Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 27
Að tálga tinda var yfirleitt karla- verk, og þótti sá með eindæmum klaufskur, sem ekki gat tálgað beinan Mfutind. Síðar komu svo jám- og að lokum áltindar, og vom þeir eftirsóttastir. Til þess að styrkja hrífuhausinn var sett ál eða járnklofi á hrífuskaftið og fram á hausinn, og var af þessu mikill styrkur. Af tréhausnum tók svo álhausinn við og varð hann allvinsæll. Samhliða tréhrífunni kom svo álhrífan, en þar sem hún hafði sömu galla og álorfið, náði hún aldrei þeim vin- sældum sem tréhi ífan hafði almennt séð. biti ljáa til hins betra. Steinninn sjálfur, sem var nokkuð þykk, kringlótt skífa með ferköntuðu gati í miðju, var innfluttur en kassinn, sem hann var settur í, svo og annar búnaður sem til þurfti, var heimasmíðaður og því voru engir tveir fullbúnir hverfisteinar eins. í gegnum gatið á steininum var settur ferkantaður öxull og á hann búnaður, sem leit líkt út og sveifarnar, sem í dag knýja venjuleg reiðhjól áfram. Þetta tengdist síðan fótafjöl, sem brýnslumaðurinn knúði áfram. Kassinn, sem steinninn var settur í, var nær fylltur með vatni, sem sá til þess að ljáblaðið eða eggin lægju í vatni á meðan brýnsla stóð yfir. Brýnið Ljárinn Elstu ljáimir, sem ég man eftir, voru svonefndir bakka- ljáir. Þessir ljáir voru heimasmíðaðir eða fengnir hjá ein- hverjum hagleiksmanni. Þessir ljáir voru í þrennu lagi, það er bakka með þjói, járnhnoði og ljáblaði. Þar sem þessi ljáblöð voru deig, vildi bit tolla illa í þeim og varð því oft að dengja þau. Denging fór þannig fram, að ljár- inn var settur á svonefndan steðja, en það var efnismikill járnkubbur, og þar var egg blaðsins barin til með hamri og að þeirri aðgerð lokinni leit hún út eins og stór, skörð- óttur hnífur, sem margar húsfreyjur eiga í fómm sínum. Það má nærri geta, að þessir ljáir hafa ekki verið bit- miklir, og ekki bætti það úr skák, að brýnið var flís úr steini, þ.e.a.s. tilhöggvinn steinn, sem henta þótti við brýnsluna. Eftir bakkaljáinn komu svo skoskir heildregnir ljáir, það er smíðaðir í einu lagi og voru þeir hrein undraverk miðað við forvera sína. Ég hygg, að um svipað leyti og skosku ljáirnir komu, hafi hverfisteinninn litið dagsins ljós. Að endingu komu svo Eylandsljáirnir til sögunnar. Þeir voru kenndir við Árna G. Eylands búfræðiráðunaut og síðar alþingismann, sem hannaði þá og sá um smíði þeirra, að mig minnir í Noregi. Þessir ljáir voru úr vel hertu efni og mjög bitgóðir. Hverfisteinarnir voru mikil þarfaþing, sem gjörbreyttu Eftir steinbrýnið kom svo erlent brýni, svonefnt Car- borundumbrýni. í fyrstu voru þetta fremur gróf brýni, en síðar kom aðrar gerðir, og voru þær með annan helming- inn fínan en hinn grófan. Þessi brýni eru enn á markaði hér og þykja afburðagóð. Carborundum er kísilkol, afar hart efnasamband kolefnis og kísils, og notað til alls kyns slípunar. Þessum lýsingum mínum á gömlum heyskapartækjum er nú lokið, en mig langar til að bæta hér við örfáum orð- um til gamans og fróðleiks fyrir þá, sem ekki þekkja þar til. Þar sem ýmsar hættur gátu stafað af þessum einföldu verkfærum, þó að slíkt virðist ekki auðséð, varð að hafa vissa varúð við notkun þeirra. Orf með ljá í mátti aldrei leggja frá sér á teig eða upp við vegg (torfvegg) án þess að ljánum væri vel stungið í grassvörðinn. Þar sem slíkt var ekki hægt, skyldi ljárinn tekinn úr orfinu. Þar sem hrífa stóð upp við vegg með hausinn niður, gat það valdið slysi, væri á tindanan stigið. Því skyldi haus hrífunnar alltaf snúa upp. Lægi hrífa á jörðu með tinda upp, gat sá er framhjá gekk, stigið á tindana og þá fengið slæmt högg af skaftinu, þegar það reistist upp. Vegna þessa var einfaldlega komið á þeirri sögn, að aldrei mætti láta hrífutinda snúa upp, því að slíkt boðaði rigningu. Já, þeir höfðu sínar slysavarnir í góðu lagi, gömlu Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.