Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 62

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 62
JÚLÍUS HAVSTEEN: MAGNÚS HEINASON Leikrit, sem byggt er á gamalli ættarsögu og munnmælum og fjallar um átök tveggja stórbrotinna manna, sævíkingsins og ríkisféhirðisins, sem báðir nutu hylli Danakonungs en voru sjálfir hatursmenn. 132 bls. Bók nr. 7001 HEB-verð kr. 350 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: HUGSAÐ HEIM 58 kvæði. Kærkomin bók allra hinna mörgu aðdáenda Ingibjargar. Bók nr. 7002 HEB-verð kr. 700 PÉTUR AÐALSTEINSSON frá Stóru-Borg: BÓNDINN OG LANDIÐ í þessum hugþekka ástaróði íslensks bónda til landsins og moldarinnar, eru 30 gullfalleg kvæði í hefðbundnum stíl. Bók nr. 7003 HEB-verð kr. 300 JÓN BJARMAN: LÝSING Ljóð eftir Jón Bjarman. Bókin skiptist í eft- irfarandi kafla: Land, Fólk, Land og fólk í vestri og Fólk úr orði. Bók nr. 7004 HEB-verð kr. 250 GUÐMUNDUR FRÍMANN: DRAUMUR UNDIR HAUSTSTJÖRNUM LJÓÐ Úr ritdómi eftir Helga Sæmundsson, rit- höfund: „Og um það verður ekki deilt að G.F. er í hóþi snjöllustu Ijóðskálda samtíðarin- nar...Honum hefurtekist að breyta órum og hugboðum í áhrifamikinn, hugðnæm- an og göldróttan skáldskap. Kvæðin reyn- ast því snjallari sem maður les þau oftar.“ Bóknr.7005 HEB-verð kr. 150 JÓN BJARNASON FRÁ GARÐSVÍK: ANDVÖKURÍM Úr „einskonar formála“: íslendingar allir þrá óðargrip að smíða. Tilrauninni fæstir frá feitum hesti ríða. Meðan aðrir eiga skjól undir draumsins runni Bragi að mér borð og stól ber í andvökunni. Bók nr. 7006 HEB-verð kr. 250 ÞORSTEINN FRÁ HAMRI: FIÐRIÐ ÚR SÆNG DALADROTTNINGAR „List og skáldskapur eru, þegar allt kemur til alls, fyrst og fremst spurnir um manninn sjálfan og innstu kviku hans,“ segir einn gagnrýnandi um Þorstein í ritdómi. „Þor- steinn frá Hamri efar og uggir, en um hitt verður tæpast deilt að hann glímir einarð- lega og drengilega við þetta sameiginlega leyndarmál allra manna.“ Bók nr. 7007 HEB-verð kr. 400 BRAGI SIGURJÓNSSON: SUNNAN KALDBAKS LJÓÐ Ljóð úr bókinni: Kvöldsvala leggur inn Kjalarnes, Keilir í skugga dokar, Hengillinn neðar á höfuð sér hatti regnvotum þokar. Máfur stakur við Úlfarsá yfir smásílum vokar. Bók nr. 7008 HEB-verð kr. 250 BRAGI SIGURJÓNSSON: SUMARAUKI LJÓÐ í afmælisgrein um Braga Sigurjónsson sextugan segir Kristján skáld frá Djúþa- læk m.a.: „Nú ber ég fulla virðingu fyrir manni hinna fjölbreyttu starfa, á vettvangi dægranna, en sþá mín er sú, að framtíðin muni leng- ur muna og hafa áhuga á Ijóðskáldinu Braga Sigurjónssyni, og afrakstri hinna hljóðu stunda í lífi hans, er hann gekk inn í helgidóm hjarta síns og söng eins og lík- ur væru að enginn heyrði til.“ Bók nr. 7009 HEB-verð kr. 150 BALDUR EIRÍKSSON FRÁ DVERGSTÖÐUM: DVERGMÁL LJÓÐ Lítið mun höfundur hafa fengist við kveð- skap á uppvaxtarárum sínum, en þegar hann kom til starfa hjá KEA voru þar starfandi nokkrir snjallir hagyrðingar og spéfuglar, sem hvergi spöruðu yrkingar. i Var þar ekki deigum vært, og vildi hann þá ekki láta sinn hlut eftir liggja. Bóknr.7010 HEB-verð kr. 300 BALDUR ÓSKARSSON: STEINARÍKI Erlingur Halldórsson segir svo um kveð- skap Baldurs: „Einkenni á Ijóðagerð Baldurs Óskarsson- j ar virðist mér vera skörp sjón, djúp íhygli ! og þróttmikill kliður hendinga. Hann er kjarnyrtur, Ijóðform hans yfirleitt þröngt og | málfarið agað... Undantekningarlítið er eining efnis og forms fullkomið en það má telja aðal skáldskapar." Bók nr. 7011 HEB-verð kr. 250 RAGNAR INGIAÐALSTEINSSON: EN HITT VEIT ÉG Ljóð úr bókinni: Líður kvöldið, Ijós er slökkt lokast dagsins brautir. Malbik svefnsins mjúkt og dökkt mildar hugans þrautir. Nýjar lendur nem ég einn nóttin vitjar sinna. Fer á kostum frjáls og hreinn Fiat drauma minna. Bók nr. 7012 HEB-verð kr. 250 JÓHANN M. KRISTJÁNSSON: SÁL MÍN HLUSTAR Höfundur þessa Ijóðakvers er Norður- Þingeyingur, Jóhann M. Kristjánsson frá Skoruvík á Langanesi. Hann hóf sig upp úr heilsuleysi með þrotlausri líkamsrækt um árabil á unga aldri og varð efldur að líkamsburðum. Síðar lagði hann rækt við 62 Bókaskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.