Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 8
Skjóni. Knapi er Sveinn Jónsson frá Hvilft. óbyggðir. Ég hafði ekki við neitt sérstakt að vera, á meðan ég beið. Heldur en ekkert hékk ég langtímum saman þarna upp frá að gæla við hestinn. En eftir þessa ferð kom í ljós, að ég náði Skjóna úti í haganum, ef ég var í sömu fötum og þegar ég fór norður. Ljónstyggur klárinn stóð grafkyrr eins og klettur. Seinna fór það svo að verða sama, í hvaða fötum ég var; ég náði honum alltaf. En enginn annar komst neitt nálægt honum. Þegar Steinunn systir og Þórarinn, maður hennar, fluttu að Miðhúsum í Reykhólasveit, fór Skjóni með þeim. Ég átti heima hjá þeim, meðan ég var að kenna í Reykhólasveit- inni. Svo fluttist ég hingað vestur og fór fljótlega að byggja þetta hús. Og það liðu eitthvað tvö sumur, án þess ég færi að Miðhúsum. En næst, þegar ég fer þangað, segir Stein- unn systir, að það sé nú gaman að vita, hvort Skjóni sé ekki búinn að gleyma mér. Við förum út á mýrarnar utan við Miðhús. Þar var Skjóni í hrossum. Og hann fer strax af stað, þegar við nálgumst. Svo fer ég að kalla til hans, eins og ég var vanur. Þá fer hann að hika. Ég tala þá eitthvað meira við hann og kalla í hann. Þá stoppar hann og ég gekk þar að honum. Þegar Hólaskóli varð 50 ára, fór ég norður á Hólahátíð- ina. Ég hafði Skjóna með, því að þetta átti að vera orlofs- ferð fyrir hann. Það reyndi mikið á Skjóna í ferðinni, því að hesturinn, sem ég hafði með, fékk sinaskeiðabólgu. Fyrstu nóttina í Skagafirði gisti ég í Brimnesi. Um morguninn var Skjóni horfinn. Mér þótti það skrýtið, því að hann var annars ákaflega hagspakur. En þá dettur mér í hug að fara inn á Vatnsleysumýrarnar, sem eru þarna nokkuð fyrir framan Brimnes. Og þá er hann kominn þangað á æsku- stöðvamar. Þeir eru langminnugir, hestarnir. Skjóni varð eftir hjá Steinunni, systur minni. Hún missti Þórarin, mann sinn, og giftist síðar öðrum, sem fyrr er frá sagt. Ég leyfði, að Skjóni væri notaður, og þau mættu, þegar að því kæmi að honum yrði slátrað, nota matinn. En ég setti það skilyrði, að ég fengi húðina flegna heila með faxi og tagli. Ég var ekki alltof efnaður, þegar þetta var. En ég sendi samt hána norður til Akureyrar og lét það fylgja með, að ég vildi fá hana loðsútaða og það skipti ekki máli, hvað það kostaði. En þegar ég fékk hana aftur, hafði hún verið rotuð, allt hárið tekið af henni og hún rist sundur í tvennt. Ég hafði ætlað mér að eiga hana til þess að hafa hana á dívani. Þetta er eitthvað það versta, sem mér hefur verið gert. Ég notaði samt leðrið í töskur og skó á strákana. Á Flateyri Ég sótti um kennarastöðu hér á Flateyri árið 1931, eftir tilmælum Sveins Gunnlaugssonar, sem þá var fyrir nokkru orðinn skólastjóri hér. Við höfðum kynnst, þegar hann var eftirlitskennari í Austur-Barðastrandarsýslu. Árið eftir flutti ég heimilisfang mitt hingað. Skömmu síðar gekk ég að eiga Rögnu, dóttur Sveins. Ragna var af Reykjahlíðar- ætt og Blöndalsætt. Móðir hennar var Sigríður Benedikts- dóttir Sigfússonar, prests á Undornfelli. Sr. Sigfús var son- ursr. Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð. En kona sr. Sigfúsar var Sigríður Oddný Björnsdóttir sýslumanns Blöndals i Hvammi í Vatnsdal. Sveinn skólastjóri var sonur Gunn- laugs skipstjóra Sveinssonar í Flatey á Breiðafirði og þar var Sveinn skólastjóri, áður en hann kom hingað. Við Ragna kynntumst eitt vor í Flatey, þegar ég var þar að kenna sund. Eftir það fór hún suður til Reykjavíkur að nema píanóleik við Tónlistarskólann hjá Páli ísólfssyni. Hún var meðal fyrstu nemenda skólans og stundaði námið í tvo vetur, ásamt með vinkonu sinni úr Flatey, Kristínu Guðmundsdóttur, móður Atla Heimis Sveinssonar, tón- skálds. Kristín var dóttir Guðmundar Bergsteinssonar í Flatey, en Kristín, móðir hans, var hálfsystir sr. Jóns Sveinssonar, Nonna. Sigríður, tengdamóðir mín, var fyrsti organisti Flateyr- arkirkju. Eftir hana önnuðust þær þetta saman, Ragna og María Jóhannsdóttir, móðir Einars Odds Kristjánssonar, útgerðarmanns. Loks tók Ragna þetta að sér og gegndi því ein í mörg ár. Emil, sonur okkar, tók við af móður sinni sem organisti. Kirkjan var vígð árið 1934. Við athöfnina skírði Jón biskup þrjú börn og var Emil eitt þeirra. Biskupi þótti vænt um að þessar barnaskírnir skyldu verða fyrsta verkið í kirkjunni. Ragna, kona mín, andaðist árið 1981, tæplega sjötug að aldri. Hún hafði þá barist við krabbamein í tíu ár. Ég hafði hugsað mér að lenda ekki í sama annríkinu hér og í Reykhólasveitinni. En áður en ég vissi af, var þetta orðið miklu verra hér en þar. Ég var oddviti á kreppuárunum og var þá hvað næst því að flytjast héðan. Peningaleysið var allt að drepa. Það átti enginn nokkurn pening. Maður hafði áhyggjur af því hvort maður gæti borgað bankanum hundrað kóna afborgun fyrir hreppinn. En seinna tímabilið, sem ég var oddviti, á árunum 1944 til 1946, var þetta orðið breytt. Þá óðu allir í peningum. f fyrra skiptið voru pólitískar kosningar, og þá hafði ég orðið að kjósa mig sjálfur. En í seinna skiptið fékk ég öll atkvæðin. í þann tíð voru menn með öll gögn inni á heimilum sínum. Fundir voru haldnir hérna frammi í miðherberginu. Ég man alltaf, hvað Ragna var fegin, þegar peningaskápur 152 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.