Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Side 30

Heima er bezt - 01.09.1996, Side 30
Umsjón: Ingvar Björnsson Þriðji ársijórðungur 1996 Landshluti: Norðurland Verðlaunaáskrifandi: Björg Margrét Indriða- dóttir, húsfreyja, Kvistási í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu. Verðlaun: Skriðuföll og snjóflóð, 3 bindi. Björg Margrét Indriðadóttir. Er ég næ tali af Björgu legg ég fyrir hana hefðbundnar spumingar þessa þáttar og svör hennar við þeim eru á þessa leið: „Ég heiti fullu naíhi Björg Margrét Indriðadóttir, í daglegu tali bara kölluð Björg og er húsffeyja hér að Kvistási í Kelduhverfi. Ég er fædd 25. maí 1930, að Lindarbrekku og þar ólst ég upp. Foreldrar mínir voru hjónin Indriði Hannesson, fæddur 1902, d. 25. sept- ember 1963, frá Kelduneskoti, og Kristín Jónsdóttir, fædd 18. ágúst 1906, ffá Keldunesi. Hún lést fyrir nokkrum árum. Hinn 12. nóvember 1952, giftist ég Haraldi Þórarinssyni ffá Ólafsgerði, fæddum 28. maí 1928. Hann ólst upp í Austurgörðum og að Laufási, en þar byggðu foreldrar hans nýbýli. Foreldrar Haraldar voru hjónin Þór- arinn Haraldsson ffá Austurgörðum, fæddur 1902, og Kristjana Stefáns- dóttir frá Ólafsgerði, fædd 1896. Þau eru nú bæði látin. Sonur okkar er Indriði Vignir, fædd- ur 15. júlí 1956 á Húsavík, en hefur síðan dvalið í heimahúsum, fýrstu þrjú eða fjögur æviárin að Laufási, en síð- an hér að Kvistási. Aðalstörf Haraldar hafa verið al- mennar vélaviðgerðir á eigin verk- stæði, bæði fyrir sveitungana og þá er hér eiga leið um. Til þessara starfa hefur hann komið sér upp, hér að Kvistási, myndarlegu verkstæði ásamt nauðsynlegum verk- færum. Þar sem það er eðli ferðamannsins að vera sífellt að flýta sér, þá hefur það í för með sér að vinnutími Haraldar er offar bundinn við að ljúka viðgerð en því hvað klukkan tifar. Það leiðir líka til þess að margir koma hér í eldhúsið og fá kaffisopa áður en þeir hleypa úr hlaði, aðrir borða gjaman með okkur og enn aðrir gista nóttina hér, þegar mest lætur. Það fer ekki hjá því að störf Harald- ar auka vemlega á annir húsffeyjunn- ar, sem þarf óforvarandi að hafa til 342 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.