Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 38
hússins á síðastliðnum degi, horfa
ekki hátt, á meðan þau heilsa henni
og ganga sneypuleg og niðurlút til
sæta sinna. Síðust kemur Bergrós inn
í skólastofuna. Hún gýtur augunum
flóttalega til beggja hliða um leið og
hún heilsar kennslukonunni og hverf-
ur hljóðlega í sæti sitt. Hún hefur
aldrei verið ráðvilltari né óöruggari
með sjálfa sig en nú, þrátt fyrir góð
og traustvekjandi orð og athafnir
kennslukonunnar, eftir að fundum
þeirra bar saman í anddyri gamla
hússins. Ef til vill er hún einmitt
svona vegna þess að kennslukonan er
komin í málið. Hún fékk óblíðar mót-
tökur hjá móður sinni við heimkom-
una á síðastliðnum degi. Móðir henn-
ar var ofsareið og krafði hana skýr-
inga á því, hvers vegna hún kæmi svo
seint heim úr skólanum. Hún hefði
marg sagt henni að koma strax heim
að kennslu lokinni og gæta tvíbura-
bræðranna, á meðan hún brygði sér
út með Fríðu á efri hæðinni. En það
tækifæri væri glatað og allt fyrir svik-
in úr henni. Hún Málfríður á efri
hæðinni hefði ekki mátt vera að því
að bíða eftir neinu drolli. Hún væri
farin út fyrir löngu, þá loksins að
bamfóstrudruslan í kjallaranum skil-
aði sér heim úr skólanum.
Hún gaf engar skýringar, dróg sig
inn í skel þagnar og sljóleika, á með-
an móðir hennar skeytti skapi sínu á
henni fyrir svikin. Hún hafði ekkert
svikið. Aðrir höfðu gripið þarna inn í
og heft heimfor hennar með þeim
gjömingum, sem voru henni ofviða.
En sitthvað þessu líkt hafði áður
gerst og hún mátt þola skammir og
meiðingar fyrir annarra sök. Hún
mundi síðast af öllu segja foreldrum
sínum frá eineltinu í skólanum. Ekki
eingöngu af ótta við hótanir krakk-
anna, ef hún klagaði þá heima hjá
sér, heldur óttaðist hún miklu fremur
viðbrögð foreldra sinna, ef upp
kæmist. Hún óttaðist að móðir sín
kynni að rjúka til Arnmundar skóla-
stjóra og hleypa öllu í bál og brand í
skólanum, en faðir sinn gómaði
krakkana, hvar sem hann næði til
þeirra, og berði þau jafnvel til óbóta,
ef hann væri ölvaður. En hún átti
ekki von á því að foreldrar hennar
gerðu þetta, sem hún óttaðist mest,
af einskærri ást og umhyggju fýrir
henni, heldur miklu fremur til þess
að geta náð sér niðri á fólkinu í þorp-
inu, sem var yfirleitt ekki að þeirra
skapi, nema nokkrir drykkjufélagar.
Telpan hrekkur snögglega upp af
þessum hugarórum. Kennslukonan
stendur við skólatöfluna og beinir
orðum sínum þaðan til hennar:
„Bergrós, komdu hingað til mín,“
segir hún þýðlega. „Þú átt að reikna
þetta dæmi, sem skrifað er á töfl-
una.“
Telpan lítur í kringum sig, líkt og
hræddur fugl og hreyfir sig ekki
strax. Skólataflan er einhver mesti
þyrnir í augum hennar, innan veggja
kennslustofunnar. Fyrir framan þessa
töflu hefur hún þráfalt orðið að at-
hlægi bekkjarsystkinanna, sakir van-
kunnáttu sinnar og það hefur skilið
eftir djúp sár. Kennslukonan hefur
um nokkurn tíma að undanfornu,
hlíft henni við slíkri niðurlægingu og
kvöl. En því ekki núna, þegar hún er
ráðvilltari en nokkru sinni fyrr?
Hún verður víst að hlýða. Bergrós
rís seinlega á fætur og gengur þung-
um skrefum upp að töflunni, þangað
sem kennslukonan bíður hennar. Hún
fær hlýtt og uppörvandi bros um leið
og kennslukonan leggur krítina í lófa
hennar og segir glaðlega:
„Gjörðu svo vel, Bergrós."
Telpan svarar engu og snýr sér að
töflunni. Reikningsdæmið stendur
þama stórum, hvítum stöfum á svört-
um bakgrunni. Hún starir nokkur
andartök í algeru vonleysi á þetta
rúnaletur, og tölustafrimir renna sam-
an í eitt fyrir augum hennar. Henni
finnst eins og hún sé stödd á ystu nöf
hengiflugs og eigi ekkert annað eftir
an steypast fram af. Hana svimar.
Svona slæmt hefur þetta aldrei orðið
áður. En skyndilega er hönd lögð
mjúklega yfir herðar henni, eins og
til að gefa henni stuðning.
„Bergrós mín, gefðu þér nægan
tíma. Þú getur vel reiknað þetta sam-
lagningardæmi.“
Telpan lítur snögg á kennslukon-
una og mætir jafskjótt einbeittu,
hvetjandi augnaráði hennar, augna-
ráði, sem segir meira en orð. Örygg-
iskenndin, sem vaknaði í bijósti
hennar á meðan hún naut samfylgdar
kennslukonunnar á heimleiðinni frá
anddyri gamla hússins, síðast liðinn
dag, vaknar að nýju við þennan
trausta stuðning og afgerandi hvatn-
ingu kennslukonunnar. I sömu andrá
heyrir hún lágt pískur og niðurbæld-
an hlátur að baki sér. Kennslukonan
skipar þögn í skólastofunni. En þetta
pískur og niðurbældi hlátur, verkar
þveröfugt á Bergrósu, við það sem
áður hefur verið. Nú stælir það hana
í stað þess að brjóta hana niður. Hún
ætlar ekki að skemmta bekkjarsystk-
inum sínum í þetta skipti, með upp-
gjöf. Hún strýkur höndinni yfir aug-
un, eins og til þess að skerpa sjónina.
Svo útilokar hún ffá sér allt, sem
glepur og einbeitir huganum að sam-
lagningardæminu á töflunni. Tölu-
stafrirnir renna ekki lengur saman í
eitt, heldur standa þarna skýrir, að-
gengilegir og ögrandi. Hún byrjar að
reikna, leggur eina töluna við aðra og
þannig koll af kolli, uns lokaútkom-
an blasir við á töflunni.
Kennslukonan rýfur þögnina:
„Rétt reiknað hjá þér, Bergrós, ég
vissi að þú gast þetta,“ segir hún og
sendir nemanda sínum geislandi við-
urkenningarbros. „Sestu nú aftur í
sæti þitt.“
Telpan snýr í fyrsta skipti frá þess-
ari skólatöflu, sem sigurvegari. Því
fylgir góð tilfinning, og nú hlær eng-
inn í bekknum. Skóladagurinn líður
með venjulegum hætti. Börnin þijú,
sem mættu sakbitin og óttaslegin að
morgni, hafa ekki fundið fyrir neinu
í viðmóti kennslukonunnar, sem gæti
bent til þess að þeirra biðu yfir-
heyrslur hjá henni og refsing. Þau
hafa því tekið gleði sína að nýju.
Síðasta kennslustundin er á enda.
Glóey Mjöll snýr sér að börnunum
þremur og biður þau að sitja eftir í
skólastofunni. Hin eru frjáls ferða
sinna. Endurheimt gleði þremenn-
inganna hverfur snöggt. Hrædd
350 Heima er bezt