsögumanns okkar Þorkel meistara Jóhannesson. Þessir íslenskir stúdentar tóku þátt í mótinu: Frá stúdentafélögunum í Reykjavík: Einar B. Guðmundsson cand. jur. Pétur Benediktsson stud. jur. Sigurjón Guðjónsson stud. theol. Sveinn Ingvarsson stud. jur. Þorkell Jóhannesson mag. art. Þorsteinn Ö. Stephensen stud. med. Frá Félagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn: Árni Björnsson stud. polit. Árni Friðriksson stud. mag. Barði Guðmundsson stud. mag. Jakob Benediktsson stud. mag. Júlíus Björnsson stud. polyt. Ólafur Halldórsson stud. med. Skúli Þórðarson stud. mag. Steindór Steindórsson stud. mag. Sveinbjörn Sigurjónsson mag. art. Frá Noregi kom Magnús Ágústsson cand. med. Vorum við þá 16 alls íslendingarnir, og mun óhætt að fullyrða, að engin hinna norrænu þjóða hefir átt hlutfallslega jafn- marga fulltrúa á þingi þessu. Alls voru þar saman komnir um 1000 fulltrúar. Þar af 115 Danir, 158 Finnar, 220 Norðmenn og afgangurinn voru Svíar frá hinum fjórum háskólabæjum Svíþjóðar. Við félagar komum til Stokkhólms að morgni hins 1. júní með næturlestinni frá Höfn. Með þeirri lest voru einnig danskir og Lundarstúdentar. Þar úti fyrir járnbrautarstöðinni blöktu allir norrænu fánarnir við hún, og öll var borgin fánum skreytt í tilefni mótsins. Um leið og við komum út úr vögnunum tóku starfsmenn stúdentamótsins við okkur og leiðbeindu okkur um bústaði okkar. Varla vorum við fyrr stignir út úr stöðvarhöllinni en að Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.