Heima er bezt - 01.09.1996, Síða 31
á Fjöllum) og þannig var það allt til
1959, er vegur opnaðist með brú á
milli Mývatns og Grímsstaða.
Um þetta má lesa í Heima er bezt,
6.-7. tbl. 1983, á blaðsíðum 225-227, í
viðtali, sem þar birtist við móður
mína.
Hinn 20. október 1959, bað þáver-
andi kaupfélagsstjóri á Kópaskeri,
Þórhallur Bjömsson, móður mína um
að annast rekstur hótelsins þar í einn
mánuð og auðvitað brást hún vel við
þeirri bón. Þessi mánuður varð að
vísu óvenju langur, því honum lauk
ekki fyrr en 30. apríl 1980, eða eftir
rúmlega 21 ár.
Það er varla ofsögum sagt að sveitin
hér sé falleg og hafi upp á margt að
bjóða. Hér er jú Ásbyrgi, Vesturdalur-
inn, heiðin sunnan byggðar,
---- en þar er vegurinn sem notað-
ur er við haustleitimar og
margir nýta sér. Þaðan er nán-
ast ómælt útsýni til hafs, eða
svo langt sem augað eygir,“
segir Björg að lokum.
Viðauki:
Það má vera að mörgum
finnist það skrýtið að hvergi
sé gerð grein fyrir því hvar
bæimir, sem nefndir eru hér
að framan, em staðsettir. Rétt
er nú það, en þetta kemur til
af því að þessir bæir allir,
þ.e.a.s. Lindarbrekka, Keldu-
neskot, Keldunes, Ólafsgerði,
Austurgarðar, Laufás og Kvistás, voru
einfaldlega allir í Kelduhverfi. Ég segi
vom, því sumir þeirra munu nú ekki
byggðir lengur.
Ég fór þessa leið af tveim ástæðum:
Ég vildi forðast endurtekningar orðs-
ins Kelduhverfi og ég vildi vekja at-
hygli á því að allir þeir, sem hér em
nafngreindir, vom úr Kelduhverfinu.
Orð Bjargar um fegurð sveitarinn-
ar tel ég staðfestast í því að engum
hér, nafngreindum, virðist hafa kom-
ið það til hugar að hætta á að leita
sér maka utan sveitar, vegna hætt-
unnar á að hann, eða hún, yrðu að
yfirgefa sitt fagra Kelduhverfi.
góðgerðir fyrir óvænta gesti. Hins
vegar veldur þetta því líka, að við
hjónin höfum eignast marga og góða
vini og kunningja og yfir því gleðj-
umst við innilega.
Hvað félagsmál og félagsstörf mín
varðar er ekki margt að segja. Auðvit-
að er ég í kvenfélaginu hér og svo er
ég í skógræktarfélaginu og þó að ég
sé bara óbreyttur liðsmaður þessara
félaga, em ýmis störf og snúningar,
sem til falla þar og veita gleði og
ánægju, t.d. tekur kvenfélagið oft að
sér tijáplöntur, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar svoleiðis nokkuð kemur upp á,
drífur maður sig til starfa. Þegar lax-
eldið kom hér til, skapaðist aðstaða
fyrir heimavinnandi húsmæður til að
bregða sér af bæ og vinna tíma og
tíma, utan heimilis. Eins og
fleiri brá ég mér þama í
vinnu, sem ég hafði lengi
hlakkað til að gera, en því
miður varð þetta stutt gam-
an því heilsan brást mér,
svo ég varð að hætta fyrr en
varði. Þetta olli mér mikl-
um vonbrigðum, enda kom
það mér mjög á óvart. Já,
svona er lífið oft dyntótt.
Helsta áhugamál mitt er
að gera eitthvert gagn í líf-
inu.
Skólaganga mín var hefð-
bundin skólaganga sveita-
stúlku, þ.e.a.s. ég gekk hér í
venjulegan skóla. Einn vet-
ur var ég síðan í húsmæðraskólanum
að Laugalandi í Eyjafirði og hafði
bæði gagn og gaman af því.
Til viðbótar því, sem ég sagði um
foreldra mína, langar mig til að nefna
það hér að þau reistu veitinga- og
gistihús að Lindarbrekku. Það var þrí-
lyft hús, er tekið var í notkun árið
1933. Húsið ráku þau saman meðan
bæði lifðu en er faðir minn andaðist
tók móðir mín ein við rekstri þess og
rak það til 1959, er því var lokað.
Þetta hús bætti úr brýnni þörf því
allt til ársins 1959 urðu allir, sem aka
vildu milli Vestur- og Austurlands, að
koma hingað, því hér var eina öku-
færa brúin yfir Jöklu gömlu (Jökulsá
Haraldur Þórarinsson, eiginmaður
Bjargar Margrétar.
Kvistás.
Indriði Vignir Haraldsson með
geithafur.
Heima er bezt 343