Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 22
mjög gestkvæmt og m.a. mörg hjón sem komu gjarnan þangað. Þar kynntist ég einnig systur mannsins, sem ég var nú komin í vinnu hjá. Með henni var mikið maður sem ég taldi víst að hún væri trúlofuð. Hann var alltaf að snúast eitthvað í kring- um hana. Hann var með hring á fingri, og ég taldi bara víst að þau væru trúlofuð, án þess að ég hugsaði nokkuð frekar út í það, enda kom mér það svo sem ekkert við. En eitt kvöldið þarna þegar ég var sofnuð dreymdi mig föður minn og hann sagði mér það að nú væri ég búin að sjá mannsefnið mitt. Eg vaknaði óðar upp og með þessum líka andfælum. Þetta fannst mér bara hreint ekki geta verið. Ég hafði séð þarna „karl“ um fimmtugt, og það fannst mér alveg útilokað að gæti verið mannsefni mitt. Hann var sá eini þarna sem var ólofaður. Ég fór til frænku minnar og sagði henni frá þessu og því að ég teldi að nú hefði föður mínum skjátlast. „Nei, það finnst mér ólíklegt,“ svaraði hún. „Það hlýtur eitthvað að hafa skolast til í þessu hjá þér. Þú hefur eitthvað misskilið hann. Hann veit hvað hann er að segja.“ „Vitleysa,“ sagði ég. „Sá eini sem er ógiftur þarna er karl á sextugs- aldri. Hinir eru allir ýmist lofaðir eða giftir. Þetta getur bara ekki verið.” En hvernig fór? Jú, eins og jafnan hafði faðir minn rétt fyrir sér, þó að ég hefði ekki gert mér grein fyrir því hvern hann átti við. Það var ekki þessi fimmtugi heldur maðurinn sem ég hélt að væri trúlofaður systur mannsins sem ég fékk vinnuna hjá. Þau voru þá bara alls ekkert trúlofuð. Þarna bjó fjölskylda hans. Hann er maðurinn minn í dag. Þeir voru því reyndar tveir sem voru ógiftir þarna. Maðurinn minn, sem heitir Eiríkur, og konan lamaða, voru systkinabörn, og þess vegna var hann staddur þarna fyrsta daginn sem ég dvaldi í þessu húsi. Hringurinn sem ég sá á fingri hans var bara venjulegur skrauthringur. Frænka mín, sem ég hef vitnað til hér á undan, var ekki mikið dulræn sjálf, en var mjög opin fyrir öllu slrku og hafði áhuga á því. Ekki minnist ég þess að faðir minn hafi verið sérstaklega berdreyminn á sínum tíma, því að ég var aðeins fjórtán ára þegar hann dó. Þessir hæfileikar voru aftur mikið meira til staðar hjá móðurfólki mínu. Einn ættingi móður minnar var til dæmis með talsverða miðilshæfileika og sótti mikið slíka fundi. Hann lést þegar ég var enn á unga aldri svo að ég kynntist honum aldrei. Svo kom náttúrlega að því að ég og mannsefnið mitt trúlofuðumst. Það var rétt fyrir jólin það ár. Nóttina eftir að við opinberuðum kom faðir minn til mín í draumi og sagði: „Magga, nú er ég að fara. Þú þarft ekki á minni hjálp að halda lengur.” Mér fannst þetta náttúrlega ansi hart og velti jafnvel fyrir mér hvort ég ætti að slíta trúlofuninni til þess að missa ekki tengslin við föður ntinn. En nú var það ekki ég sem gat valið og hann fór. Ég reyndi oft að komast í samband við hann eftir þetta en það tókst aldrei. Þ.e.a.s, að undanteknu einu skipti mörgum árum seinna. Þá kom hann allt í einu til mín í draumi. Ég hygg að yngsta dóttir mín hafi þá verið um það bil tíu ára gömul. Mér fannst hann koma inn í herbergið til mín, og ég sagði við hann: „A hvaða ferðalagi ert þú?“ „Ég er að sækja,“ svaraði hann. „Mig?“ spyr ég þá hrædd. „Nei, nei,“ svaraði hann. Móðir mín lá á þessum tíma mjög veik á sjúkrahúsi. Sjálf var ég ný- komin af Landakoti eftir sjúkdóms- legu þar. En hann vildi ekki segja mér hvern hann væri kominn til þess að sækja. Ég taldi upp nöfn flestra ættingja minna en hann sagði nei við þeim öllum, en bætti við: „Ég mun sækja ykkur öll, en það er bara enn óskaplega langt þangað til ég kem að sækja þig og móður þína og reyndar ykk- ur öll.“ En hann sagðist samt vera kominn þarna til þess að sækja, og ég áttaði mig á því að klukkuna vantaði tvær mínútur í eitt. Hann sagði svo við mig að hann mætti ekki vera að því að dvelja hjá mér lengur því hann væri að sækja. Hann fór án þess að segja mér nokkuð um það hver það væri. Klukkan átta um morguninn hringdi móðursystir mín í mig og spurði hvort ég væri það frísk að ég treysti mér til þess að fara upp á spít- ala til móður minnar og tilkynna henni að bróðir hennar hefði látist þá um nóttina. Ég spurði hana hvenær hann hefði dáið. „Um eina mínútu fyrir klukkan eitt,“ svaraði hún. Það var nákvæmlega á þeim tíma sem faðir minn var að fara að sækja hann. Svona upplifanir geta þó oft verið erfiðar. Hér áður fyrr sá ég oft þegar fólk var að farast. Ég óskaði þess oft að ég væri laus við þetta. Ég sá jafn- vel atburði sem voru að eiga sér stað erlendis. Sonur minn, hann Bjarni, var farmaður um tíma, og ég fylgdi honum oft með þessum hætti á þá staði sem hann sigldi til. Það er varla til það land í Evrópu sem ég hef ekki komið til, dulrænt séð. Ég fylgdi honum alltaf í draumi. Framhald í nœsta blaði. 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.