Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Page 8

Heima er bezt - 01.09.1996, Page 8
og hætta bara. Það hlýtur að vera hræði- legt að þurfa að skera niður vegna riðu og fólk er örugglega lengi að jafna sig eftir slíkt áfall, ekki síst andlega. En okkur hefur gengið vel í ferðaþjónustunni. Það hafa nógir viljað leigja af okkur sumar- húsin og svo byggðum við þriðja húsið, þá fyrir Læknafélag íslands. Nú erum við hinsvegar búin að selja húsin okkar en höfúm umsjón með þeim. Það kom til af því að við ákváðum að kaupa hlut Sigrún- ar og Halldórs í jörðinni og þá voru húsin seld til að ijármagna kaupin. Það spilaði auðvitað inn í þessa ákvörðun að við eig- um í málaferlum við Þjóðminjasafnið, sem ekki er séð fyrir endann á“. Upphafið að smíðunum Hlynur segir frá. „Pabbi var mikið við útskurð og smíðar og fékk alltaf talsvert af pöntunum. Bæði gerði hann útskorna muni fyrir kirkjur og ýmsa muni til gjafa fyrir einstaklinga og félög. Þegar við komum austur fórum við feðgarnir að vinna saman við smíðamar eins og flest annað. Fyrst smíðaði ég munina og pabbi skar út. Ég færði mig svo smám saman upp á skaftið og fór að taka þátt í útskurðin- um. Þegar ákveðinni grunnþekkingu er náð er hægt að smíða úr hverju sem er. Það skiptir ekki öllu máli hvort maður er með timbur, bein eða járn í höndunum. Það er auðvitað miserfitt að fást við ólík efni en einhvern veginn þarf maður að komast í samband við það sem maður er með í höndunum og stilla sig inn á réttu vinnubrögðin hverju sinni. Þetta er bara verkefni, sem maður gengur í með því hugarfari að sigrast á því, leysa það. Það er gam- an að smíða fallega hluti en það er alveg óskaplega leið- inlegt að þurfa að smíða tvo eins. Efniviður Fyrst smíðuðum við bara úr birki og það er tiltölulega stutt síðan við fórum að nota lerki í miklum mæli. Það eru svo ekki nema 3 ár síðan við fórum að nota bein og horn og fleira slíkt. Það er skemmtilegast að skera út í birki en skemmtilegra að smíða úr furu. Hún er viðkvæm og kallar á ákveðnar vinnureglur. Svo er þetta fallegur viður. Langskemmtilegast er þó að smíða úr hvaltönn. Hún er mátulega hörð, vinnst vel og er erfið. Það er alltaf skemmtilegra að fást við það sem er svolítið erfitt, þarf að hafa fyrir. Þegar efnahagsástandið versnaði fyrir nokkrum árum dróst saman hjá okkur eins og fleirum og þá var mun minna um sérpantanir, sem áður voru uppi- staðan í rekstrinum. Við þurftum þá að leita nýrra leiða til að geta lifað af þessu. Við fórum að leita að einhverju I landi Miðhúsa, Eyvindará, sumarhúsin sjást fyrir miðri mynd. Landslag í landi Miðhúsa, Eyvindará rennur um Mið- húsaskóg. sem væri ódýrara og þar með léttara að selja við þessar aðstæður í þjóðfélaginu. Þarna varð auðvitað heilmikil vöruþróun en ef ekki hefði dregið saman í sérpöntunum hefðum við aldrei farið af stað með aðra ffamleiðslu. Þörfin ýtti okkur af stað. Nú hefur sérpöntunum fjölgað aftur. Oft eru þetta tækifærisgjafir, sérhannaðar fyrir við- takanda. Fólk kemur til okkar með hugmyndir sem við þróum áfram. Við höfum ekki unnið markvisst að mark- aðssetningu. Þetta hefur bara spurst út og það má eigin- lega segja að fjölmiðlarnir hafi séð um það fyrir okkur. Þeir eru alltaf að leita að einhverjum sérvitringum til að fjalla um og segja frá og við follum ágætlega undir þá skilgreiningu. Þessi vinnsla útheimtir lítið hráefni en það 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.