Heima er bezt - 01.05.1990, Blaðsíða 24
Jónas Jónsson.
ráði og dáð. En sjálfsagt á hún og sjálf þátt í vinsældum
sínum, meiri og minni.“
Tveimur dögum síðar sagði Þorsteinn Briem landbún-
aðar- og kennslumálaráðherra í ræðu á fullveldishátíð
stúdenta:
„Vér verðum að muna að tveir stúdentar, sem komnir
eru að embættisprófi, þeir eyða ekki öllum dögum í karp og
rifrildi. . . Hið sama verður þjóðin að gera nú. Hún verður
að beita öllum kröftum að markinu — því marki að leysa
prófþrautina með sigri og sæmd.“
Eftir mikil átök varð að ráði að fresta lausn kjördæma-
málsins til næsta árs, 1933. Ásgeir Ásgeirsson hafði meiri
áhuga á samkomulagi í því en flestir flokksbræður hans.
Hann taldi það eitt helsta verkefni stjórnar sinnar að ná um
þetta skaplegum sáttum, sem og tókst, en nú skal lítillega
vikið að tveimur málum sem hefðu getað reynst stjórnar-
samstarfinu hættuleg og jafnvel banvæn.
Eins og áður var fram komið, hafði Jónas Jónsson verið
dómsmálaráðherra í ráðuneytum Tryggva Þórhallssonar,
en dómsmálaráðherra fór þá með það ákæruvald sem síðar
var falið saksóknara ríkisins.
Hermann Jónasson var ungur og vaskur lögfræðingur,
harðskeyttur Framsóknarmaður, bæjarfulltrúi flokksins í
Reykjavík, og þar hafði Jónas Jónsson skipað hann lög-
reglustjóra 1929. Eftir þáverandi kerfi fór hann með vald
sem nú er í höndum borgardómara.
Magnús Guðmundsson, sem tók við dómsmálaráð-
herraembættinu af Jónasi Jónssyni, var starfandi lögfræð-
ingur og hæstaréttarmálflutningsmaður í Reykjavík jafn-
framt þingmennskunni. Hann hafði verið kærður fyrir
meint ósæmileg skipti af gjaldþrotamáli erlends heildsala
sem leitað hafði lögfræðilegrar aðstoðar hans. Þessi kæra
hafði lengi legið óafgreidd hjá dómsmálaráðherra Jónasi
Jónssyni, en áður en hann léti af embætti, hreinsaði hann til
á skrifborðinu sínu og ákvað þá meðal annars að þessi kæra
skyldi ganga sinn gang, en nú vildi svo til að hún var ekki
aðeins gegn málflutningsmanni og þingmanni, heldur ein-
mitt þeim manni sem var að taka við dómsmálaráðuneyt-
inu af sjálfum honum. Þetta vissu þingmenn auðvitað,
þegar stjórnarskiptin voru að gerast, og gerðu þingmenn
Alþýðuflokksins veður út af því, að maður með kæru yfir
sér væri gerður að dómsmálaráðherra. Ásgeir Ásgeirsson
sagði við umræður á alþingi að Jón Baldvinsson (formaður
Alþýðuflokksins) vissi vel að Magnús Guðmundsson væri
ekki frekar sakamaður en Jón sjálfur.
Magnús hafði ekki skap til að afturkalla kæruna, þótt
hann hefði nú vald til þess. Gekk hún fram, og hinn 9.
nóvember kvað Hermann Jónasson upp dóm í málinu, en í
þeim dómi fékk sjálfur dómsmálaráðherrann 15 daga
fangelsi við venjulegt fangaviðurværi sem var heldur fá-
breytt í þá daga.
Magnús Guðmundsson gaf þá út yfirlýsingu, þar sem
hann sagði, að þótt hann teldi þennan dóm rangan, þá
hefði hann ákveðið að segja þegar af sér, því að hann liti
svo á að í ráðherrasæti ætti enginn að sitja sem hlotið hefði
áfellisdóm hjá löglegum dómstóli, meðan þeim dómi væri
ekki hnekkt af æðra dómstóli. Jafnframt lýsti hann yfir því,
....... .......J
Æm
m
M:
Jón Baldvinsson.
168 Heima er bezt