Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 9
hreppsins var borinn hérna niður stigann og út. Þá var ég laus. Ég var lengi í stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar, síðustu árin sparisjóðsstjóri. En þetta var orðið of mikið til þess að hægt væri að sinna því með skólanum. Það var samt ekki fyrr en í fyrra að ég lét af stjórnarformennsku í sparisjóðn- um. Um tíma var ég svo í stjórn kaupfélagsins og síðast formaður. Hreppstjóri var ég líka á tímabili. Ég hafði gaman af því að vera sýslunefndarmaður. Og það var oft gaman á sýslufundunum. Hann var skemmti- legur maður, hann Jóhann Gunnar Ólafsson, sem hér var lengi sýslumaður. Á sýslufundunum passaði ég mig alltaf að tala vel um sauðkindina. Sr. Stefán heitinn Eggertsson á Þingeyri talaði illa um hana. Því var það, að ef okkur Stefáni greindi á í einhverju máli. þá átti ég alltaf stuðning þeirra Jóhannesar Davíðssonar í Hjarðardal og Guðmundar Inga Kristjáns- sonar á Kirkjubóli. Ein vísa, sem ég botnaði hjá Jóhanni Gunnari, fór nokkuð víða. En menn túlkuðu hana víðara en ég hafði ætlast til í upphafi. Það var sýslunefndarfundur á Þingeyri. Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, hafði boðið okkur í bíltúr. Jóhann Gunnar kastaði þá fram þessum fyrriparti: Dýrlegt í Dýrafirði draumfögur undralönd. En svo ók Eiríkur út af, eins og stundum kom fyrir hann. Þá kom botninn alveg af sjálfu sér: En lífið er lítils virði lagt í Eiríks hönd. Það gustaði alltaf talsvert um Eirík í Dýrafirðinum. Jóhann Gunnar hafði ákaflega gaman af svona smá- kímni. Hann var merkilegur maður. Hann hafði frum- kvæði að varðveislu gamalla minja og minninga á ísafirði. Sturla Jónsson, hreppstjóri í Súgandafirði, var líka mjög hressilegur maður, máttarstólpi í sínu byggðarlagi og mikill reglumaður. Við Sturla áttum margar skemmtilegar stundir saman. Þórleifur Bjarnason, námsstjóri, sagði mér tilsvar sr. Árna Pálssonar, dóttursonar sr. Árna Þórarinssonar pró- fasts. Þórleifur hafði fengið kransæðastíflu. Sr. Árni Páls- son fréttir það og segir: „Er nú Þórleifur kominn með kransæðastíflu? Ekki er það fitan! Ekki er það óreglan! Og ég, sem hélt, að mannhelvítið væri samviskulaus!“ Ég var sjálfur lengst af í stúku. Þegar vinfengi okkar Skjóna hófst í ferðinni góðu til Akureyrar, hafði ég sam- band við kaupfélagsskrifstofuna á Akureyri og beiddist þess þar, að félli ferð fram i fjörð, þá yrði pabbi látinn vita, að ég væri á Akureyri þessa daga. Daginn eftir fór ég niður í kaupfélagsbúð, sem þá var bara ein, því að kaupfélagið var þá ekki orðið það stórveldi, sem það er nú. Þegar ég kem inn í búðina, heyri ég að búðarmaðurinn segir: „Það má þá loka nótunni hans Hjálmars." Ég sé, að við nótunni tekur maður, sem stóð fyrir framan búðarborðið. Ég geng Frá Flatev á Breiðafirði. Málverk eftir Veturliða Gunnarsson, list- málara. (Ljósmynd: Guðmundur B/örgvinsson, Flateyri). til hans og spyr hann að heiti. „Hjálmar Þorláksson,“ segir hann. „Og hver ert þú, góði?“ spyr hann svo. „Hjörtur Hjálmarsson," segi ég. Þetta var í fyrsta sinn sem við sá- umst, feðgarnir, eftir að þau mamma skildu. Ég mundi ekkert eftir föður mínum, sem skiljanlegt var. En mamma hafði átt af honum myndir, þar sem hann var bæði með yfirskegg og alskegg. Pabbi varð hjartanlega glaður við fund okkar og fór með mig víða um Akureyri til þess að sýna kunningjum sínum gripinn. En það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég kom í Villingadal. Það var, þegar Emil sonur okkar fór á Menntaskólann á Akureyri. Þegar pabbi var hættur að búa og kominn í hornið hjá sonum sínum í Villingadal, heimsótti ég hann einu sinni sem oftar. Pabbi dró þá upp úr horninu hjá sér pela og bauð mér hressingu. Ég vissi, að þetta var næstum það eina, sem hann hafði fullt ráð á sjálfur og þvi lá mér við að þiggja sopa: ætlaði svo að kæra mig í stúkunni, þegar ég kæmi heim. Það varð þó ekki af því, að ég smakkaði það hjá honum. Pabbi fékk sér stundum í staupinu. En Þormóður Sveinsson segir frá því í „Minningar úr Goðdölum“, að pabbi hafi alltaf verið stilltur við vín. Pabbi bar mjallahvítt alskegg á efri árum. Jón bróðir minn sagði mér, að einhverju sinni hefði komið til sín maður. Þeir sátu í stofu í Villingadal og spjölluðu saman. í stofunni hékk mynd af pabba á vegg. Gesturinn mun hafa verið heldur sjóndapur. Allt í einu segir hann við Jón: „Heyrðu, hvaða fallegi foss er þetta þama?“ Honum sýndist skeggið á pabba vera hvítfyssandi fallvatn. Hrólfur nokkur úr Ábæ heimsótti pabba alltaf öðru hvoru og taldi að hann hefði bjargað lífi sínu, þegar hann lenti í Hofsá, sem rennur niður Vesturdalinn. Áin var þá í miklum leysingjum, en pabbi hafði náð í hann og bjargað honum. Jóhann Gunnar kallaði alltaf á okkur í kaffi heim til sín í lok sýslufunda. Einhverju sinni, þegar verið var að undir- búa fyrsta forsetaframboðið, erum við sýslunefndarmenn- Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.