Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 19
hún endurprentuð óbreytt að fráteknum örfáum leiðrétt- ingum. Vel veit ég að íslenskir og aðrir norrænir stúdentar kunna enn að „fröjdas i ungdomens vár“, allt um breytta tíma og ný lífsviðhorf. Ég trúi því og treysti að um alla framtíð megi „gleðin vera einkunn æsku“, eins og Hannes Hafstein kvað. Gleðin var einkunn norræna stúdenta- mótsins í Stokkhólmi 1928 og þannig minnist ég þess, og þykir mér hlýða að kveðja þær minningar með upphafs- og lokaerindum sænska stúdentasöngsins: „Du gamla klang och jubeltid“, sem mjög var sunginn á mótinu: Þú gamla söng og gleðitíð, vér geymum minning þína. Þó mæði lífsins strit og stríð, þær stjörnur bjartast skína. Nú hljóðna brátt vor ærsli öll, vor æskusöngur, hlátrasköll. O, jerum, jerum, jerum O, quae mutatio rerum. Svo knýtum traustust bræðrabönd á björtum gleðidegi, og leggjum saman hönd í hönd að heit vor bregðist eigi því hefjum glösin góðir menn, sjá, goðin fornu lifa enn, þar gullnar veigar glóa þar gullnar veigar glóa. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hafa skal það, sem sannara reynist í bréfi Páls Helgasonar frá Þórustöðum, sem birtist í síðasta tbl. HEB, slæddist inn sú prentvilla nær upphafi þess, að liðin séu 53 ár frá því Páll var daglegur 12 ára vandræða- gepill í „Kaupfélagsbúðinni“ á Akureyri. Hið sanna er, að árin frá því Páll var 12 ára eru orðin 63. Hins vegar álít ég verulega villandi, að hann kallar sig vandræðagepil, nema fyrir þá, sem þekkja Pál vel og vita að hann er i meira lagi spaugsamur og kann þá list að henda gaman að sjálfum sér. En sagan er ekki öll. Urðu mér á þau leiðu mistök i stuttri kynningu á Páli, sem fór á undan bréfinu, að segja hann Eyfirðing að ætt. Þar skaust mér heldur betur yfir í fræð- unum, því Páll er af þingeysku bergi brotinn, bæði í föður- og móðurætt, og voru foreldrar hans, Helgi Eiríksson og Hólmfríður Pálsdóttir, fædd í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann í Fnjóskadal, en hún í Bárðardal. Ekki verða ættir Páls raktar að þessu sinni, en hins vegar hafði ég orð á því við hann, að vel færi á að hann setti saman stöku um þessi mistök mín og stóð þá ekki á svari. Varpaði hann fram eftirfarandi vísu: Leiðrétta mér Bolla ber. — Boðinn snjall þess fór á leit. — Þingeyskra ég ætta er, orðinn til í Kaupangssveit. Þá benti Páll mér á villu í viðtali við Aðalsteinu Magnúsdóttur á Grund, sem birtist í 3. tbl. HEB á þessu ári. Þar er sagt að fóstursonur sr. Friðriks J. Rafnar vígslubisk- ups heiti Jóhann, en hann heitir Jóhannes. Þakka ég Páli Helgasyni ábendingar hans og vænti þess, að HEB fái línu frá honum áður en langt um líður. Ritstj. - íslenskan á undanhaldi . . . nánar. Ríkisútvarpið hefur um langt skeið gefið út smárit- ið ,,Tungutak“, sem er vettvangur umræðna um málfar. I ,,Tungutaki“ nr. 40, maí 1989, gerir ritstjóri þess og málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, Árni Böðvarsson, til- raun til að túlka hvað í hinni tilvitnuðu málsgrein hér að ofan felst. Árni segir m.a.: „Enginn vafi er á því að margt óskýrmæli og tafs, blót og formælingar, margar vondar beygingar og ýmislegt annað málfar af slíku tagi er íslenskt mál engu að síður en skýr og góður framburður, fagurt mál og gott tungu- tak. En það er aldrei boðlegt í útvarpi nema beinlínis til að sýna slíkt málfar, eins og getur komið fyrir til að mynda í leikritum." Síðar í sömu grein segir Árni: ,,Þeir sem sjá um létta þætti í Ríkisútvarpinu, skemmtiþætti af ýmsu tagi, svo sem eins og þá sem gjarnan eru kenndir við Rás 2 eða einkastöðvarnar, mega ekki misskilja hlutverk sitt þannig að vegna þess eigi þeir að tala slangur í útvarpinu, eða Framhald af bls. 156. sé það að minnsta kosti heimilt. Slangur er að vísu hluti íslensks nútímamáls og hefur eflaust alltaf verið til í ís- lensku. Mat á andstæðunni vandað - óvandað íslenskt mál hefur líklega ekki komið til sögu fyrr en á nítjándu öld. Nú er rík hefð komin á það, og henni ber útvarps- mönnum að hlíta.“ Svo mörg eru þau orð og vil ég gera þau að mínum. Ef við ætlum að forða íslenskunni úr bráðri lífshættu, verðum við að hefja skipulegt björgunarstarf án tafar. Fyrsta skrefið er að gera stjórnendum allra íslenskra fjölmiðla það skylt að ráða ekki til starfa aðra en þá sem hafa gott vald á móðurmálinu; fjölmiðlafólk sem getur skilað sínu án þess jafnframt að valda stórkostlegum spjöllum á móðurmálinu; fjölmiðlafólk sem getur snúið undanhaldi íslenskunnar í sókn. ■Cc^c. J • C^\ Heimaerbezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.