Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 24
h trck*íírdL latasóttln | ckki 4 i/ni crjjú *6gð koraia hing- j srjómin hun f?utzt hin^aO sunnan • veðnutt icraðslxkni/ \ lNCiu>/um!i ! inna^r,*^ nr þ**5- '/■ 'ýðé :u aí haus y \ X „v V:érr* ' . 'v ytttliutniir /finni rc.l x á lantíi | x nokkumi ' fer munj //<0 ol cir,att, su> ttð Ti Ur ósórainn lcn JicfC^Étarfi ft hggu. ficraðsl: * sama ^ J Jcggja mikinn.s*. urs, eM.nn xtti um bbOið sC scnt tT irfúinast, cða inai.i | frv.. því að stjómíi vcrði, jafnvcW stjOrn. ' ið cptirlit mtyd li | Gluggað í gömul | blöð og rit og 1 forvitnast um það, Ísem efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu Umsjón: Guðjón Baldvinsson Þjóóólfur 17. október 1902. Hugleiðingar um höSuðstaðinn eptir Ævar gamla. Það ber sjaldan við að ferðamenn, er koma til höfuðstaðarins og dvelja þar lengri eða skemmri tíma, finni köllun hjá sér til að láta opinberlega í ljósi álit sitt á þessum höfuðstað landsins en ég verð samt að álíta að það gæti haft nokkra þýðingu að bæjarbúar fengju stundum að heyra einhveijar raddir ffá utanbæjarmönn- um um höfuðstaðarlífið, eptir því sem það kemur öðrum fyrir sjónir. Sé sá málsháttur sannur að glöggt sé gests augað, og ég efast ekki um að svo sé, þá getur verið að aðkomu- maður geti bent á hitt og þetta er bet- ur mætti fara og öðruvísi ætti að vera. Eins og það er eðlilegt að bæj- arbúar „krítiseri“ okkur sveitakarl- ana, er þeir heimsækja okkur, eins verðum við að hafa leyfi til að segja okkar meiningu um höfuðstaðinn, er vér gefum oss tóm til frá vinnunni og arginu heima í sveitinni, að bregða oss þangað. Eg hef ekki komið til Reykjavíkur næstliðin 12 ár, þangað til í sumar, að svo stóð á að ég varð að dvelja þar einn mánuð, mánuðinn sem þingið var haldið. Ég kynntist því dálítið bænum og fólkinu. Breyting sú, sem orðið hefur á bænum síðan 1890 er mjög stórfelld, miklu meiri en ég hafði gert mér hugmynd um. Að vísu hafði ég frétt um hið mikla aðstreymi úr sveitinni til bæjarins þessi síðustu ár og þar af leiðandi fólksfjölgun, en ég hélt samt ekki að bærinn væri orð- inn svona víðáttumikill að hann væri búinn að gleypa allt Skuggahverfið og teygja sig allt inn að Rauðará, en á hinn bóginn suður um Skólavörðu- holt og næstum að svo nefndum Fé- lagsgarði. Þá er ég var hér 1890, þótti nokkurs konar einsetubústaður í Þingholtunum og í Skuggahverfinu var álitið að enginn almennilegur maður settist að. Það úthverfi var í hinni mestu fyrirlitningu en nú er annað orðið uppi á teningnum. Þar kváðu búa ýmsir sterkefnaðir menn, skipstjórar og fleiri bæjarstöplar, enda eru hús þar allreisuleg og stað- urinn einna fegursta plássið í bæn- um, að mér þykir. Það hefur því skinnast upp Skuggahverfið gamla. Og nú mun engum þykja nein læging að búa þar. Hinar miklu húsabyggingar í bæn- um á síðustu árum, munu margir vilja telja til framfara. Getur verið að svo sé. En húsafjölgunin leiðir af fólksljöguninni, það tvennt helst í hendur. Og í fólksfjölguninni munu vera framfarir, segja menn, að minnsta kosti fyrir höfuðstaðinn. En ég get ekki varist þeirri hugsun að það, sem er framför eða gróði fýrir höfuðstaðinn, að því er fólksíjölgun snertir, er í mínum augum apturfor og tap fyrir þann hluta eða þá hluta landsins, sem verða fyrir burtflutn- ingnum. Að vísu er mikill munur á því hvort menn flytja af landi burt til Ameríku eða til Reykjavíkur, því að hinir síðartöldu eru þó ekki tapaðir ættjörðunni, en hvorutveggja eru jafnt tapaðir fyrir sveitirnar, fýrir landbúnaðinn. Og það tap er allmikið á ári hverju. Það hlýtur að vera eitt- hvað öfugt við það, þegar efnaðir bændur rífa sig upp frá góðum búum og stundum frá sjálfseignarjörð sinni og flytja til Reykjavíkur, hrófa þar upp húskofa yfir sig og ganga á eyr- ina eða verða hlaupadrengir einhvers kaupmannsins. Og fæstir þessara manna munu sitja á sjálfs síns eign þar í bænum, þegar fram í sækir. Ég þekki meðal annars tvo sveit- unga mína, sem fyrir 3-4 árum fluttu sig til Reykjavíkur, menn, sem bjuggu við góð efni og annar sjálfs- eignarbóndi. Hann seldi jörðina fyrir litlu meira en hálfvirði og það, sem þeir báðir seldu af fénaði urðu þeir að lána að mestu leyti. Hitt, sem eptir var óselt, var rekið til Reykjavíkur um haustið og slátrað þar. Báðir þessir menn hafa byggt sér hús í bænum. En fátæklegt þótti mér inni hjá þeim og að mun óþrifalegra en í baðstofunum þeirra í sveitinni

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.