Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 29
gómagj arni staldri við á göngu sinni
og íhugi vandlega, hvort spíritisminn
sé ekki háleitari, helgari og dýrmæt-
ari en aðeins stundarfróun við hugs-
unina um þá duldu krafta, sem geta
fært borð úr stað eða með höggum
gefið í skyn samhangandi og skiljan-
leg orð - menn íhugi hvort ekki sé
hugsanlegt, að þessi veiku högg
borðsins, sem oft virðast samhengis-
laus, eða lyfting þess frá gólfi, séu
ekki opnaðar dyr, þar sem geislaflóði
stafar yfir myrkur jarðar og undir-
heima, og huggunarrík og gleðileg
tákn þess að þeir, sem farnir eru á
undan, séu að snúa aftur til þess að
vara meðbræður sína við.
Ég lít aftur til liðinna atburða líkt
og hermaður, sem hefir barist og
sigrað, og ég finn að allt hefir áunn-
ist, sem ég þráði einlæglega og barð-
ist fyrir, og nú reyni ég að stika út
betri veg öllum þeim til handa, sem
enn eru í hita og þunga orrustunnar,
svo að þeir geti notað þá dýrmætu
náðartíð, sem þeim er ætluð á jörð-
inni betur og um leið gengið öruggir
áleiðis eftir hinum markaða og lýsta
vegi, sem leiðir þá að lokum heim til
hvíldar og friðar.
Franchezzo.
1. kafli
Dagar í myrkri
r
g hefi verið vegfarandi á
fjarlægum slóðum, sem
hvorki hafa staðarákvörðun
né nöfn hjá ykkur jarðarbúum.
Mig langar til í sem stystu máli að
lýsa þeirri vegferð, svo einnig þeir,
sem síðar er ætluð sama vegferð, geti
vitað hvað bíður þeirra, þegar röðin
kemur að þeim.
A jörðinni lifði ég sama lífi og allir
þeir gera, sem aðeins sækjast eftir
eigin nautnum og hag.
Væri ég ekki óvinveittur einhverj-
um eða ég sýndi þeim umburðar-
lyndi, sem mér þótti vænt um, þá var
það alltaf í þeim tilgangi, að þeir
ættu í staðinn að þjóna nautnum
mínum og sýna mér þá ást og virð-
ingu, sem var líf mitt.
Ég var hæfileikum búinn, prýðis-
vel gefinn og líkamlega hraustur, og
frá barnæsku vandist ég oflæti ann-
arra og það urðu brátt einkunnarorð
lífs míns.
Mér kom aldrei í hug hin fórnandi
ást, þar sem allt er lagt í sölurnar af
elsku til náungans, né hitt að engin
er von lífhamingju nema með því að
stuðla að hamingju ástvinanna.
I öllu lífi mínu og meðal allra
þeirra kvenna, sem ég elskaði og
hneigðist að, fannst engin, sem skír-
skotaði nægilega til hins háleita í
eðli mínu, til míns betri manns,
þannig að ég gæti talað um hreina,
fölskvalausa ást, sem var þó hið há-
leita mark drauma minna. Hjá öllum
fann ég eitthvað, sem olli mér von-
brigðum.
Þær elskuðu mig á sama hátt og ég
elskaði þær. Þær svöruðu þeim
ástríðum, sem ég vakti, og þannig
bárumst við áfram hamingjulaus og
þráðum eitthvað annað, ég veit ekki
hvað. Mér urðu á mörg mistök,
óhugnanlega mörg. Ég syndgaði oft
og mörgum sinnum. Þrátt fyrir það lá
heimurinn fyrir fótum mínum, hrós-
andi mér fyrir yfirburði mína, göfug-
lyndi og gáfur.
Mér var hampað og gælt við mig
líkt og kjölturakka tískukvenna. Ég
þurfti aðeins að rétta út höndina og
hún var fyllt, en allt sem ég öðlaðist
varð að ösku og hjómi í höndum
mínum.
Loks rann upp sá dagur, sem ég
mun fara fljótt yfir, þar sem mér
urðu á örlagarík mistök, sem
eyðilögðu líf tveggja manneskja, en
fram að því hafði ég aðeins eyðilagt
líf einnar.
Það var ekki gylltur blómsveigur,
sem ég bar upp frá því, heldur kvala-
fullur þyrnikrans, sem þrýsti að mér
með sársauka, þar til mér tókst að
brjóta af mér viðjarnar og verða
frjáls, hve aumt var það frelsi.
Nei, ég gat aldrei framar orðið
frjáls, því að oss tekst aldrei, ekki
eitt augnablik, að losna við villur og
mistök okkar.
Þau munu ætíð stífa vængi vora í
jarðlífinu og einnig eftir að við höf-
um kvatt það, þar til við, hvert um
sig, höfum bætt fyrir afbrotin og á
þann hátt þurrkað þau út úr fortíð
okkar.
Einmitt þá gerðist það, þegar ég
áleit mig frelsaðan frá ástinni, þegar
ég áleit mig vita allt um hvað kona
gat gefið, að ég mætti og kynntist
konu. Hvað á ég að kalla hana? Hún
var langtum meira en dauðleg kona í
mínum augum, og ég kallaði hana
hinn góða engil lífs míns.
Frá því augnabliki að ég kynntist
henni, kraup ég við fætur hennar og
gaf henni ást mína, alla þá ást sem
sál mín réð yfir, ást sem var fátæk og
eigingjörn í samanburði við það, sem
hún átti að vera, en það var allt sem
ég gat gefið, og ég gaf það allt.
í fyrsta skipti ævi minnar hugsaði
ég meira um annan en sjálfan mig,
og þótt ég gæti ekki hafið mig til
þeirra háleitu hugsjóna og björtu
drauma, sem fylltu sál hennar, þá
þakka ég Guði fyrir að ég lét aldrei
freistast til þess að draga hana niður
á mitt svið.
Heima er bezt 65