Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 26
í mínum huga er það svo, að í æsku minni hafi fleirtölu- orðið amboð aðeins verið notað um hríf- ur, orf og þá hluti sem þeim tengdust. Þetta hef ég borið undir nokkra aðila á mínum aldri, og telja þeir sig muna að svo hafi verið. Þar sem mér er ljóst að merking orða er og hefur alltaf verið eitthvað misjöfn eftir lands- hlutum, vil ég taka það fram að þeir, sem ég hef rætt við, eru allir af vestur- og norðvesturhluta landsins. Þegar ég ætlaði að fara að fjalla um orf og hrífur, datt mér í hug að leita á náðir orða- bókar Menningarsjóðs frá árinu 1963, sem ég hafði innan seilingar, og vissulega varð ég undrandi, þegar ég sá þar að orðið AMBOÐ ætti við: 1) heimilistæki, 2) jarð- yrkjverkfæri og heyskapartæki og það án skýringar á því, hvort um væri að ræða hand- og eða vélknúin tæki. Framanskráða skýringu fannst mér nauðsynlegt að hafa hér í upphafi þessa pistils, sem aðeins mun fjalla um orf, hrífur, ljái, brýni og hverfisteina, eins og ég man best eft- ir þeim. Tréorfin, sem enn eru víða til og fást í ýmsum verslun- um og sjást reyndar öðru hverju í notkun, eru eins og fyrstu orfin sem ég man eftir. Þessi orf eru sívöl að neðan en köntuð að ofan, um 12 tomma í þvermál. Á þeim eru tveir hælar, og var efri hællinn nefndur kerling, ætlaður fyrir hægri hönd og sneri beint upp í slætti en sá neðri karl. Yar hann fyrir vinstri hönd og sneri út til vinstri í slætti. Hælar þessir voru fastir á orfinu og því ófæranleg- Ingvar Björnsson: Amboð ir. Lengd orfa var misjöfn, enda þurftu þau að vera í sam- ræmi við hæð sláttu- manns. Til voru einnig svonefnd kvenorf, og minnir mig að þau væru eitthvað grennri en karlorfin. Neðst á orfinu voru tveir hringir eða orfhólkar, og var hlutverk þeirra að halda ljánum föst- um í orfinu. Hver sláttumaður hafði sitt eigið orf, og þurfti hann í upphafi að stytta það ef þörf var á. Svo þurfti hann einnig að tálga ákveð- inn fláa neðst á orfið, svo að þjó ljásins kæmist milli orfs og hólka og sæti þar vel fast. Af þessum fláa réðst það, hve rétt ljár- inn sat í orfinu, og því var þetta nokkurt vandaverk, enda kallað „að búa í hend- ur sér.“ Síðar meir kom svo álorfið til sögunnar. Helstu kostir þess voru þeir, að hægt var að færa hælana svo sem þurfa þótti og hve létt þau voru. Hins vegar þóttu þau sóðaleg, því ál settist á ermar og handleggi. Svo vildu þau hitna talsvert í mikilli sól og logni. Hrífan Hrífur voru alfarið úr tré, skaftið sívalt en þó flatt að neðan, og þar var því smeygt inn í rifu á hausnum, sem einnig var úr tré. Niður úr hausnum gengu svo trétindarn- ir, heimatilbúnir úr birki, greni eða innfluttum harðviði, sem brúnspónn mun hafa heitið en í daglegu tali var hann nefndur brúnbis, að því er mig minnir. Hann þótti bæði endingarbestur og best að tálga hann til. 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.