Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Side 27

Heima er bezt - 01.09.1996, Side 27
það verður ekkert miðað. Ég býst við að þeim þyki flestum útsvörin sín í Reykjavík engu léttari en í sveitinni, þótt upphæðin kunni að vera minni og svo skiptir það nokkru að öll bæj- argjöld eru heimtuð í peningum en útsvör í sveitum geta menn látið ómagana eta út hjá sér, að miklu leyti og verður það flestum léttbærara. Þá er þetta er athugað nánar, getur mér ekki virst betur en að gjöld til bæjarins í Reykjavík af bæjarbúum séu töluvert hærri hlutfallslega en út- svör í sveit og að minnsta kosti eru þau margfalt hærri en í nokkrum öðrum kaupstað á landinu. Og ég hef heyrt sagt að þau fari stöðugt hækk- andi ár frá ári og að framlög til þurfamanna fari allmjög vaxandi, svo að þau séu nú orðin hér um bil 3- 4 kr. nefskattur á hvert mannsbarn í bænum. Og þá er þurfamennirnir eru taldir frá, sem vera munu margir og aðrir sem ekkert gjalda, börn o.fl., verður skattur þessi æði hár að með- altali á hvern þann, sem eitthvað borgar. Mundi þetta þykja hátt útsvar í sveit, jafnvel þar sem mikil sveitar- þyngsli eru. Þessi miklu útgjöld bæjarins í fá- tækraþarfir, sem gleypa þriðjung allra bæjargjalda eða um 20.000 kr. á ári að sögn, eru allískyggileg og standa bænum fyrir þrifum. Þess vegna ber svo lítið á því, þrátt fyrir hin háu gjöld, að nokkuð verulegt sé gert bænum til framfara. Og í fram- tíðinni hljóta því álögurnar að verða stöðugt hærri og hærri, ef nokkuð á að færast í fang. Því get ég huggað höfuðstaðarbúana með: Þeim er lífs- nauðsynlegt að koma fátækramálum sinum í betra horf en þau eru nú, svo að þeir geti varið fénu til annars en þurfamannaframfæris, því að annars sogar það í sig allt það, sem gera ætti bænum til umbóta á komandi tíð. Með þessu lagi verða framfarirnar hægfara í höfuðstaðnum, það sann- ast. Þá er svo mikið fer til fátækra- framfæris í veltiárum, hvað mun þá verða ef atvinnubrestur verður mik- ill, sjávarafli bregst eða einhver óhöpp koma fyrir. Þá kemst bærinn ekki hjá því að taka lán, stórt lán, og hann kemst í rauninni ekki hjá því, eins og nú stendur, ef eitthvað á að gera, sem gagn er að fyrir bæinn, ef allt á ekki að standa í stað, í sama draslinu, sama hirðuleysinu og sama framtaksleysinu, sem fyrr. Svona lít ég á það. Þjóðólfur 18. desember 1903. Vátnsleiðsla er nú komin á í 3 helstu kauptun- unum hér á landi, fyrst á Isafirði, svo á Akureyri og nú síðast á Seyðisfirði. Var verkinu þar hér um bil lokið seint í f.m. Hefur Friðrik Gíslason ljósmyndari staðið fyrir því og tekist vel. Hjá séra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini, hefur hann og komið upp vatnsleiðslu, og eins á Vopna- firði í tvö hús þar, að því er „Austri“ segir. Vatnið á Seyðisfirði er leitt úr lind í túninu á Firði. Allt verkið við þá vatnsleiðslu tók Friðrik að sér fyrir umsamið verð, 8750 kr., og þykir ódýrt. En hvenær skyldi höfuðstað- urinn fá vatnsleiðslu? Sjálfsagt verð- ur dagur og vika þangað til, hversu mikið nauðsynjamál sem það er fyrir bæinn. Erfiðleikarnir á því eru svo margir og miklir, en illa er samt un- andi við ástandið, eins og það er. Óvenjulega hár aldur Síðari hluta þessa árs dó að Staðar- hrauni, hjá Stefáni presti Jónssyni, 106 ára gömul kona, Halla Einars- dóttir að nafni, fædd 2. mars 1797, á Hróbjargarstöðum í Hítárdalssókn. Hún var mestan hluta ævi sinnar vinnukona, giptist aldrei né átti börn, og dvaldi alla ævi sína á fimm bæj- um, ólst upp á einum, var vinnukona á þremur og dó á þeim fimmta, flutt- ist þangað í vor er leið. Guðlaugur prestur Guðmundsson í Dagverðarnesi, sem eitt sinn var sóknarprestur hennar, sagði mér, að hún hefði aldrei farið í kaupstað, fengið eitt bréf á allri ævi sinni og verið illa við alla nýbreytni, t.d. hefði henni veri mjög illa við barnalærdóm séra Helga Hálfdánarsonar og taldi ekkert guðsorð í honum. Hún var mjög forn í skapi en þótti dugleg og áreiðanleg. Þakkarávarp Þegar ég síðastl. vor hafði ráðið mig sem háseta á kútter Jón, eign herra kaupm. Jóns Þórðarsonar í Reykjavík, og verið nokkrar vikur úti í sjó, þá vildi mér það óhapp til að ég lagðist veikur, svo að ég gat ekki stundað skiprúm mitt. Var ég því það fyrsta fluttur til Reykjavíkur og var mér þar veitt hin besta viðtaka af þeim hjónum Jóni kaupm. Þórðar- syni og frú hans, er létu sér umfram allt umhugað um, að mér gæti liðið sem best. Þau létu flytja mig á spítal- ann, útveguðu mér læknishjálp og vitjuðu mín í legunni og yfir höfuð létu sér vera svo annt um mig, sem væri ég barn þeirra. Þegar ég fór apt- ur að skreiðast á fætur, þá buðu þau mér heim til sín og veittu mér alla þá hjálp og aðhjúkrun, sem ég frekast þurfti. Alla þessa hjálp veittu þessi heiðurshjón mér án launa, auk alls þessa gáfu þau mér stórgjafir, ýmis konar fatnað og ferðapeninga til þess að ég kæmist heim. Ég finn til þess af hrærðu hjarta, hve slík hjálp er mikilsverð þótt ég í alla staði sé þess ekki umkominn að launa hana. Þess vegna vildi ég nú opinberlega, láta slíkra velgerða get- ið og um leið senda þessum heiðurs- og velgerðahjónum mína innilegu þökk og biðja guð að launa þeim vel- gerðar- og kærleiksverkið er þau gerðu við mig, sem er óefað ekki það fyrsta, og mun ekki verða það síðast við sjúka og nakta. Ætti þjóð vor marga slíka, gædda kostum mann- kærleikans, þá væri betur farið. Stokkseyri 12. des. 1903, Kjartan Guðmundsson. Heima er bezt 339

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.