Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 8
síðastir, þegar þær höfðu farið réttsælis hring um landið. En eftir að hafa lært á sýningarvélar í Tjarnarbíói hafði ég góð tengsl við menn í bíólífi höfuðborgarinnar, og þeir gaukuðu oft að mér myndum fyrr en mér bar. Þannig bar til árið 1958, að sýningar hófust á einni fyrstu rokkmynd- inni, sem nefnd var á íslensku Vagg og velta, að mig minnir. Myndina fékk ég með því fororði, að hún yrði alls ekki auglýst. En af skömmum mínum skellti ég gall- harður auglýsingu beint í útvarpið. Þetta verkaði, og myndin var sýnd fyrir fullu húsi fjögur kvöld í röð. Það var afar spennandi að vera fyrstur með þessa mynd utan Reykjavíkur og ekki síður að vera með í rokkæðinu, sem breiddist sem eldur í sinu um heiminn þessa mánuðina.“ Píanó - en ekki fiskvinnsluvélar „Árið 1959 var einnig ár mikilla annarra framkvæmda hjá mér. Þá tók ég í mig - í félagi við aðra - að stofna hér tónlistarskóla. Var rekstur hans og framkvæmd hugsuð í svipuðum dúr og gerðist með Tónlistarskólann í Reykja- vík. Tónabíó stóð undir rekstri hans og hið sama átti að gera - og gerði - Bakkabíó með skólann okkar á Eyrar- bakka. Mestu vandræðin við að koma skólanum af stað voru að fá hljóðfæri, en ekki fékkst gjaldeyrisleyfi til kaupa á hljóðfærum fyrir tónlistarskóla austur á Eyrarbakka! Því kom ég mér í samband við þýskan aðila, sem framleiddi hinar þekktu Baader fiskvinnsluvélar. Hann var svo almennilegur að vilja skipta við mig á íslenskum krónum og þýskum mörkum. Því lagði ég nokkra tjárhæð inn á bankareikn- ing hans hér á landi, og í staðinn mátti ég fá út samsvarandi upp- hæð á skrifstofu hans í Hamborg. Þar í borg var þá við tónlistarnám Haukur Guðlaugsson Pálssonar kaupmanns hér á Eyrarbakka, sem nú er söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar. Eg hafði samband við Hauk, og hann gerði fyrir mig það sem ég bað um: hann tók út pen- ingana fyrir mig og keypti þetta fína píanó, sem síðan var sett í skip og var sent hingað til lands,“ segir Ási Markús. En ekki er var björninn unninn, þó að hljóðfærið væri komið, hús- næði undir skólahaldið og nítján nemendur. Það vantaði nefnilega kennara. „Ég hafði samband," Viðmælandi okkar vann að því á sjötta áratugnum að koma áfót vísi aðfyrstu kjörbúðinni á Eyrarbakka, sem staðsett var íHraðfrystistöð Eyrarbakka. Þar fengust ýmsar kjötvörur, og á þessari mynd er Asi við kjötsögina. Vel fiskaðist á sjötta áratugnum og hér séstAsi, þá háseti á Þorláki ÁR 5, með rígvœnan golþorsk. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.