Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 62

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 62
JÚLÍUS HAVSTEEN: MAGNÚS HEINASON Leikrit, sem byggt er á gamalli ættarsögu og munnmælum og fjallar um átök tveggja stórbrotinna manna, sævíkingsins og ríkisféhirðisins, sem báðir nutu hylli Danakonungs en voru sjálfir hatursmenn. 132 bls. Bók nr. 7001 HEB-verð kr. 350 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: HUGSAÐ HEIM 58 kvæði. Kærkomin bók allra hinna mörgu aðdáenda Ingibjargar. Bók nr. 7002 HEB-verð kr. 700 PÉTUR AÐALSTEINSSON frá Stóru-Borg: BÓNDINN OG LANDIÐ í þessum hugþekka ástaróði íslensks bónda til landsins og moldarinnar, eru 30 gullfalleg kvæði í hefðbundnum stíl. Bók nr. 7003 HEB-verð kr. 300 JÓN BJARMAN: LÝSING Ljóð eftir Jón Bjarman. Bókin skiptist í eft- irfarandi kafla: Land, Fólk, Land og fólk í vestri og Fólk úr orði. Bók nr. 7004 HEB-verð kr. 250 GUÐMUNDUR FRÍMANN: DRAUMUR UNDIR HAUSTSTJÖRNUM LJÓÐ Úr ritdómi eftir Helga Sæmundsson, rit- höfund: „Og um það verður ekki deilt að G.F. er í hóþi snjöllustu Ijóðskálda samtíðarin- nar...Honum hefurtekist að breyta órum og hugboðum í áhrifamikinn, hugðnæm- an og göldróttan skáldskap. Kvæðin reyn- ast því snjallari sem maður les þau oftar.“ Bóknr.7005 HEB-verð kr. 150 JÓN BJARNASON FRÁ GARÐSVÍK: ANDVÖKURÍM Úr „einskonar formála“: íslendingar allir þrá óðargrip að smíða. Tilrauninni fæstir frá feitum hesti ríða. Meðan aðrir eiga skjól undir draumsins runni Bragi að mér borð og stól ber í andvökunni. Bók nr. 7006 HEB-verð kr. 250 ÞORSTEINN FRÁ HAMRI: FIÐRIÐ ÚR SÆNG DALADROTTNINGAR „List og skáldskapur eru, þegar allt kemur til alls, fyrst og fremst spurnir um manninn sjálfan og innstu kviku hans,“ segir einn gagnrýnandi um Þorstein í ritdómi. „Þor- steinn frá Hamri efar og uggir, en um hitt verður tæpast deilt að hann glímir einarð- lega og drengilega við þetta sameiginlega leyndarmál allra manna.“ Bók nr. 7007 HEB-verð kr. 400 BRAGI SIGURJÓNSSON: SUNNAN KALDBAKS LJÓÐ Ljóð úr bókinni: Kvöldsvala leggur inn Kjalarnes, Keilir í skugga dokar, Hengillinn neðar á höfuð sér hatti regnvotum þokar. Máfur stakur við Úlfarsá yfir smásílum vokar. Bók nr. 7008 HEB-verð kr. 250 BRAGI SIGURJÓNSSON: SUMARAUKI LJÓÐ í afmælisgrein um Braga Sigurjónsson sextugan segir Kristján skáld frá Djúþa- læk m.a.: „Nú ber ég fulla virðingu fyrir manni hinna fjölbreyttu starfa, á vettvangi dægranna, en sþá mín er sú, að framtíðin muni leng- ur muna og hafa áhuga á Ijóðskáldinu Braga Sigurjónssyni, og afrakstri hinna hljóðu stunda í lífi hans, er hann gekk inn í helgidóm hjarta síns og söng eins og lík- ur væru að enginn heyrði til.“ Bók nr. 7009 HEB-verð kr. 150 BALDUR EIRÍKSSON FRÁ DVERGSTÖÐUM: DVERGMÁL LJÓÐ Lítið mun höfundur hafa fengist við kveð- skap á uppvaxtarárum sínum, en þegar hann kom til starfa hjá KEA voru þar starfandi nokkrir snjallir hagyrðingar og spéfuglar, sem hvergi spöruðu yrkingar. i Var þar ekki deigum vært, og vildi hann þá ekki láta sinn hlut eftir liggja. Bóknr.7010 HEB-verð kr. 300 BALDUR ÓSKARSSON: STEINARÍKI Erlingur Halldórsson segir svo um kveð- skap Baldurs: „Einkenni á Ijóðagerð Baldurs Óskarsson- j ar virðist mér vera skörp sjón, djúp íhygli ! og þróttmikill kliður hendinga. Hann er kjarnyrtur, Ijóðform hans yfirleitt þröngt og | málfarið agað... Undantekningarlítið er eining efnis og forms fullkomið en það má telja aðal skáldskapar." Bók nr. 7011 HEB-verð kr. 250 RAGNAR INGIAÐALSTEINSSON: EN HITT VEIT ÉG Ljóð úr bókinni: Líður kvöldið, Ijós er slökkt lokast dagsins brautir. Malbik svefnsins mjúkt og dökkt mildar hugans þrautir. Nýjar lendur nem ég einn nóttin vitjar sinna. Fer á kostum frjáls og hreinn Fiat drauma minna. Bók nr. 7012 HEB-verð kr. 250 JÓHANN M. KRISTJÁNSSON: SÁL MÍN HLUSTAR Höfundur þessa Ijóðakvers er Norður- Þingeyingur, Jóhann M. Kristjánsson frá Skoruvík á Langanesi. Hann hóf sig upp úr heilsuleysi með þrotlausri líkamsrækt um árabil á unga aldri og varð efldur að líkamsburðum. Síðar lagði hann rækt við 62 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.