Heima er bezt - 01.09.1996, Qupperneq 4
Agcetu lesendw:
Það er mannfólkinu áskapað að leita, horfa fram á veg-
inn, finna leiðir, tæki og áhöld, sem stuðla að framforum
og auknum þroska.
Oft hefur mannkynið grætt á því að horfa til fóstur-
móður sinnar, náttúrunnar, í leit að lausnum og hugmynd-
um að nýrri tækni eða vinnuaðferðum, jafnvel heilsufars-
bótum. Hún virðist eiga svör við öllu, bara ef við gefum
okkur tíma til þess að gaumgæfa aðferðir hennar og
framgang, sem í flestum tilfellum tekur mjög fram því
sem við köllum hávísindi og snjallræði hin mestu.
Starfsemi heila mannanna hefur
um langa hríð valdið rannsókna-
mönnum miklum heilabrotum, og
hafa þeir sumir, mikið reynt að
finna út hvernig heilinn starfar.
Mætti því segja í þeim tilfellum
að heilinn sé á fullu við að reyna
að uppgötva sjálfan sig.
Margvíslegan hag telja menn
sig geta haft af því að komast að
innstu leyndardómum starfsemi
heilans. Mætti þar m.a. telja
hugsanlegar lækningar á ýmis
konar misstarfsemi í sumum stöðvum hans, sem valda
margs konar óáran, minnisleysi, ruglingi, breytilegri
greind, geðsjúkdómum ýmsum, o.sv.frv.
Auk þessa telja menn sig geta nýtt sér þekkingu á
starfsaðferðum heilans, við smíði á margfalt öflugri tölv-
um en þekkjast í dag, og eru menn farnir að tala um líf-
ræna tölvukubba, í fullri alvöru.
Þó svo að tölvur dagsins í dag þyki orðnar geysiöflug-
ar og til margra verka ótrúlega nytsamar, þá eiga þær enn
geipilega langt í land til þess að nálgast það yfirgrip og
þá miklu úrvinnslumöguleika sem heilinn hefur.
Eitt með því nýrra, sem menn eru farnir að tala um í
tölvutækninni, eru einhvers konar tölvukubbar úr
próteini, sem er að sjálfsögðu agnarsmá eind, og yrði
það virkjað með mismunandi litum lasergeislum, sem
myndu örva próteinið á sama hátt og rafmagnið hefð-
bundna tölvukubba, sem byggja á tvenndarkerfi, tölu-
stöfunum 0 og 1, í mismunandi tölusætum. Áfram yrði
byggt á tvenndarkerfinu en ákveðinn geislalitur myndi
tákna 0 og annar 1.
Tölvueindir þessar úr próteinum, er hægt að vinna á
bæði lárétt og lóðrétt, sem auðvitað gefur miklu meiri
möguleika en t.d. kubbar dagsins í dag gera. Sennilega
yrði varla hægt lengur að tala um kubba í þessu efni, þar
sem hér yrði um að ræða einhvers konar próteinlög, þar
sem unnið yrði á eitt „lag“ í einu. Fyrirferðin minnkar
náttúrlega verulega, sem gerir tölvurnar enn minni en
um leið öflugri. Sjálft próteinið mun geta geymt upplýs-
ingar í 2 ár.
Tölvur sem gerðar yrðu með þessum hætti, eru taldar
verða 1000 sinnum hraðari í vinnslu en núverandi tölvur,
geta geymt 300 sinnum meira magn upplýsinga, nota
verulega minni orku, en notkun þeirra yrði engu að síð-
ur, jafn einfold og núverandi talva.
Og menn eru farnir að hugsa enn lengra. Næsta skref
yrði tölvur, sem byggðu á DNA, það er efni genanna.
Þær tölvur yrðu nánast ótrúlegar miðað við það, sem við
þekkjum í dag, og ynnu á talsvert annan hátt. í fyrsta
lagi myndu þær nota fjögur stafatákn í stað tveggja nú,
en það yrðu bókstafirnir sem
tákna grunnefnin, sem DNA í
öllu lifandi efni byggist á, þ. e.
genin. Menn segja þó að DNA-
viðbrögðin séu óskaplega hæg-
fara í samanburði við reikni-
hraða hefðbundinnar tölvu, en
það vinnst upp og vel það, af
magninu. DNA-tölva, sem inni-
heldur 50 grömm af genum er
sögðu geta, fræðilega séð,
reiknað 100.000 sinnum hraðar
en hröðustu tölvur nútímans.
Það kemur til af því að genaglasið rúmar billjónir DNA-
einda, sem gefa milljarða viðbragða í einu.
Vísindamenn segja að það megi líkja þessu við sláttu-
vélar, sem slá ætti gras með í risagarði. Stærstu tölvur
nútímans væru þá sláttuvél, sem gæti slegið þúsundir
grasstráa á sekúndu. Samt tæki það marga daga að slá
garðinn með slíkri sláttuvél. DNA-sláttuvélin saman-
stæði hinsvegar af geysilegum fjölda smáhnífa, sem
væru hálfan klukkutíma að skera niður eitt strá. En þar
sem hnífafjöldinn gæti verið jafn fjölda grasstráanna í
garðinum, þá tæki það einungis hálfan klukkutíma að slá
þennan risagarð með þeirri sláttuvél.
Hafa menn einnig sett upp, til fróðleiks, risadæmi, þar
sem gengið er út frá þeim möguleika að maður ætlaði að
heimsækja 25 borgir. Möguleikarnir á því í hvaða röð og
eftir hvaða leiðum hann gæti heimsótt allar borgirnar,
eru gríðarlega margir. Svo margir að það tæki hröðustu
tölvur dagsins í dag 31 ár að reikna þá alla út. En DNA-
tölva yrði ekki nema 2 vikur að því. Það má því segja að
ýmislegt bíði kynslóða framtíðarinnar, sem okkur þykir
næsta ótrúlegt í dag.
Allt eru þetta möguleikar sem vísindamenn hafa fund-
ið út úr eiginleikum og starfsemi sjálfrar náttúrunnar.
Hún virðist eiga svör við öllu, svo fremi að nægilegur
skilningur og þekking sé fyrir hendi til þess að greina
möguleika og aðferðir hennar.
Framhald á bls. 341
316 Heima er bezt