Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Page 22

Heima er bezt - 01.09.1996, Page 22
Pálsdóttir, þá komin um nírætt, ásamt syni sínum, Hjalta Jónssyni. Margrét var ein af þeim fjölmörgu íslendingum, sem fluttust vestur um haf í lok síðustu aldar. Hún hafði nú verið búsett í íslendinga byggðum Kanada í meira en hálfa öld og aldrei litið ættjörðina augum á þeim tíma, en maður hennar látinn fyrir mörg- um árum, er hér var komið sögu. Margrét bar aldurinn einstaklega vel, var kvik á fæti og létt í lund, og ekki gætti þess hið minnsta í máli hennar, að hún hefði dvalið svo lengi á erlendri grund. Hún tók ekki í mál að leggja sig, er hún kom árla morguns til Reykja- víkur með næturflugi frá Ameríku, kvaðst enga þörf hafa fyrir það, því það hefði farið svo dæmalaust vel um sig í flugvélinni á leiðinni. Ekki höfðu þau mæðginin verið marga daga á heimili okkar, er ákveðið var að sýna þeim kirkjuna á Valþjófsstað, en Margrét hafði verið kaupakona þar, að mig minnir eitt sumar, áður en hún hélt vestur um haf. En grípum nú niður í ritsmíð, sem höfundur þessa greinarkorns setti saman á sínum tíma í minningu þessarar óvæntu komu í Valþjófs- staðarkirkju hinn sólríka dag, sumar- ið 1961. Þar segir á þessa leið: „Það eru sólstöður, 21. júní, lengsti dagur ársins. Hæg suð-, suðvestan gola er á, hitablíða, og náttúran skartar sínum fegurstu klæðum. Allt vitnar um líf og yndi, frið og fögnuð yfir lífinu. Við göngum heim að Valþjófsstað- arkirkju: við feðgarnir, frændi okkar, föðuramma mín og systir hennar, sem er nýkomin frá Ameríku ásamt syni sínum, sem einnig er hér með í för. Ömmusystir mín er um nírætt og hefur ekki litið ættjörðina augum í meira en hálfa öld. Hún ber aldurinn mjög vel. Það er ætlunin að sýna henni kirkj- una. Ekki leynir það sér, er við göngum að kirkjunni, að hún er orðin gömul og hrörleg. Þetta er timburkirkja með bárujárnsþaki. Hún er víða gisin og sprungur í horni, svo að sér í gegn. Jámið er farið að fjúka af, og trúlega væri hún farin öll sömu leið, ef sverir vírkaðlar héldu henni ekki enn fastri við jörðina. En hún er formfögur, og hár turn- Síra Sigurður Gunnarsson. inn, sem gnæfir til himins, gefur henni helgisvip. Er við höfum dregið slagbrandinn frá dyrum og gengið inn kirkjugólf- ið, er staðnæmst inni við gráturnar. Hér blasir við altaristaflan, sem sýnir ummyndunina á fjallinu, fagurt verk. Uppi yfir er blámáluð hvelfingin. Altari, predikunarstóll og bekkir eru haglega gerðir. 1 loftinu hangir [jósakróna og kertastjakar á veggj- um. Allt er fornfálegt, stílhreint og virðulegt. Gamla konan litast um í kirkjunni. Af svip hennar má lesa gleði og undrun. „Já, ég var kaupakona héma, sum- arið sem hún var byggð. Hugsa sér annað eins. Svona lítur hún þá út eft- ir öll þessi ár, blessuð kirkjan mín.“ Og andlitið verður allt eitt sól- skinsbros. Hún strýkur hendinni var- lega og viðkvæmt yfir tréð, eins og hún sé að strjúka bamshöfuð. Mér virðist sem gamlir og visnir fingur- gómarnir verði ungir í annað sinn. „Hún þótti falleg í þá daga og er það enn, blessuð kirkjan,“ heldur hún áfram. „Hugsa sér annað eins. Ekki datt mér nú í hug, að ég ætti eftir að lifa það að standa hér aftur í þessari kirkju, eftir öll þessi ár.“ Og hún heldur áfram að fara nær- færnum höndum um þessa gömlu muni. Það fer ekki framhjá okkur, sem þarna erum áhorfendur, að hér er heilög stund. Það er eins og tveir vinir hafi mæst eftir langa ljarveru. Engu er líkara en tíminn, þetta óá- þreifanlega fyrirbæri mannlegs lífs, standi nú allt í einu kyrr. Við finnum ekki til hans. Þó vitum við, að stund- in, sem er, líður, hún kemur aldrei aftur. Eitthvað þessu líkt fór íyrir mér þarna í kirkjunni á Valþjófsstað þennan bjarta sumardag. Hugur minn reikaði sjö áratugi aft- ur í tímann. í huga mér sé ég unga stúlku, kaupakonu á stóru prests- setri. Það er sumar, líf og gáski, og gaman að vera ungur. Verið er að reisa nýja kirkju á staðnum, margir menn að verki. Þetta er stórhýsi, vandað og glæsilegt. Það skal verða tákn vorsins í íslensku þjóðlífi, tákn um trú og stórhug. Stundum á kvöldin, þegar unga stúlkan hefur lokið dagsverki sínu, gengur hún út að kirkjunni, sem ver- ið er að smíða, og handleikur borð og bekki með nærfærnum ungmeyj- arhöndum. En áður en varir líður sumarið, og unga stúlkan yfirgefur fallega bæinn í dalnum og flyst í annað hérað. Þar kynnist hún ungum manni, og þau ákveða að verða samferða í lífinu. Þau ætla að freista gæfunnar í Vest- urheimi, kanna undralandið nýja, sem svo margir hafa talað um, þar sem smjör drýpur af hverju strái og akrar eru sjálfsánir. Einn fagran dag er svo ættjörðin kvödd með söknuði, og af skipsjfö sjá ungu hjónin jöklana á íslandi A 334 Heima er bezt 11511«

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.