Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 31
Þvereyri á Suðurey. tekinn og mætti mínum fjær. Það jók líka ekki alllítið á kvalir mínar að verða að vera niðri í lestinni, því þar var svo sterkur hiti og illt loft, hrossin byltust einatt, bitust og börðust. Þó við værum búnir með mestu fyrirhöfn að reisa 5-6, sem öll lágu hvert ofan á öðru, þá voru á öðrum stað fallin 8 og 9. Það hvað stundum svo rammt að, að við þurftum allir að koma til og reisa þau, og létum skipið stjórnlaust á meðan. Við vorum eins og dregnir af sundi af svita; þetta kom mikið til af því, að of þröngt var í skipinu. Þá við nálguðumst Færeyjar, fengum við logn og þoku svo svarta, að ekki sást út yfir borðin. Við vissum ógjörla, hvar við vorum, en til lukku birti brátt, svo við sáum til sólar og kapteinninn gat náð sólarhæðinni og gat þess strax til, að við værum austan undir Litlu Dímun það er smá eyðiey í Færeyjum. Þar hafa nokkrir bændur fénað sinn. Alls vorum við 8 daga á leiðinni til Færeyja. Við lögðum inn að Suðurey. Kaupstaður sá, er við komum fyrst að, hét Þvereyri. Þá voru dauðir 9 hestar, sem við köstuðum öllum með húð og hári, en 5 létum við fara á land, sem öll voru sár og sundur grafin, af því sem önnur höfðu bitið og slegið. Við álitum þau að öngvu leyti ferðafær. Skipinu lögðum við við bryggjusporð, þar fengum við vatn og hey um borð. Mr. Askan fór í Iand og í brúðkaup eitt, er haldið var þar í eyjunum. Fyrsta kvöldið gekk ég lítið eitt í land mér til skemmtunar, að sjá mig um, og sá þar fyrst fær- eyskan kvenmann. Hún var að sækja vatn. Ég heilsaði henni og spurði hana, hvar bærinn sé, sem kapteinninn væri í heimboði á, en hún tekur til og þylur mér eitthvað, sem ég skildi ekkert í. Ég hélt, að það stúlkugrey mundi aldrei ætla sér að þagna. Ég stóð yfir henni eitthvað hálf- an tíma, sem hún lét einlægt dæluna ganga. Mér leizt ekki á blikuna og dró mig í burtu það skjótasta. Hún var víst að segja mér eitthvað um, hvað skemmtilega það mundi ganga til í brúðkaupinu. Ég fór um borð að því búnu, og lagði mig til hvíldar, því ég var mjög þreyttur. Daginn eftir kom til mín ís- lenzkur snikkari, sem var kallaður Sívertsen; hann var ættaður af Vesturlandinu. Hann hafði komið giftur til eyj- anna og var búsettur þar. Það var hinn allra þægilegasti maður. Hann sagði mér, að sér væri nýtt um að sjá ís- lenzkan mann. Hann spurði mig margs af Islandi. Hann sagði, að ekkert þækti sér verra en þurfa að skilja við mig svo bráðlega, sagði mér, að kirkja væri í smíðum þar í næstu sókn, sem hann mætti ekki fara frá, því hann væri yfirsmiðurinn. Hann bað mig ganga með sér til búðar og drekka skilnaðarskál. Ég gjörði svo. Að því búnu skildumst við og höfum ekki sést síðan. En um kveldið komu til mín smástúlkur 2, önnur var 10 en hin 12 ára. Sú eldri heilsar uppá mig á íslenzku, og segir mér að móðir sín biðji mig koma til sín í kveld. Þetta voru dætur snikkarans. Ég spurði hver hefði kennt þeim íslenzku, en þær sögðu að móðir sín hefði gjört það strax áður en færeysku. Heima er bezt 175

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.