Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 10
fæddur 1958, og Vigfús,
fæddur 1962.
Þessir þrír nefndu bræður
voru miklir sjósóknar- og
aflamenn, og var mikill skaði,
þegar tveir þeirra fórust í inn-
siglingunni við Eyrarbakka
þann 7. september 1983. Bát-
ur þeirra, Bakkavík, sem var
18 tonna eikarbátur, steytti á
skerinu Brynka í innsigling-
unni til Eyrarbakka. Af sker-
inu kom einn brotsjór, sem
setti bátinn á hliðina, og svo
komu aðrir tveir í kjölfarið,
sem hvolfdu honum. Bræð-
urnir þrír komust út úr bátn-
um og velktust um í köldum
sjónum góða stund. Svo tókst
Vigfúsi að bjarga bræðrum
sínum, Þórði og Sigfúsi, um
borð í björgunarbát. Yfir
björgunarbátinn reið svo annað brot, sem sprengdi hann.
Þórður sást aldrei eftir þetta, Sigfús reyndi að synda í
land og Vigfúsi tókst að lokum að komast á tætlunum af
björgunarbátnum til lands. En Sigfúsi tókst ekki að synda
í gegnum brimgarðinn, og hefur lík hans aldrei fundist.
Lík Þórðar fannst hins vegar rekið á Skötubót, vestan
Ölfusárósa, nokkrum dögum síðar.
Vigfús Markússon er í dag kvæntur maður, á eitt barn
og er sjómaður á bát sem gerður er út frá Þorlákshöfn.
Ibúðarhús Asa og Aðalheiðar heitir Ásgarður og er vest-
arlega í Eyrarbakkaþorpi. Eitt glæsilegasta hús staðar-
ins. Ljósm: Sig. Bogi
Er forsjóninni ósáttur
„Eg er forsjóninni alltaf ákaflega ósáttur vegna þessa
slyss. Þarna missti ég tvo syni mína, en mér fannst ég satt
að segja vera búinn að taka út minn toll í þessum efnum:
að missa föður minn átta ára gamall. Þá missti ég Þórð
Þórisson, systurson minn, í sjóslysi á vetrarvertíðinni
1976, þegar báturinn Hafrún ÁR héðan frá Eyrarbakka
fórst með allri áhöfn.
Þetta slys og missirinn varð mér mikið áfall. Þú kemst
aldrei í nálægð við þann andlega mótbyr, sem ég lýsi hér
fyrir þér. Hver maður ætti í raun að sturlast samkvæmt
öllu eðlilegu. Ekki síst var þetta mér þungbært, því að við
feðgamir vorum alla tíð afar samrýndir - og við fjórir
„ Við Allý mœttumst með kýrnar á miðri leið ogfórum sitt í
hvora áttina. En við sáum brátt að betra vœri að vera sam-
ferða og höfum lengst affarið í sömu átt. “ Aðalheiður Sig-
fúsdóttir, eiginkona Asa, við eldavélina og bakar grautar-
klatta. Ljósm. Sig. Bogi.
46 Heima er bezt