Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 10
Flateyri í sumarskrúða. Myndin er tekin af fjallsbrún Þorfinns, en Þorfinnur er tignarlegt fjall, sem stendur við Önundarfjörð sunn- anverðan. (Ljósmynd: Guðmundur Björgvinsson, Flateyri). imir staddir heima hjá sýslumanni og framboðið berst í tal. Við vorum allir Ásgeirsmenn, nema Jóhannes Davíðsson. Eins og til þess að réttlæta sína afstöðu, segir Jóhannes, að hann hafi verið upphafsmaðurinn að framboði sr. Bjarna. Morguninn eftir erum við að leggja af stað heim með Djúpbátnum. Þá er Þórleifur Bjarnason staddur niðri á bryggju. Hann víkur að Jóhannesi og segir: „Er það satt, Jóhannes, að þú sért ljósfaðir uppvakningsins?“ En í raun datt engum annað í hug en að sr. Bjarni, þessi velmetni kennimaður, yrði sjálfkjörinn, enda stóðu tveir langstærstu stjórnmálaflokkarnir að framboði hans. Sr. Bjarni fékk líka yfirleitt meirihluta landsbyggðaratkvæða, nema hér á Vestfjörðum. Ásgeir hlaut um 80% atkvæða hér í Vestur- ísafjarðarsýslu. En ég var hissa, þegar ég sá, hvað munur- inn var lítill í Eyjafirði, á milli sr. Bjarna og Ásgeirs, þótt Ásgeir nyti stuðnings fyrirmanna á borð við Bernharð Stefánsson. Um hríð var ég sáttamaður í vinnudeilum. Það var oft dálítið óþægilegt. Fundir voru yfirleitt haldnir á Isafirði og þá þurfti maður yfir Breiðadalsheiðina hvenær sem var að vetrinum. En þegar ég varð stjórnarformaður í útgerðarfé- lagi hér notaði ég tækifærið og losaði mig við sáttasemj- arastarfið. Ég gaf eftirmanni mínum þetta heilræði: Meðan þú getur haldið þeim í góðu skapi, þá er alltaf von. Af sáttafundunum man ég eftir skemmtilegum manni, Baldri Jónssyni, afkomanda Manga franska, sem kallaður var, og var prestur norður á Stað í Aðalvík. Baldur gat rokið upp, en ákaflega fljótt úr honum. Einu sinni á sáttafundi rauk Baldur upp út af því, að einhver hafði borið honum á brýn, að hann stæði ekki við orð sín. Kvaðst Baldur ekkert mæta á fund, sem fyrirhugaður var morguninn eftir. En þegar til kom, var hann mættur fyrstur manna. Þá stakk ég að honum þessari vísu: Á Baldurs loforð líta ber sem léleg upp til hópa, svo að jafnvel sannað er hann svíkist um að skrópa. Baldur hló hátt og var allur annar maður á eftir. Árið 1960 tók ég við skólastjórn af Sveini, tengdaföður mínum, og gegndi henni í 10 ár, þangað til ég var 65 ára. Ég byrjaði svo snemma að kenna, að ég hlaut 76% eftirlaun, þegar ég hætti. Þá var sparisjóðurinn farinn að kalla mjög á starfskrafta mína. Emil, sonur okkar, tók við af mér sem skólastjóri. Hann kennir nú við Grunnskóla Mosfellsbæjar. Sigríður heitin, tengdamóðir mín, átti bróður, sem hét Emil Ragnar. Hann var fæddur á sumardaginn fyrsta, sem 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.