Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 14
um þorrablótshald síðari tíma, og þar sem tími þorrablótanna er rétt nýlið- inn, skjótum við þeirri fyrirspurn inn hér aftan við aðalefni þessa þáttar. Starfsfólk þjóðháttadeildar er reiðubúið til þess að miðla ýmsum fróðleik til lesenda blaðsins utan við einstök spurningaverkefni hverju sinni, ef fyrirspurnir berast til þeirra um eitthvað, sem lesendum leikur hugur á að fræðast nánar um og starfsfólkið kann að eiga svör við. Aðsend svör skulu stíluð á HEIMA ER BEZT, pósthólf 8427, 128 Reykjavík. Spurningar 1. hluta: Læknistaska, hlustpípa og blóðþrýstingsmœlir (úr Nesstofusafni). A) Meiðsli 1. Vinna manna og vinnustaðir eru misjafnlega varasamir. Hvað var það helst í nánasta umhverfi, sem alltaf þurfti að vara sig á ? Hvem- ig var bömum og unglingum kennt það? 2. Vom sumir staðir beinlínis álitnir slysagildrur, svo sem bmnnar. tjarnir eða klettar? Var eitthvað dulrænt tengt við þá staði? Hétu þeir sérstökum nöfnum? 3. Hvers konar slys vom algengust við daglega iðju? 4. Hvað var það kallað þegar fólk meiddi sig: a) mikið, b) lítið? 5. Hvemig bmgðust menn fyrst við, ef þeir skám sig við til dæmis: matargerð, rúning, slátt, torfrism, slátmn, gæmverkun, fiskaðgerð? 6. Hvemig var beinbrot meðhöndl- að? En tognun eða liðhlaup? 7. Hvað var gert, ef aðskotahlutur fór í auga? Nöfn þeirra, sem senda inn svör til okkar við 10 spurningum eða fleirum, fara síðan í n.k. verðlaunapott, sem við munum draga úr tvisvar á ári og veita viðkomendum vegleg bókaverðlaun. Er þar um að ræða þrjú sett bóka, sem viðkomandi verðlaunahafi getur valið úr. Þau eru: Nr. 1: Biskupasögur og Sturlunga, 7 binda verk. Nr.2: Ýmsar ævisögur, 5 bindi. Nr.3: Ýmis þjóðlegur fróðleikur, 5 bindi. 8. Hvað þótti nauðsynlegt að eiga á hverju heimili til að vera viðbúin slysum, vanlíðan og óþægindum? 9. Vom til lækningabækur á heimil- inu? Hvaða bækur vom það? Vom þær notaðar til að fletta upp í? Hvernig ráð var helst að fá í þeim? 10. Hvemig vom sár hreinsuð? Var eitthvert sérstakt efni eða aðferð notuð við að sótthreinsa? 11. Hvað var notað sem sáraumbúðir, plástrar, bindi, rýjur, klútar? Hvaða tauefni var helst haft í þeim? 12. Hvemig smyrsl vom notuð? Var það mismunandi eftir því hvemig sárið var? Voru einhver þeirra heimagerð úr jurtum eða dýrafitu? 50 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.