Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 21
Ég setti auglýsingu í blað og það
er skenmst frá því að segja að
geysimargir hringdu. Ef til vill hefur
það ýtt undir að margir hafa kannast
við símanúmerið sem ég gaf upp, en
eins og fyrr er getið var það hjá hátt-
settum embættismanni og bærinn var
ekki svo stór á þessum tíma að marg-
ir hafa kannast við númerið. Það má
nánast segja að síminn hafi ekki
stoppað.
Ég hafði þann háttinn á að ég tók
bara niður nafn og símanúmer við-
komandi aðila, því að ég vildi ekki
taka ákvörðun svona á stundinni,
spurði um fjölda heimilismanna og
annað sem mér fannst skipta máli.
Einn þeirra sem hringdu sagði mér
að konan sín væri lömuð. Þau ættu
tvö börn, og annað þeirra, sonur,
væri á svipuðum aldri og ég, en hann
byggi í Keflavík hjá tengdaforeldr-
um hans. Þau höfðu tekið hann að
sér þegar móðirin lamaðist, en það
hafði átt sér stað einum mánuði eftir
að hún eignaðist soninn. Heima var
því aðeins annað barnið, sonur líka,
sjö ára gamall.
Þau bjuggu í íbúð með þremur her-
bergjum en notuðu aðeins tvö þeirra
og höfðu hugsað sér að ég fengi það
þriðja.
Svo það var nú varla hægt að segja
að þetta gæti verið minna í sniðum
allt saman. Mér leist í raun strax
þannig á þetta tilboð að það væri ná-
lægt því sem ég var að leita að. Ég
sagði manninum þó að það væri
óskaplegur fjöldi búinn að hringja og
ég væri ekki búin að fara neitt yfir
þau tilboð en kvaðst mundu hringja í
hann ef mér litist á starfið.
Hann gaf mér upp símanúmerið á
vinnustað sínum því hann hafði ekki
síma á heimilinu, en fyrir handvömm
hjá mér týndi ég þessum upplýsing-
um. Mér hafði ekki unnist tími til
þess að skrá þær niður áður en sím-
inn hringdi aftur og mér var boðið
eitt starfið enn.
Það voru að sjálfsögðu mörg
áhugaverð tilboð sem mér bárust
þarna og meðal annars tvö úr fjöl-
skyldu embættismannsins sem ég
hafði unnið hjá en þar sem þar var
um stórt heimili að ræða lagði ég
ekki í það.
Svo þegar ég var að fara yfir til-
boðin um kvöldið með húsmóður
minni, áttuðum við okkur á því að ég
hafði gloprað niður tilboðinu sem
var frá minnstu fjölskyldunni. Hún
spurði mig:
„Ja, hvernig ætlarðu nú að fara
að?“
Ég sagðist hreinlega ekki vita það.
„Geturðu ekki sett þig í samband
við föður þinn?“ spurði hún þá.
„Jú, jú,“ svaraði ég, „það get ég að
sjálfsögðu gert.“
Og það gerði ég um kvöldið. Ég
fór, eins og ég var vön, með bænir
mínar og beindi því til guðs hvort
hann mundi nú ekki leyfa föður mín-
um að segja mér hver þessi maður
hefði verið, væri það ætlunin að ég
færi til hans í vinnu. Svo fór ég að
sofa.
Ég var ekki fyrr sofnuð en mig
dreymdi föður minn og hann sagði:
„Magga, maðurinn sem þú átt að
fara til mun hringja í þig í fyrramálið
í kaffitímanum.“
Annað man ég ekki að hann segði.
Morguninn eftir var svo húsmóðir-
in komin á fætur um leið og ég og
hún spurði mig strax hvort ég hefði
fengið einhverjar upplýsingar. Ég
kvað það vera og sagði henni frá því
hvað mig hefði dreymt.
Svo biðum við náttúrlega afar
spenntar, klukkan varð níu og ekkert
gerðist. Svo fór henni að halla í tíu
og þá sagði húsmóðirin:
„Heldurðu að kaffitíminn fari ekki
bráðum að verða búinn hjá honun?“
„Það getur ekki verið,“ svaraði ég.
„Ætli hann sé ekki fram undir klukk-
an tíu sums staðar.”
Ég var gjörsamlega búin að
gleyma öllu um þennan mann. Ég
mundi ekki símanúmerið, hvar hann
starfaði, hvað hann hét eða hvar
hann átti heima. Það eina sem ég
mundi var að hann átti heima ein-
hvers staðar nálægt Freyjugötu. Okk-
ur hafði meira segja talast svo til,
mér og þessum manni, að ef ég hefði
ekki samband við hann, þá hefði ég
tekið einhverju öðru tilboði. Hann
þurfti sem sagt ekkert að hafa frekara
samband við mig. Þess vegna var
það afar ólíklegt að hann myndi gera
svo.
En svo gerðist það óvænta, hann
hringdi klukkan rúmlega hálftíu.
Hann var afar kurteis, því hann vissi
náttúrlega að hann var að hringja í
síma hjá einum af æðstu embættis-
mönnum borgarinnar og baðst afsök-
unar á því að vera að hringja. En það
hefði verið svo einkennilegt að sér
hefði endilega fundist að hann yrði
að hringja í mig og fá þetta á hreint
hjá mér, hvort ég ætlaði að taka
starfinu eða ekki. Þó að hann teldi að
ég hlyti að hafa tekið þá ákvörðun að
taka ekki tilboðinu, þar sem ég hefði
ekki hringt, þá var það eitthvað, sem
hann treysti sér ekki til að útskýra,
sem ýtti mjög á hann með það að
hringja og kanna málið. Hann baðst
reyndar mjög afsökunar á þessu. Ég
sagði honum að hann þyrfti ekkert
að vera að afsaka það, ég hefði
reyndar verið að bíða eftir því að
hann hringdi því ég hefði týnt síma-
númerinu hans. „Það var einmitt þú
sem ég ætlaði að hafa samband við,“
sagði ég.
Hann kvaðst myndu verða heima í
hádeginu og ég gæti komið og rætt
málið nánar þá, ef ég vildi. En ég var
ekkert að tvínóna við það, ég fór
bara heim til hans strax og ræddi við
konuna hans. Þegar ég svo sá hana,
kannaðist ég strax við hana. Ég hafði
dvalist á bóndabýli uppi í Mosfells-
sveit veturinn sem Bjarni, sonur
minn, fæddist. Þar var vetrarmaður
sem átti mörg systkini og ég áttaði
mig strax á því að þetta mundi vera
systir hans.
Ég sagði henni deili á mér og það
var ekkert að orðlengja það að ég var
ráðin þarna á staðnum.
Svona var þetta alltaf. Þær upplýs-
ingar sem ég fékk hjá föður mínum
voru alltaf hárréttar og hann leysti
jafnan úr málum mínum á besta veg.
A þessum nýja vinnustað mínum
kynntist ég afar mörgu fólki. Þar var
Heiina er bezt 57