Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 6
Vil markaðssetja brimið „Ég hef alltaf viljað hafa mikið fyrir stafni. Oft fæ ég hugmyndir, sem mér finnst ég verði að hrinda í fram- kvæmd,“ segir Asi Markús. Hann situr andspænis blaða- manni, þar sem við höfum komið okkur fyrir á efri hæð hússins Ásheima á Eyrarbakka, en þar hefur Ási komið upp gistiheimili. Ut um suðurglugga hússins sést svo á haf út, og í fjörunni leikur svarrandi brim Atlantshafsins. Brimið hefur einmitt orðið Ása uppspretta góðrar hug- myndar. Fyrir fáum árum setti hann fram þá hugmynd á ráðstefnu, sem aðilar í ferðaþjónustu á Suðurlandi stóðu fyrir, að markaðssetja brimið við Eyrarbakka. Fá hingað til lands ferðamenn, sem heyra vildu og sjá magnþrung- inn kraft þess. Brimhljóðin mætti svo setja á hljóðsnæld- ur, sem selja mætti víða um lönd, eins og til dæmis heill- andi tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur. Hugmynd þessi vakti mikla athygli í fjölmiðlum, þó ekkert hafi orðið af framkvæmdum ennþá. Eyjapeyinn og Eyrbekkingurinn Ási Markús Þórðarson hélt 22. júní á síðasta ári upp á 60 ára afmæli sitt. Þá voru liðnir réttir sex áratugir frá því að pattaralegur strákur fæddist þeim Guðfinnu Stefánsdóttur og Þórði Þórðar- syni skipstjóra á Sléttabóli í Vestmannaeyjum. „Ætli dagar mínir sem Eyjapeyja hafi ekki verið ósköp svipaðir og annarra stráka á þessum tíma. Maður fór fljótt að vinna fyrir sér, og eins og samfélagið er í Eyjum, þurfti ég ungur að fara að vinna fyrir mér og spjara mig. Það er siður Eyjamanna,“ segir Ási í upphafi samtals þessa. Og hann heldur áfram: Föðurmissir sýndi mér hörku heimsins „Föður minn missti ég sjö ára gamall. Hann var skip- stjóri á bátnum Ófeigi VE, sem fórst með allri áhöfn út af Þykkvabæjarfjöru þann E mars 1942. Mér var þetta mik- ill missir, sem sýndi mér jafnframt hörku heimsins. Fyrir vikið varð ég sem einstaklingur eðlilega harðari af mér og einsetti mér að verða ofan á í baráttunni - en ekki und- ir. Því þurfti maður að bjarga sér og sínum á ýmsan máta. Maður gerði sér far um að hnupla niðri á bryggju máske einum og einum þyrsklingi og selja svo körlunum aftur. Auðvitað vissu þeir vel, hvaðan fiskurinn var, en engu að síður voru þeir margir ósínkir á að borga manni 10 eða 25 aura fyrir. Tólf ára gamall fór ég að vinna við upp- skipun á kolum hjá Helga heitnum Benediktssyni. Helgi, sem er faðir Páls ferðafrömuðar, æskufélaga míns, var mér ákaflega góður og liðsinnti mér á ýmsan hátt. Oft gaukaði hann eplum og appelsínum að okkur systkinun- um, en ávextir voru mikið hnossgæti á þessum árum,“ segir Ási Markús. Asi Markús segir, að föðurmissir þegar harin var átta ára hafi verið sér sár. „Fyrir vikið varð ég sem einstaklingur eðlilega harðari afmér og einsetti mér að verða ofan á í baráttunni, en ekki undir. “ Ekki er annað að sjá á þess- ari mynd, þar sem hann heldur hjólastelli af hestakerru hátt á lofti. Heimaklettur í baksýn. „Vorið 1943, þá að verða níu ára gamall, var ég sendur í sveit hér á Eyrarbakka, eins og gert var gjarnan með peyja á þessum tíma. Var Eyrarbakki á þessum tíma fyrst og fremst landbúnaðarstaður. I sveit var ég tvö sumur hjá hjónunum Kristjáni Guðmundssyni og Þóru Þórðardóttur, sem bjuggu í Merkisteini, sem er með austustu húsunum hér á staðnum. Það var svo árið 1947, þegar ég varð þrettán ára, að ég réð mig til Rafmagnsveitna ríkisins og kvaðst vera sextán ára gamall. Þannig slapp ég í gegn og fékk vinnu. Ég var þetta sumar að mæla fyrir háspennu- línu, sem lá frá Selfossi og alla leið austur að Hellu. Um haustið fór ég svo heim til Vestmannaeyja og var þar í skóla til vors. Fór svo aftur að vinna hjá RARIK snemma næsta vor. En áður en ég fór til þeirra starfa, hringdi ég upp á land til verkstjórans, sem var norskur maður, Jakob Olsen, og sagði að mér seinkaði um nokkra daga, því að nú ætti að ferma mig. Mikið varð verkstjórinn undrandi; ég hafði sagst vera sextán ára í fyrra, en var núna kominn á fermingaraldurinn - sautján ára gamall! 42 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.