Heima er bezt - 01.09.1996, Page 33
Bergur Bjarnason,
kennari:
16. kluti
Og nú held ég
þá áfram um
stund að segja
ykkur ofurlítið meira um leiki okkar
drengjanna á Völlum, eins og ég lof-
aði ykkur síðast.
Þegar fullorðna fólkið hafði lokið
við að reka sitt fé á fjall, langt fram
til heiða, sem var auðvitað um sama
leyti og hjá okkur, var farið að ham-
ast við að undirbúa mikilvægasta
starf sumarsins, heyskapinn. Eins og
þið getið nærri þurftum við þá að
gera það líka því að vitaskuld urðum
við að eiga nægilegt fóður til vetrar
handa búfénaði okkar.
Þegar heyskapurinn var svo hafinn
unnum við strákarnir að sjálfsögðu
með fullorðna fólkinu eftir bestu
getu, en fúndum þó alltaf einhverjar
stundir öðru hverju, til að vinna að
okkar eigin heyskap og var það ætíð
látið afskiptalaust. Ég man vel að við
beittum ósköp frumstæðum aðferð-
um við þennan heyskap okkar, reytt-
um upp grasið með berum höndum,
skárum það með hnífum eða klippt-
um með skærum þegar best lét. Orf
og ljá máttum við auðvitað ekki
snerta á þeim árum.
Og þegar heyskap lauk að hausti
höfðum við alltaf safnað töluverðu
fóðri við ijárhús okkar því að auðvit-
að urðum við að eiga góð Qárhús og
ég man ekki til að við yrðum
nokkurn tíma heylausir. Sauðfé okk-
ar var víst duglegt að bjarga sér og
því einkar létt á fóðrum, enda minnir
mig að við ættum oftast miklar fyrn-
ingar.
Og svo hófust göngurnar. Piltarnir,
Seinni hluti.
stórir og duglegir
strákar, sem voru 14
til 16 ára, fóru í raun-
verulegar göngur og ráku féð af
ijalli. Það var trúnaðarstarf sem allir
hraustir strákar þráðu að fá að leysa
af hendi, ævintýri, sem var eftirsókn-
arverðara en flest annað.
En meðan við félagarnir vorum
litlir, fórum við á sama tíma í okkar
eigin göngur og það var líka ákaflega
gaman. Við riðum um allt afréttar-
landið á gæðingum okkar og söfnuð-
um saman öllu því fé sem við fund-
um, en því miður voru heimtur
stundum ekki góðar. Óhræsis tófan
hafði áreiðanlega tekið sumar kindur
okkar og aðrar höfðu fallið í dý og
drukknað. En ekki þýddi að fást um
það, við vissum að þetta var algengt
á flestum búum í sveitinni.
Og nú fór sláturtíðin í hönd með
umstangi sínu og erfiðleikum. Það er
mikið frásagnarefni að segja frá
henni og störfunum mörgu við hana.
En það verður að bíða að sinni. En
auðvitað gátum við strákarnir hjálp-
að þar til á margan hátt.
Við þurftum alltaf að sjálfsögðu,
að lóga nokkrum skepnum okkar á
hverju hausti eins og fullorðna fólkið
gerði, en fylltum jafnan í skörðin.
Var það oftast auðvelt þar sem fram-
boðið var svo mikið í sláturtíðinni á
því fé, sem við þurftum á að halda.
Við þennan búrekstur okkar und-
um við oft lengi á öllum árstímum,
og á vissu árabili munum við ekki
hafa varið meiri tíma til neinna ann-
arra leikja. En auðvitað lékum við
okkur oft á ýmsan annan hátt, eins og
Heima er bezt 345