Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 7
Ur ættfræðinni Foreldrar Asa Markúsar og systkini Hjá rafveitunum var ég alveg fram til haustsins 1949. Þá réð ég mig til Meitilsins hf. í Þorlákshöfn, sem þá var að hefja starfsemi. Ég fékk hásetapláss á Þorláki ÁR 5, en þar var skipstjóri Friðrik Friðriksson frá Gamla- Hrauni. Bátur þessi, sem var 28 tonn, gekk alla jafna undir nafninu Skaðvaltur, enda þótti hann nokkuð valtur og vakur.“ Ákváðum að fara í sömu átt „Það var svo sumarið 1953, þá 19 ára gamall, að ég gifti mig. Konan mín heitir Aðalheiður Sigfúsdóttir frá Garðbæ hér á Eyarbakka. Hún er dóttir Sigfúsar Árna- sonar frá Hurðarbaki í Flóa og Önnu Tómasdóttur, sem var frá Garðbæ. Við Allý kynntumst upphaflega, þegar ég var í sveit í Merkisteini. Þá rak ég kýmar þaðan vestur götuna í plássinu, og Allý rak Garðbæjarkýrnar austur götuna. Þannig mættumst við á miðri leið, og í stað þess að fara sitt í hvora áttina ákváðum við að vera frekar samferða og höfum verið æ síðan. I nóvember þetta ár, 1953, fæddist fyrsti sonur okkar, Þórður. Var ég þessi ár við ýmis tilfallandi störf, svo sem við byggingu Ljósa- fossvirkjunar frá vori og fram á haust, en yfir veturinn var ég alltaf á vertíðarbátum. Til Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka réð ég mig árið 1955. Framan af var þar aðeins sala á frystu kjöti og fiski, en síðar var þar komið upp vísi að fyrstu kjörbúðinni á Suð- urlandi. Áður en búðin var opnuð, var ég hjá versluninni Kjöt og grænmeti við Snorrabraut í Reykjavík og nam þar kjötiðnina að einhverju leyti. Kom svo aftur hingað austur fáeinum vikum síðar og fór að framleiða hér kjöt- fars, bjúgu og því um líkt. Þetta var afar skemmtilegt verkefni, og við þetta starfaði til ársins 1962.“ Vagg og velta í Bakkabíói En það er ekki einungis í atvinnulífinu, svo sem við verslunarrekstur og útgerð, sem Ási Markús hefur rennt sér fótskriðu. Meðan vegur Eyrarbakka var meiri, íbúar fleiri, athafnalífið þróttmeira og íbúarnir jafnframt þurf- andi þess að vera sjálfum sér nægir á flestum sviðum, blómstraði þar þróttmikið menningarlíf. Þar kom athafna- skáldið Ási nærri með bíósýningum og rekstri tónlistar- skóla. „Líkega hefur það verið árið 1957, að við nokkrir Eyr- bekkingar tókum okkur saman og stofnuðum hér það, sem við kölluðum Bakkabíó. Við fengum inni í sam- komuhúsinu Fjölni með þessa starfsemi. Sýningar voru að kvöldi þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga, og kl. þrjú á sunnudögum var svo sýning fyrir krakka. Einu sinni í mánuði var sýning fyrir fanga á Litla-Hrauni. Þetta var afar vel sótt og fólk úr allri Árnessýslu kom á sýningar. Annaðist ég allar sýningar og að útvega-myndir. Sem yngsta bíóið á landinu áttum við að fá myndirnar Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.