Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 25
Námsmeyjar á Löngumýri 1950 (eldhúshollið). Frá vinstri, efri röð: Sigrún
Hróbjartsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Erla Jónsdóttir úr Skagafirði,
Svanhildur Kjartansdóttir og Vigdís Björnsdóttir úr Strandasýslu, Sigríður
Jónsdóttir, Skagafirði, Lilja Amadóttir, Strandasýslu.
Neðri röð: Olafía Salvarsdóttir, ísafjarðarsýslu, Kristín Þórarinsdóttir, N-
Múlasýslu, OlöfP. Hraunfjörð, Reykjavík, Lilja Sigurðardóttir,
matreiðslukennari frá Víðivöllum í Skagafirði, Arnfríður Hermannsdóttir,
Isafjarðarsýslu, Svava Benediktsdóttir, N-Múlasýslu, Guðlaug P. Hraunfjörð,
Reykjavík.
Ólafur frá Hellulandi, laxeldis-
ráðunautur með ineiru, hélt fyrirlest-
ur og lagði út af því að breyta ull í
fat og mjólk í mat. Hve mikilsvert
það væri, að við kynnum að vinna úr
afurðum okkar.
Einu sinni sem oftar, þegar við
vorum í kirkju í Glaumbæ, var ferm-
ing. Við fórum á tveimur bílum í
kirkjuna. Við systurnar vorum svo
heppnar að vera í seinni bílnum, en í
honum voru söngkonurnar okkar,
þær Maggý Kristjáns, Lilja Árna-
dóttir, Lauga Guðmundsdóttir og
Lilla á Patró. Það skipti engum tog-
um, okkur var boðið í fermingar-
veislu að Grófargili. Þar var sungið
og spilað á gítar, farið í leiki og við
skemmtum okkur konunglega.
Við vorum 40 námsmeyjar, þar af
17 Skagfirðingar. Að vera á heima-
vistarskóla tel ég mjög þroskandi.
Þetta er eins og ein stór fjölskylda,
náið samband myndast milli kennara
og nemenda, vinátta sem getur varað
alla ævi.
Lröken Ingibjörg hafði mikinn
metnað fyrir hönd okkar nemenda
sinna. Hún kenndi okkur sjálfsögun,
þroskaði með okkur skilning á fögr-
um listum, góðum bókum og um-
framt allt hinu góða í mannlegu eðli.
Lröken Björg kenndi okkur allar
listir með nálinni, bæði útsaum og
fatasaum. Hún var snillingur á því
sviði. Hún var okkur líka raungóð og
gaf sér ætíð tíma til að sinna vanda-
málum okkar.
Við fengum farkennara, Sigríði
Böðvarsdóttur, sem kenndi okkur
leikfimi og þjóðdansa. Margrét Jó-
hannsdóttir hjúkrunarkona kenndi
okkur meðferð ungbarna og hjálp í
viðlögum. Árni Jónsson kenndi okk-
ur söng, og svo kom Jón Bergsson
myndskeri frá
Akureyri og
kenndi okkur út-
skurð. Erfitt var
að fá útskurðar-
tæki, og kom
hann með regn-
hlífarjárn, sem
við notuðum
með góðum ár-
angri. Ekki má
gleyma vefnað-
inum, en hann
kenndi Jóhanna
Jóhannsdóttir frá
Hellissandi.
Margir eru
undrandi í dag á
þeirri framsýni, sem einkenndi skól-
ann á Löngumýri. En níu mánaða
nám í húsmæðraskóla veitti engin
réttindi. Það var ekki fyrr en 1984,
að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir kom
því inn í samninga Starfsmannafé-
lagsins Sóknar, að húsmæðraskóla-
menntun skyldi metin sem 4 ára
starfsaldur.
Vorkoman hefur ætíð verið okkur
Islendingum tilhlökkunarefni, og
vorið 1950 varð okkur öllum, sem
dvöldum á Löngumýri, ógleyman-
legt. Það kom til okkar með fæðingu
lítils drengs, sem ein skólasystir okk-
ar eignaðist. Ingibjörg sýndi hinni
ungu móður mannkærleika og elsku
sem væri hún hennar eigin dóttir.
Við fyrrverandi nemendur Hús-
mæðraskólans á Löngumýri stofnuð-
um nemendasamband árið 1965 og
höfum rætkað með okkur vináttu og
haldið tengslum við þær fröken Ingi-
björgu og Björgu, sem nú dveljast í
Skjóli í hárri elli.
Húsmæðraskólinn á Löngumýri.
Heima er bezt 61