Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 32
reisn og háð gagnvart þeirri kirkju,
þar sem ég var skírður, innan hennar
var ekki rúm fyrir mig. Ef bannfær-
ing hennar gat sent sálu til undir-
heima, þá hlaut ég að vera þar.
Jafnframt þessum hugleiðingum
mínum hvarflaði hugur minn aftur til
ástvinu minnar og ég hugsaði, að
varla væri hún komin til undirheima
til þess að hitta mig þar. Hún virtist
visssulega vera dauðleg vera, sem
kraup við gröf mína, því hlaut ég að
vera enn á jörðunni.
Gat það verið, að þeir dauðu yfir-
gefi ekki jörðina, en ráfi þess í stað á
milli staða, sem þeir höfðu dvalið á í
jarðlífinu?
Með slíkum hugrenningum reyndi
ég eftir megni að nálgast hana, sem
ég elskaði svo innilega, en mér tókst
það ekki. Allar tilraunir mínar í þá
átt voru árangurslausar.
Eg hrópaði á hana og sagðist vera
hérna með fullri meðvitund, enn sá
sami þó látinn væri. Hún grét ennþá,
sorgmædd og þögul, hagræddi
blómunum með viðkvæmum hönd-
um, tautaði við sjálfa sig, að mér
hefði þótt svo vænt um blóm og að
ég mundi örugglega verða þess var,
að hún hafði lagt blómin þarna
handa mér.
Mörgum sinnum ávarpaði ég hana
eins hátt og ég gat, en hún heyrði
ekki til mín. Hún heyrði ekki rödd
mína. Loks reis hún upp og gekk
burtu, þreytulega, strauk hendi um
höfuð sér eins og í leiðslu. Síðan
gekk hún hægt og sorgmædd burtu.
Eg reyndi af öllum mætti að fylgja
henni en árangurslaust.
Eg komst aðeins nokkrar álnir frá
gröfinni og jarðneskum líkama mín-
um, vegna þess að taug af svörtum
silkiþræði, fíngerðum eins og köng-
urlóarvefur, hélt mér við líkamann.
Ekkert afl, sem ég réð yfir, gat rofið
hann. Þegar ég hreyfði mig, teygðist
úr honum líkt og teygisnúru, og hún
dró mig aftur til baka.
Það sem var þó verst af öllu var
það, að ég fór að verða var rotnunar
líkama míns, en það verkaði á sál
mína sem limur með blóðeitrun, sem
veldur öllum líkamanum þjáningu á
jörðinni, og nýr ótti heltók sál mína.
Þá ávarpaði mig rödd í myrkrinu.
Hún virtist koma frá tiginni veru sem
sagði:
„Þú elskaðir þennan líkama meira
sálu þinni. Hugleiddu það nú, þegar
hann verður að dufti, og vittu að það
var einmitt þetta, sem þú hafðir í
heiðri, hélst þér dauðahaldi í og hirtir
enn. Sjáðu nú hve hverfult það var,
hve aumt það er orðið og líttu á
andalíkama þinn og taktu eftir,
hvernig þú hefir samanherpt hann,
vannært og vanrækt vegna
lystisemda hins jarðneska holds. Sjá
hver jarðlífið hefir gert sál þína fá-
tæka, fráhrindandi og krypplaða, en
sálin á að vera ódauðleg, guðdómleg
og eilíf.“
Mér varð litið á sjálfan mig. Ég sá
líkt og í spegli sjálfan mig. Hvílík
hrylling! Vitanlega var þetta ég sjálf-
ur, en svo hræðilega breyttur. Ég
fann svo vel vesöld mína og smæð.
Hver andlitsdráttur var afskræmdur
og andlitið allt afmyndað.
Við þessa sjón hrökk ég við af
skelfingu og bað að jörðin mætti
gleypa mig og hlífa öðrum við að sjá
slíka afmynd.
Hvíltk neyð. Aldrei framar myndi
ég ákalla ástvinu mína og aldrei
framar óska þess að hún sæi mig. Þá
var miklu betra, að hún hugsaði um
mig sem dauðan og fjarlægðan henni
um eilífð. Það var betra, að hún
minntist mín eins og ég var og leit út
í jarðlífinu, en að henni birtist
nokkum tíma hin hræðilega breyting,
sem orðin var á sálu og holdi mínu.
Angur mitt og sorg var svo yfir-
þyrmandi, að ég hrópaði hátt, reif
hár mitt í æðisgenginni skelfingu yfir
sjálfum mér og að lokum hneig ég
niður meðvitundarlaus og sundur-
kraminn.
Ég vaknaði á ný, og aftur var það
nærvera ástvinu minnar, sem vakti
mig. Hún hafði komið með ný blóm
og hvíslaði blíðlega ástúðlegum
hugsunum til mín um leið og hún
hagræddi blómunum á leiði mínu.
Nú reyndi ég ekki að hvetja hana til
þess að sjá mig. Nei, ég hörfaði und-
an og reyndi að dyljast, og hjarta
mitt var kalt, jafnvel gagnvart henni
og ég sagði:
„Látum hana heldur gráta vegna
missis ástvinarins, heldur en að hún
verði þess áskynja, að hann lifir.“
Ég lét hana hverfa á braut. En um
leið og hún hvarf, hrópaði ég vitstola
á hana að hún sneri við og henni yrði
með einhverjum hætti unnt að sjá
mitt hryllilega ástand, fremur en að
yfirgefa mig á þessum stað og ég
fengi ekki framar að sjá hana. Hún
heyrði ekki en fann hróp mitt, og ég
sá hana langt í burtu stansa og snúa
við, eins og henni væri efst í huga að
koma aftur. Því næst skundaði hún
burt og yfirgaf mig.
Tvisvar eða þrisvar kom hún aftur,
og í hvert skipti hikaði ég við að
nálgast hana. I hvert sinn, sem hún
yfirgaf mig, fann ég sömu villtu
þrána eftir að snúa henni við og hafa
hana hjá mér. Þá kallaði ég ekki oftar
á hana, því að ég vissi að látnir hrópa
árangurslaust, hinir lifandi heyra þá
ekki. Fyrir öllum heiminum var ég
dauður, og ég var aðeins lifandi til
þess að horfast í augu við hin hrylli-
legu örlög mín. Nú vissi ég loksins,
að dauðinn var ekki eilífur svefn,
engin friðsæl gleymska. Þó hefði það
verið langtum betra, og í örvæntingu
minni bað ég um, að þessi algjöra
gleymska mætti falla mér í skaut. En
á meðan ég bað, vissi ég að það var
ómögulegt, því manneskjan er
ódauðleg sál og hún mun lifa eilíf-
lega í blíðu og stríðu. Hið jarðneska
hulstur verður duft en andinn, hin
raunverulega manneskja, verður
hvorki að gleymsku eða dufti.
Dag hvern, því ég fann að dagar
liðu, vaknaði ég æ betur og sá æ
skýrar atburði lífs míns líða hjá í
langri röð, fyrst óljóst en smám sam-
an skýrari, og ég hneigði höfuð mitt í
ótta, hjálparvana, vonlaus og ótta-
sleginn, því að ég fann að nú var allt
orðið um seinan.
68 Heima er bezt