Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 15
þá nær eingöngu gert
á Suðurlandi. Sá
munur var nefndur á
lifrarblóði og stein-
blóði, að steinblóð
hefði verið harð-
storkið, en lifrarblóð
minna storkið. Orðin
augnblóð og
skyndilifur um
hleypt, soðið blóð
eru til í talmálssafni
Orðabókar Háskóla
íslands og augnblóð í
þessari merkingu er í
orðabók Sigfúsar
Blöndals, en dæmi
um skyndilifur mun
elst í orðasafni Hallgríms Scheving
frá fyrri hluta 19. aldar. Einnig
þekktist að meðhöndla kálfsblóð á
þennan hátt. Það var hins vegar soð-
ið í mjólk eða mjólkurgraut þegar
búið var að hleypa það og sneiða það
upp.
Þessi matargerð hefur tíðkast hér í
einhverjum mæli í fyrri tíð. Af heim-
ildum þjóðháttadeildar má draga þá
ályktun, að steinblóðsverkun hafi
lengst haldist á Suðurlandi og þar
hafi nafnið síðan færst yfir á mörlít-
ið slátur því að orðið steinblóð var
notað um mörlausan eða mörlítinn
blóðmör i Rangárvalla- og Árnes-
sýslu upp úr aldamótum.
Jakob Benediktsson hefur fært rök
að því að e.t.v. sé þetta upprunaleg-
asta matreiðsla á blóði hérlendis því
vegna mjölleysis hafi það ekki verið
mjölvað framan af enda engar heim-
ildir um slíkt frá fyrri öldum. Svipuð
blóðverkun tíðkaðist í Færeyjum,
nema þar var storkan sett í hjall eftir
að búið var að sjóða hana, en hér var
steinblóð geymt í súr. Þessi aðferð
gæti verið af sömu rótum runnin á
báðum stöðum eða allar götur frá
landnámsöld.
Þó að lítið sé orðið um blóðmatar-
gerð aðra en blóðmör í seinni tíð
rækja sumir þó ennþá gamla siði i
þessu efni. Ég kom til dæmis á heim-
ili á Barðaströnd fyrir nokkru, þar
sem ævinlega er blóðgrautur í slátur-
Heitt slátur og kartöflumús í kvöld-
mat á ferðaþjónustubœ á Ströndum í
síðustu sláturtíð.
tíð. Hann er svo vinsæll að heiman-
flutt börn matmóðurinnar þar á bæn-
um láta ekkert hindra sig í að mæta
þegar von er á grautnum góða.
Að kasta út mörsiðrinu
í máldaga Þykkvabæjarklausturs
frá því um 1340 er talað um 20 iður
feita mörs og hálfan sjötta tug megri
mörs. Hér er væntanlega um að ræða
vambaiður með einhverju sem er
mismörvað, líklega blóðmör, því að
a.m.k. á seinni öldum var nær ein-
göngu blóðmör og lifrarpylsa í
vambaiðrum. Áður fyrr virðist hafa
verið mun algengara að tala um iður
í merkingunni sláturkeppi.
Mörsiður koma víðar við sögu. í
viðauka Heiðarvíga sögu segir t.d.
frá því þegar menn í herkví köstuðu
síðasta mörsiðrinu út til umsáturs-
manna svo að þeir mættu halda að
nógur matur væri inni fyrir. „En af
þessu tiltæki Barða er sá orðskviður
kominn að kalla, að sá kasti út
mörsiðrinu, sem tekur til síðustu úr-
ræða,“ segir í sögunni.
í fyrstu íslensku matreiðslubókinni
sem gefin var út árið 1800, er upp-
skrift af blóðmör. Blóðið er þar
þykkt með hafra- eða bygggrjónum,
kryddað með kjörvel,
blóðbergi, pipar eða
negulnöglum, lauki
og rúsínum bætt í fín-
ni pylsurnar. Þetta var
sett í nautagarnir,
soðið og borðað heitt
með smjöri, en
óvandaðri pylsur voru
ókryddaðar og saltað-
ar hráar niður í kvart-
il. Ólíklegt er að
margir hafi tekið upp
þennan hátt hér enda
sést hann ekki í heim-
ildum þjóðháttadeild-
ar fremur en margt
annað sem lýst er í
kverinu. Nautagarnir voru afar lítið
notaðar undir blóðmör hér, og helst
ekki fyrr en vambir þraut. Mun á
blóðmatargerð hér og erlendis er
þannig lýst í öðru íslensku 18. aldar
riti að útlenskir setji blóð í garnir á
meðan íslendingar sníði og saumi til
þess vambir. Þar er uppskrift að
blóðmör svipuðum og í vasakverinu,
hann er falinn upp í garnir og saltað-
ur, enda tekið fram að um norska
matreiðslu sé að ræða.
Norskur blóðmatur
í norskum fornbréfum kemur við-
urnefnið blóðmör fyrir í tvígang, þar
eru þeir nefndir annars vegar Reiðarr
blóðmör og hins vegar Jón blóðmör.
Ef marka má íslensk fornrit hefur
verið töluvert um það hér að menn
væru háðulega uppnefndir af meint-
um matarvenslum, hvort heldur um
var að ræða græðgi viðkomandi í
einhvern ákveðinn mat, eða bara að
einhver líkamsbygging minnti á mat-
rétti. Dæmi um þetta eru t.d. Þórar-
inn grautnefur, Kári mör, Helgi
byggvömb, Kolbeinn smjörreður,
Karl kjötlær, Guðleikur flotbytta og
Hákon mörstútur. Vegna þessara
fornnorsku pilta, sem kennndir voru
við blóðmör, gætu menn að óathug-
uðu máli, freistast til að halda að
blóðmör á borð við þann sem við
þekkjum hafi einhvern tíma verið til
í Noregi. En nútíma blóðmör, þ.e.
-
faþZHeima er bezt 327